Eftir að hafa verið valinn til að kaupa í Íslandsbanka í sölu á rúmlega 50 milljarða króna hlut ríkisins fyrir tveimur vikum hefur útgerðarfélagið Jakob Valgeir ehf. hagnast um hundrað milljónir króna á kaupunum. Það gerir rúmlega sjö milljónir króna hagnað á hvern dag sem liðinn er frá kaupunum.
Verðmæti hlutar ríkisins í Íslandsbanka sem seldur var eftir lokun markaða 22. mars var 52,7 milljarðar króna. Sá hlutur væri nú hátt í fimm milljörðum króna verðmeiri, eða 58,6 milljarðar króna, miðað við hæsta gengi bréfanna á markaði í dag.
Að kvöldi dags 22. mars fékk félagið Jakob Valgeir ehf. boð um að kaupa fyrir 936 milljónir króna í Íslandsbanka á genginu 117, sem var 4,3% afsláttur frá gengi dagsins á markaði þann daginn, sem var 122, þrátt fyrir að meiri eftirspurn væri en framboð eftir kaupum. Rúmlega …
Athugasemdir (4)