Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1

Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
„Kyndlar Neros“ eftir Henryk Siemiradzki, málað 1876. Smellið á myndina til að sjá smáatriðin betur.

Í júlí árið 64 braust út eldur í Rómaborg. Það var enginn sérstakur viðburður því eldar kviknuðu oft í borginni og oft varð mikið tjón. Í þetta sinn varð eldurinn hins vegar meiri en oftast áður og brann samtals í níu sólarhringa samfleytt. Þegar upp var staðið höfðu tveir þriðju hlutar borgarinnar brunnið til ösku.

Hinn 27 ára gamli Nero var þá keisari í Róm og honum þótti ljóst að mikil reiði myndi beinast að honum vegna þess gífurlega tjóns sem þarna varð. Hann var hins vegar snöggur til og náði að varpa ábyrgðinni á brunanum á nýjan og enn frekar lítinn hóp Gyðinga, sem aðhylltust sérstaka trú.

Kristni.

Jesúa frá Nasaret var sennilega krossfestur í Jerúsalem árið 31 en lærisveinar hans og -meyjar gáfust ekki upp og á aðeins rúmum þrem áratugum voru þau kristnu komin alla leið til Rómar og orðin svo fjölmenn þar að þau voru farin að vekja athygli fyrir „nýja og einkar skaðlega hjátrú“, eins og sagnaritarinn Suetonius komst að orði.

Þau voru samt ekki fjölmennari en svo að Nero taldi sér óhætt að kenna þeim um brunann og draga þannig athyglina frá sjálfum sér. Þau voru nefnilega til sem sökuðu Nero sjálfan um að hafa látið kveikja í svo hann fengi tækifæri til að hefja umfangsmiklar nýjar byggingaframkvæmdir í Rómaborg.

„Hatur hinna kristnu á öllu mannkyni“

Nú lét Nero refsa hinum kristnu fyrir brunann og reyndar líka fyrir „hatur sitt á öllu mannkyni“, eins og sagnaritarinn Tacitus komst nokkrum áratugum síðar að orði í Annálum sínum.

Aftökur þeirra voru hafðar sem háðulegastar. Sumir voru klæddir í skinn og rifnir í tætlur af hundum, aðrir negldir á kross og því næst brenndir til að lýsa upp kvöldhimininn eftir að dimma tók.

Ekki er því hægt að segja að kristið fólk hafi fengið góðar viðtökur í Rómaborg sjálfri.

En kristindómurinn varð þó ekki kveðinn í kútinn og sagnir sem síðan urðu lífseigar í kirkjunni hermdu að meðal þeirra sem létu lífið í þessum fyrstu ofsóknum Rómverja hefði verið enginn annar en Símon Pétur, hinn helsti meðal postulanna tólf sem Jesúa var sagður hafa skipað áður en hann var handtekinn og líflátinn.

Í Postulasögunni segir frá því að Pétur hafi fyrsta kastið eftir dauða Jesúa verið leiðtogi kristins fólks í Jerúsalem og verið heldur andsnúinn hugmyndum fólks á borð við Pál — sem einnig kallaði sig postula — um að boða skyldi hinar nýju hugmyndir og trú víðar en bara meðal Gyðinga.

Pétur var fyrsti páfinn

Það þarf ekki að stangast á við að hann hafi verið kominn til Rómar árið 64 til að boða trú, því í Rómaborg bjó fjöldi Gyðinga og Pétur gæti sem hægast hafa ætlað sér að boða trúna fyrst og fremst meðal þeirra. Í rauninni er ekkert vitað með vissu um örlög Péturs en kirkjufeður ákváðu seinna að telja skyldi Pétur fyrsta biskup kristins fólks í Róm en í því fólst að hann var þannig hinn fyrsti páfi, því opinber embættistitill páfa er einfaldlega biskup í Róm.

Ljóst virðist að þegar í frumkirkjunni hafa menn trúað því að Pétur hafi verið krossfestur fyrir trú sína. Í Jóhannesarguðspjalli — sem var skrifað um það bil á árunu 90-110 — er svolítið einkennilegur eftirmáli (21. kapítuli) þar sem segir frá samskiptum Jesúa og postulanna í Galíleu eftir upprisuna frá dauðum.

Þar segir Jesúa við Pétur: „„Sannlega, sannlega segi ég þér: Þegar þú varst ungur bjóstu þig sjálfur og fórst hvert sem þú vildir en þegar þú ert orðinn gamall munt þú rétta út hendurnar og annar býr þig og leiðir þig þangað sem þú vilt ekki.“ Þetta sagði Jesús til að kynna með hvílíkum dauðdaga Pétur mundi vegsama Guð.“ (19.-20. vers)

Lýsingin á því hvernig Pétur mun „rétta út hendurnar“ þykir gefa til kynna að höfundur Jóhannesarguðspjalls hafi trúað því að Pétur hafi verið krossfestur.

Og þar reis kirkja Péturs

Og þótt höfundurinn segi það ekki berum orðum, þá komst sem sé á sá trú að Pétur hafi verið krossfestur í Róm árið 64 þegar Nero keisari ákvað að kenna kristnum mönnum um brunann mikla í borginni.

Og kirkjunnar menn urðu brátt sammála um hvar Pétur hefði verið krossfestur.

Á völlunum handan Tíberfljóts, séð frá miðborg Rómar.

Þar urðu seinna aðalbækistöðvar kristinnar kirkju í borginni og sjálf dómkirkjan þar sem biskupinn í Róm prédikar sitt guðsorð.

Péturskirkjan.

Þannig var nú það. Eða kannski, að minnsta kosti. Og kannski ég segi á næstunni með óreglulegu millibili sögur af Rómarbiskupum, páfunum, sögur sem hófust með brunanum ægilega og gömlum manni sem var „leiddur þangað sem hann vildi ekki“.

Hérna er svo sagt frá næstu páfum!

„Pétur krossfestur“ eftir Caravaggio,málað 1601
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
3
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár