Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Bruðl ríku kallanna í Róm

Á tím­um Róm­verja voru það sér­vitr­ing­ar ein­ir sem töldu að nægju­semi og hóf­semd væru eft­ir­sókn­ar­verð­ir eig­in­leik­ar. Hér seg­ir af rík­asta at­hafna­manni Róma­veld­is og tveim­ur keis­ur­um sem gengu í fjár­hirsl­ur rík­is­ins eins og þær væru budd­an þeirra sjálfra.

Bruðl ríku kallanna í Róm
Rósaveisla í keisarahöllinni í Róm Málverk eftir Lawrence Alma-Tadema. Myndin á reyndar að sýna bruðlið við hirð keisarans Elagabalusar en hann dró markvisst dám af Caligula og Nero í eyðslusemi og bruðli.

Marcus Crassus

Sérlega erfitt er að meta auð manna í fornöld. Kóngar og keisarar gátu til dæmis oftast gengið í fjárhirslur ríkja sinna að vild eins og hér á síðunni má sjá að þeir gerðu, keisararnir Caligula og Nero.

Hitt er ljóst að af athafnamönnum rómverskum komst enginn í hálfkvisti við Marcus Crassus. Hann var svo ríkur að hann er iðulega settur í sæti 7-8 á listum yfir ríkustu menn sögunnar, jafnvel þótt auðjöfrar nútímans séu taldir með.

Crassus var af auðugri yfirstétt. Nokkru fyrir miðja fyrstu öld fyrir Krist braust út langvarandi borgarastyrjöld í Róm og þótt upphaflega hafi verið um stéttabaráttu að ræða umhverfðust átökin fljótt í valdabaráttu voldugra herstjóra, þá má segja að framan af hafi verið um stéttabaráttu að ræða.

Crassus var einn af helstu lautinöntum Corneliusar Sulla sem náði völdum laust fyrir árið 80 fyrir Krist og hófst síðan handa við að raka að sér …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár