Fjármálaráðuneytið benti ítrekað á Bankasýslu ríkisins í svörum til fjölmiðla á síðustu vikum þar sem beðið var um upplýsingar um sölu íslenska ríkisins á hlutabréfum þess í Íslandsbanka. Umræðan um söluna á hlutabréfunum, sem Bankasýsla ríkisins sá um, hefur nú leitt til þess að ríkisstjórnin hefur gefið það út að stofnunin verði lögð niður.
„Rétt er því að beina fyrirspurninni til Bankasýslu ríkisins.“
Stundin beindi ítrekuðum spurningum um sölu hlutabréfanna, og eftirlit hins opinbera með henni, til fjármálaráðuneytisins. Meðal spurninga voru þær hvort ráðuneytið hafi fengið upplýsingar um það frá Bankasýslu ríksins á hvaða forsendum þátttakendur í útboðinu voru skilgreindir sem fagfjárfestar en ekki sem almennir fjárfestar, hvort Bankasýslan hafi haft eftirlit með því að þetta hafi verið gert á hlutlægum forsendum hjá þeim fyrirtækjum sem seldu hlutabréfin og eins hvort ráðuneytið hafi kallað eftir upplýsingum um þetta frá þeim …
Athugasemdir