Mögulegt framsal á íslenskum einstaklingum til Namibíu var rætt á fundi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og utanríkisráðherra Namibíu, Netumbo Nandi-Ndaitwah, í morgun. Þetta kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við spurningum Stundarinnar. Utanríkisráðherrann nambíski er einnig varaforsætisráðherra Namibíu.
Orðrétt segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svarinu til Stundarinnar: „Í kurteisisheimsókn varaforsætisráðherra Namibíu í morgun ræddi frú Nandi-Ndaitwah meðal annars Samherjamálið sem er til rannsóknar í báðum löndum. Fram kom að samvinna við íslensk rannsóknaryfirvöld hefði verið góð og að ósk um framsal þriggja Íslendinga hefði verið komið á framfæri við hlutaðeigandi íslensk yfirvöld. Ég harmaði þetta mál, eins og ég hef áður gert, og sagði íslenskum stjórnvöldum mikið í mun að það yrði rannsakað til hlítar og leitt til lykta fyrir dómstólum.“
Fundar einnig með Þórdísi og Jóni
Namibíski utanríkisráðherrann er stödd hér á landi í opinberri heimsókn. Nandi-Ndaitwah kom …
Athugasemdir (3)