Sjötug kona á Akureyri hefur notað OxyContin og samheitalyf þess við alls kyns langvinnum verkjum í tæp 20 ár. Konan hefur glímt við verki í baki, almenn stoðkerfisvandamál, gigt og fleira um árabil og hefur fengið OxyContin uppáskrifað frá læknum í bænum vegna þessa.
Á tveggja mánaða tímabili í fyrrasumar fékk hún uppáskrifaðar 490 OxyContin-töflur, eða tengd samheitalyf, frá heimilislækninum sínum. Þessi lyf voru utan við svokallaða „lyfjarúllu“ konunnar, það er að segja þau lyf sem konan átti sannarlega að fá við sínum verkjum. Þetta segir dóttir konunnar sem hvorki vill greina frá nafni móður sinnar né sínu eigin.
Stundin fjallar um konuna á Akureyri vegna umfjöllunar blaðsins um ópíóðafaraldurinn sem skekið hefur Bandaríkin, og Ísland líka að vissu leyti, síðastiðin 20 ár. Lyfjafyrirtækið Actavis var annar stærsti seljandi morfínskyldra verkjalyfja á árunum 2006 til 2014 þegar samheitalyfjafyrirtækibyrjuðu að framleiða samheitalyf Oxycontins, morfínlyfs …
Athugasemdir (2)