Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ræða forseta Úkraínu til Rússa: „Við viljum ekki stríð“

Rúss­ar ætla að koll­varpa lýð­ræð­is­lega kjör­inni rík­is­stjórn leik­ar­ans Volodomyrs Zelen­sky. Við upp­haf inn­rás­ar­inn­ar tal­aði hann beint til rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar.

Volodomyr Zelensky Talar til rússnesku þjóðarinnar.

„Þeir segja ykkur að Úkraína ógni Rússlandi. Það var ekki þannig, er ekki þannig og verður ekki þannig,“ sagði Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar við upphaf innrásar rússneska hersins í Úkraínu.

Zelensky telur sig vera helsta skotmark rússneska innrásarhersins sem nú hefur hafið innreið sína í Kyiv, höfuðborg Úkraínu. Zelensky mætir innrás á þeim forsendum Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta að nasistar séu við völd í Úkraínu, en sjálfur er Zelensky Gyðingur. 

ZelenskyGamanleikarinn og leikstjórinn stendur nú frammi fyrir mestu alvöru sem þjóðarleiðtogi getur staðið andspænis.

Zelensky, sem komst óvænt til valda eftir að hafa verið leikari í sjónvarpsþætti, þar sem hann fór með hlutverk forseta, klæddi sig í morgun úr jakkafötunum í herklæðnað. Allir karlmenn á aldrinum 18 til 60 ára hafa verið kvaddir í herinn. Úkraínsk stjórnvöld beina því til almennra borgara að það sé auðvelt að búa til bensínsprengjur, svokallaða molotov-kokkteila. En …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Forseti Úkraníu virðist veruleikafirrtur. Bendi honum á þennan fyrirlestur: https://www.youtube.com/watch?v=JrMiSQAGOS4&t=1s og svo á bréf Alþjóðastofnuninar Friðar 2000 sem honum var sent í síðasta mánuði með tillögum að friðsamlegri lausn. Hvorki hann né Íslenskir ráðamenn sem einnig fengu bréf svöruðu, þeir voru samtaka í stríðsáróðri frá USA með hótunum og efnahagslegu stríði gegn Rússum. Með þeim áróðri var þessi atburðarrás fyrirsjáanleg eins og sagði í bréfi Friðar 2000.
    -1
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Já já, svona rétt eins og þegar ,,siðuð" vesturveldi kollvörpuðu ríkisstjórn hr. Viktor Yanukovych í byrjun árs 2014... af því hann þótti of jákvæður í garð Rússa???

    https ://off-guardian. org/2022/02/24/timeline-euromaidan-the-original-ukraine-crisis/

    Hr. Zelensky hefur síðan algerlega hunsað Minsk - sáttmálann I og II frá 2014 og 2015, en segist samt aldrei hafa viljað ,,efna til átaka." Sem er eflaust rétt. Annars er alls ekkert sem réttlætir ólögmætt árásarstríð Rússaveldis á Úkraínu og undirritaður viðurkennir fúslega að hafa aldrei búist við því að svo færi, datt það bara ekki í hug. Hélt hreinlega að þetta væri enn ein þvælan komandi frá bandarískum leyniþjónustustofnunum (annað eins hefur nú gerst). Það reyndist hins vegar kolrangt og biðst velvirðingar á því. Kv
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Mest lesið

Vegir sem valda banaslysum
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Veg­ir sem valda bana­slys­um

Í Ör­æf­un­um hef­ur auk­in um­ferð haft al­var­leg­ar af­leið­ing­ar í för með sér en inn­við­ir eru ekki í sam­ræmi við mann­fjölda á svæð­inu og bíl­slys eru al­geng. Stefnt er að því að fá sjúkra­bíl á svæð­ið í vet­ur í fyrsta skipti. Ír­is Ragn­ars­dótt­ir Peder­sen og Árni Stefán Haldor­sen í björg­un­ar­sveit­inni Kára segja veg­ina vera vanda­mál­ið. Þau hafa ekki tölu á bana­slys­um sem þau hafa kom­ið að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár