Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Paul McCartney og krakkarnir hans

Paul McCartney og krakkarnir hans
Mary, Paul og Stella

Góður hluti af heimsbyggðinni fagnar nú áttræðisafmæli Pauls McCartneys sem einu sinni var ímynd æskuljómans en er nú jafn öflug ímynd virðulegrar og fallegrar elli.

Hér lítum við á börnin hans fimm.

Paul gekk í hjónaband með Lindu Eastman árið 1969.

Paul og Heather McCartney, kjör

Linda átti þá sex ára gamla dóttur af fyrra hjónabandi sem Heather hét og Paul gekk henni í föðurstað, þótt hún hafi ævinlega haldið sambandi við líffræðilegan föður sinn líka.

Heather verður sextug í árslok. Hún hefur fengist við ýmislegt um dagana og til dæmis búið til línu af heimilisvörum allskonar úr keramíki.

Mary McCartney

Heather býr í Bandaríkjunum og lætur sig dýravernd miklu varða.

Mary fæddist 1969.

Hún hefur fengist við ljósmyndun, vegan matargerð og gefið út vegan matreiðslubækur. Mary er tvígift og átti tvo syni með hvorum eiginmanni.

Þessir dóttursynir Pauls heita Arthur, Elliott, Sam og Sid.

Arthur sagnfræðingur

Af þeim er það að segja að Arthur útskrifaðist með gráðu í sagnfræði frá Yale-háskóla í fyrra.

Stella fæddist 1971. Hún hefur getið sér heilmikið orð sem fatahönnuður og þykir með þeim betri sem Bretar eiga þessa áratugina. Eins og systkini hennar er hún vegan og mikill dýraverndarsinni og notar engar dýraafurðir í föt sín.

Stella er gift og á fjögur börn sem birtust með móður sinni á forsíðu Vogue 2019.

Miller, Beckett, Bailey og Reiley heita börnin hennar Stellu.

James og Paul McCartney

James McCartney er einkasonur Pauls, fæddur 1977.

Hann hefur fengist heilmikið við tónlist, spilað í hljómsveitum og gefið út fáeinar plötur og virðist ekkert sýta að vitaskuld stendur hann þar í stórum skugga föður síns.

Hér á hlekkur á Youtube-myndband þar sem hann flytur lag með félögum sínum

Linda kona Pauls lést úr krabbameini 1998.

Árið 2002 gekk hann að eiga fyrirsætuna Heather Mills sem var á aldur við dætur hans. Ekki lukkaðist það hjónaband vel og þau Paul skildu með látum árið 2008.

Beatrice

Þau höfðu hins vegar eignast eina dóttur, Beatrice, árið 2003.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞAÐ ER ALVEG KJORIÐ OG UPP MEÐ FJORIÐ! JE!! JE! JE! JE! JEE! UH! HU ! HU!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár