Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1

Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
„Kyndlar Neros“ eftir Henryk Siemiradzki, málað 1876. Smellið á myndina til að sjá smáatriðin betur.

Í júlí árið 64 braust út eldur í Rómaborg. Það var enginn sérstakur viðburður því eldar kviknuðu oft í borginni og oft varð mikið tjón. Í þetta sinn varð eldurinn hins vegar meiri en oftast áður og brann samtals í níu sólarhringa samfleytt. Þegar upp var staðið höfðu tveir þriðju hlutar borgarinnar brunnið til ösku.

Hinn 27 ára gamli Nero var þá keisari í Róm og honum þótti ljóst að mikil reiði myndi beinast að honum vegna þess gífurlega tjóns sem þarna varð. Hann var hins vegar snöggur til og náði að varpa ábyrgðinni á brunanum á nýjan og enn frekar lítinn hóp Gyðinga, sem aðhylltust sérstaka trú.

Kristni.

Jesúa frá Nasaret var sennilega krossfestur í Jerúsalem árið 31 en lærisveinar hans og -meyjar gáfust ekki upp og á aðeins rúmum þrem áratugum voru þau kristnu komin alla leið til Rómar og orðin svo fjölmenn þar að þau voru farin að vekja athygli fyrir „nýja og einkar skaðlega hjátrú“, eins og sagnaritarinn Suetonius komst að orði.

Þau voru samt ekki fjölmennari en svo að Nero taldi sér óhætt að kenna þeim um brunann og draga þannig athyglina frá sjálfum sér. Þau voru nefnilega til sem sökuðu Nero sjálfan um að hafa látið kveikja í svo hann fengi tækifæri til að hefja umfangsmiklar nýjar byggingaframkvæmdir í Rómaborg.

„Hatur hinna kristnu á öllu mannkyni“

Nú lét Nero refsa hinum kristnu fyrir brunann og reyndar líka fyrir „hatur sitt á öllu mannkyni“, eins og sagnaritarinn Tacitus komst nokkrum áratugum síðar að orði í Annálum sínum.

Aftökur þeirra voru hafðar sem háðulegastar. Sumir voru klæddir í skinn og rifnir í tætlur af hundum, aðrir negldir á kross og því næst brenndir til að lýsa upp kvöldhimininn eftir að dimma tók.

Ekki er því hægt að segja að kristið fólk hafi fengið góðar viðtökur í Rómaborg sjálfri.

En kristindómurinn varð þó ekki kveðinn í kútinn og sagnir sem síðan urðu lífseigar í kirkjunni hermdu að meðal þeirra sem létu lífið í þessum fyrstu ofsóknum Rómverja hefði verið enginn annar en Símon Pétur, hinn helsti meðal postulanna tólf sem Jesúa var sagður hafa skipað áður en hann var handtekinn og líflátinn.

Í Postulasögunni segir frá því að Pétur hafi fyrsta kastið eftir dauða Jesúa verið leiðtogi kristins fólks í Jerúsalem og verið heldur andsnúinn hugmyndum fólks á borð við Pál — sem einnig kallaði sig postula — um að boða skyldi hinar nýju hugmyndir og trú víðar en bara meðal Gyðinga.

Pétur var fyrsti páfinn

Það þarf ekki að stangast á við að hann hafi verið kominn til Rómar árið 64 til að boða trú, því í Rómaborg bjó fjöldi Gyðinga og Pétur gæti sem hægast hafa ætlað sér að boða trúna fyrst og fremst meðal þeirra. Í rauninni er ekkert vitað með vissu um örlög Péturs en kirkjufeður ákváðu seinna að telja skyldi Pétur fyrsta biskup kristins fólks í Róm en í því fólst að hann var þannig hinn fyrsti páfi, því opinber embættistitill páfa er einfaldlega biskup í Róm.

Ljóst virðist að þegar í frumkirkjunni hafa menn trúað því að Pétur hafi verið krossfestur fyrir trú sína. Í Jóhannesarguðspjalli — sem var skrifað um það bil á árunu 90-110 — er svolítið einkennilegur eftirmáli (21. kapítuli) þar sem segir frá samskiptum Jesúa og postulanna í Galíleu eftir upprisuna frá dauðum.

Þar segir Jesúa við Pétur: „„Sannlega, sannlega segi ég þér: Þegar þú varst ungur bjóstu þig sjálfur og fórst hvert sem þú vildir en þegar þú ert orðinn gamall munt þú rétta út hendurnar og annar býr þig og leiðir þig þangað sem þú vilt ekki.“ Þetta sagði Jesús til að kynna með hvílíkum dauðdaga Pétur mundi vegsama Guð.“ (19.-20. vers)

Lýsingin á því hvernig Pétur mun „rétta út hendurnar“ þykir gefa til kynna að höfundur Jóhannesarguðspjalls hafi trúað því að Pétur hafi verið krossfestur.

Og þar reis kirkja Péturs

Og þótt höfundurinn segi það ekki berum orðum, þá komst sem sé á sá trú að Pétur hafi verið krossfestur í Róm árið 64 þegar Nero keisari ákvað að kenna kristnum mönnum um brunann mikla í borginni.

Og kirkjunnar menn urðu brátt sammála um hvar Pétur hefði verið krossfestur.

Á völlunum handan Tíberfljóts, séð frá miðborg Rómar.

Þar urðu seinna aðalbækistöðvar kristinnar kirkju í borginni og sjálf dómkirkjan þar sem biskupinn í Róm prédikar sitt guðsorð.

Péturskirkjan.

Þannig var nú það. Eða kannski, að minnsta kosti. Og kannski ég segi á næstunni með óreglulegu millibili sögur af Rómarbiskupum, páfunum, sögur sem hófust með brunanum ægilega og gömlum manni sem var „leiddur þangað sem hann vildi ekki“.

Hérna er svo sagt frá næstu páfum!

„Pétur krossfestur“ eftir Caravaggio,málað 1601
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
3
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár