Marcus Crassus
Sérlega erfitt er að meta auð manna í fornöld. Kóngar og keisarar gátu til dæmis oftast gengið í fjárhirslur ríkja sinna að vild eins og hér á síðunni má sjá að þeir gerðu, keisararnir Caligula og Nero.
Hitt er ljóst að af athafnamönnum rómverskum komst enginn í hálfkvisti við Marcus Crassus. Hann var svo ríkur að hann er iðulega settur í sæti 7-8 á listum yfir ríkustu menn sögunnar, jafnvel þótt auðjöfrar nútímans séu taldir með.
Crassus var af auðugri yfirstétt. Nokkru fyrir miðja fyrstu öld fyrir Krist braust út langvarandi borgarastyrjöld í Róm og þótt upphaflega hafi verið um stéttabaráttu að ræða umhverfðust átökin fljótt í valdabaráttu voldugra herstjóra, þá má segja að framan af hafi verið um stéttabaráttu að ræða.
Crassus var einn af helstu lautinöntum Corneliusar Sulla sem náði völdum laust fyrir árið 80 fyrir Krist og hófst síðan handa við að raka að sér …
Athugasemdir