Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Paul McCartney og krakkarnir hans

Paul McCartney og krakkarnir hans
Mary, Paul og Stella

Góður hluti af heimsbyggðinni fagnar nú áttræðisafmæli Pauls McCartneys sem einu sinni var ímynd æskuljómans en er nú jafn öflug ímynd virðulegrar og fallegrar elli.

Hér lítum við á börnin hans fimm.

Paul gekk í hjónaband með Lindu Eastman árið 1969.

Paul og Heather McCartney, kjör

Linda átti þá sex ára gamla dóttur af fyrra hjónabandi sem Heather hét og Paul gekk henni í föðurstað, þótt hún hafi ævinlega haldið sambandi við líffræðilegan föður sinn líka.

Heather verður sextug í árslok. Hún hefur fengist við ýmislegt um dagana og til dæmis búið til línu af heimilisvörum allskonar úr keramíki.

Mary McCartney

Heather býr í Bandaríkjunum og lætur sig dýravernd miklu varða.

Mary fæddist 1969.

Hún hefur fengist við ljósmyndun, vegan matargerð og gefið út vegan matreiðslubækur. Mary er tvígift og átti tvo syni með hvorum eiginmanni.

Þessir dóttursynir Pauls heita Arthur, Elliott, Sam og Sid.

Arthur sagnfræðingur

Af þeim er það að segja að Arthur útskrifaðist með gráðu í sagnfræði frá Yale-háskóla í fyrra.

Stella fæddist 1971. Hún hefur getið sér heilmikið orð sem fatahönnuður og þykir með þeim betri sem Bretar eiga þessa áratugina. Eins og systkini hennar er hún vegan og mikill dýraverndarsinni og notar engar dýraafurðir í föt sín.

Stella er gift og á fjögur börn sem birtust með móður sinni á forsíðu Vogue 2019.

Miller, Beckett, Bailey og Reiley heita börnin hennar Stellu.

James og Paul McCartney

James McCartney er einkasonur Pauls, fæddur 1977.

Hann hefur fengist heilmikið við tónlist, spilað í hljómsveitum og gefið út fáeinar plötur og virðist ekkert sýta að vitaskuld stendur hann þar í stórum skugga föður síns.

Hér á hlekkur á Youtube-myndband þar sem hann flytur lag með félögum sínum

Linda kona Pauls lést úr krabbameini 1998.

Árið 2002 gekk hann að eiga fyrirsætuna Heather Mills sem var á aldur við dætur hans. Ekki lukkaðist það hjónaband vel og þau Paul skildu með látum árið 2008.

Beatrice

Þau höfðu hins vegar eignast eina dóttur, Beatrice, árið 2003.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞAÐ ER ALVEG KJORIÐ OG UPP MEÐ FJORIÐ! JE!! JE! JE! JE! JEE! UH! HU ! HU!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu