Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Paul McCartney og krakkarnir hans

Paul McCartney og krakkarnir hans
Mary, Paul og Stella

Góður hluti af heimsbyggðinni fagnar nú áttræðisafmæli Pauls McCartneys sem einu sinni var ímynd æskuljómans en er nú jafn öflug ímynd virðulegrar og fallegrar elli.

Hér lítum við á börnin hans fimm.

Paul gekk í hjónaband með Lindu Eastman árið 1969.

Paul og Heather McCartney, kjör

Linda átti þá sex ára gamla dóttur af fyrra hjónabandi sem Heather hét og Paul gekk henni í föðurstað, þótt hún hafi ævinlega haldið sambandi við líffræðilegan föður sinn líka.

Heather verður sextug í árslok. Hún hefur fengist við ýmislegt um dagana og til dæmis búið til línu af heimilisvörum allskonar úr keramíki.

Mary McCartney

Heather býr í Bandaríkjunum og lætur sig dýravernd miklu varða.

Mary fæddist 1969.

Hún hefur fengist við ljósmyndun, vegan matargerð og gefið út vegan matreiðslubækur. Mary er tvígift og átti tvo syni með hvorum eiginmanni.

Þessir dóttursynir Pauls heita Arthur, Elliott, Sam og Sid.

Arthur sagnfræðingur

Af þeim er það að segja að Arthur útskrifaðist með gráðu í sagnfræði frá Yale-háskóla í fyrra.

Stella fæddist 1971. Hún hefur getið sér heilmikið orð sem fatahönnuður og þykir með þeim betri sem Bretar eiga þessa áratugina. Eins og systkini hennar er hún vegan og mikill dýraverndarsinni og notar engar dýraafurðir í föt sín.

Stella er gift og á fjögur börn sem birtust með móður sinni á forsíðu Vogue 2019.

Miller, Beckett, Bailey og Reiley heita börnin hennar Stellu.

James og Paul McCartney

James McCartney er einkasonur Pauls, fæddur 1977.

Hann hefur fengist heilmikið við tónlist, spilað í hljómsveitum og gefið út fáeinar plötur og virðist ekkert sýta að vitaskuld stendur hann þar í stórum skugga föður síns.

Hér á hlekkur á Youtube-myndband þar sem hann flytur lag með félögum sínum

Linda kona Pauls lést úr krabbameini 1998.

Árið 2002 gekk hann að eiga fyrirsætuna Heather Mills sem var á aldur við dætur hans. Ekki lukkaðist það hjónaband vel og þau Paul skildu með látum árið 2008.

Beatrice

Þau höfðu hins vegar eignast eina dóttur, Beatrice, árið 2003.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞAÐ ER ALVEG KJORIÐ OG UPP MEÐ FJORIÐ! JE!! JE! JE! JE! JEE! UH! HU ! HU!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár