„Þeir segja ykkur að Úkraína ógni Rússlandi. Það var ekki þannig, er ekki þannig og verður ekki þannig,“ sagði Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar við upphaf innrásar rússneska hersins í Úkraínu.
Zelensky telur sig vera helsta skotmark rússneska innrásarhersins sem nú hefur hafið innreið sína í Kyiv, höfuðborg Úkraínu. Zelensky mætir innrás á þeim forsendum Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta að nasistar séu við völd í Úkraínu, en sjálfur er Zelensky Gyðingur.
Zelensky, sem komst óvænt til valda eftir að hafa verið leikari í sjónvarpsþætti, þar sem hann fór með hlutverk forseta, klæddi sig í morgun úr jakkafötunum í herklæðnað. Allir karlmenn á aldrinum 18 til 60 ára hafa verið kvaddir í herinn. Úkraínsk stjórnvöld beina því til almennra borgara að það sé auðvelt að búa til bensínsprengjur, svokallaða molotov-kokkteila. En …
https ://off-guardian. org/2022/02/24/timeline-euromaidan-the-original-ukraine-crisis/
Hr. Zelensky hefur síðan algerlega hunsað Minsk - sáttmálann I og II frá 2014 og 2015, en segist samt aldrei hafa viljað ,,efna til átaka." Sem er eflaust rétt. Annars er alls ekkert sem réttlætir ólögmætt árásarstríð Rússaveldis á Úkraínu og undirritaður viðurkennir fúslega að hafa aldrei búist við því að svo færi, datt það bara ekki í hug. Hélt hreinlega að þetta væri enn ein þvælan komandi frá bandarískum leyniþjónustustofnunum (annað eins hefur nú gerst). Það reyndist hins vegar kolrangt og biðst velvirðingar á því. Kv