Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast

Norsk­ur eig­andi lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax á Bílu­dal ætl­ar að kaupa eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði. Fyr­ir vik­ið verða tvö stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tæki Ís­lands í eigu sama norska fyr­ir­tæk­is­ins. Í til­kynn­ingu um samrun­ann kem­ur fram að sam­legðaráhrif í rekstri fyr­ir­tækj­anna ná­ist með þessu. Sam­an­lagt fram­leiða þessi fyr­ir­tæki rúm­an helm­ing af öll­um eld­islaxi í sjó á Ís­landi.

Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast
Einn risi á Vestfjörðum Salmar AS, eigandi Arnarlax, kaupir Norway Royal Salmson, eiganda Arctic Fish. Gustav Witzoe er forstjóri Salmar og Charles Hostlund stýrir Norway Royal Salmon.

Norskur eigandi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal ætlar að kaupa norska fyrirtækið sem á Arctic Fish á Ísafirði. Um er að ræða tvö stærstu laxeldisfyrirtæki Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu og kynningu um samrunann til norsku kauphallarinnar í morgun. Fyrir vikið verður til einn mjög stór aðili í laxeldi á Íslandi en í fréttatilkynningunni er talað um þau verulegu samlegðaráhrif sem fyrirsjáanlegt er að verði í rekstri fyrirtækjanna tveggja hér á landi. Samruninn hefur verið til umræðu um nokkurt skeið en nú liggur hann fyrir. 

„Í sameiningu geta þessir aðilar náð fram verulegum samlegðaráhrifum“

Í tilkynningunni til kauphallarinnar í Noregi segir meðal annars um samlegðaráhrifin á Íslandi:  „Báðir aðilar eru með starfsemi á Vestfjörðum á Íslandi í gegnum fyrirtækin Icelandic Salmon (sem SalMar á) og Arctic Fish (sem NRS á). Í sameiningu geta þessir aðilar náð fram verulegum samlegðaráhrifum í gegnum bættan rekstur á sjó auk verulegrar bætingar í virðiskeðjunni í landi, meðal annars í seiðaeldi, vinnslu og sölu.“

Samanlögð framleiðsla áætluð tæp 27 þúsund tonn

Í kynningunni á samrunanum er rakið hvernig áætluð framleiðsla Arnarlax í ár er 16.000 tonn og framleiðsla Arctic Fish er áætluð 10.600 tonn. Svo segir að möguleg heildarframleiðsla fyrirtækjanna tveggja eftir samneiningu þeirra geti orðið 50 þúsund tonn ef leyfin til framleiðslu, það er að segja kvóti í laxeldi, sem bæði fyrirtækin eiga verður nýttur. 

Framleiddu rúman helming í fyrra

Til að setja stærð þessara tveggja fyrirtækja í samhengi þá voru framleidd 44.504 tonn af eldislaxi í íslenskum sjókvíum í fyrra. Af þessum tonn framleiddi Arnarlax 11.563 tonn og Arctic Fish 11.500 tonn. Um er að ræða rúmlega 53 prósent af allri framleiðslu á eldislaxi í sjókvíum á Íslandi í fyrra. Sé horft til framleiðslunnar á Vestfjörðum þá er um að ræða 87,5 prósent af þeim eldislaxi sem framleiddur var í þeim landshluta í fyrra. 

Rúmur helmingur af framleiðslunni í íslensku laxeldi, miðað við tölur fyrir árið í fyrra, verður því í eigu eins og sama norska aðilans.  

Í tilkynningunni er talað um að eftir samrunann verði heiti félagsins Salmar AS en ekki er tekið fram hvort Arnarlax og Arctic Fish muni renna undir einn hatt og nafn þó samvinna verði milli fyrirtækjanna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Þarf Norðmaðurinn nokkuð að greiða fyrir þetta allt?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Bára Hlín býður heim: Jólahefðir og mínimalismi
3
Viðtal

Bára Hlín býð­ur heim: Jóla­hefð­ir og míni­mal­ismi

Ung hjón festu í hittifyrra kaup á ein­lyftu, stíl­hreinu ein­býl­is­húsi. Þau tóku hús­ið í gegn, breyttu skipu­lag­inu og í dag ræð­ur þar míni­mal­ism­inn ríkj­um. Bára Hlín Vign­is­dótt­ir er út­still­ing­ar­hönn­uð­ur og er bú­in að skreyta svo­lít­ið fyr­ir jól­in. Út­kom­an er stíl­hrein og míni­malísk, eins og hús­ið sjálft. Bára er frá Grinda­vík og henn­ar nán­ustu misstu sum­ir heim­ili sín vegna nátt­úru­ham­fara. Hún er að ná sér eft­ir ham­far­irn­ar, enda áfall fyr­ir þau öll.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár