Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ræða forseta Úkraínu til Rússa: „Við viljum ekki stríð“

Rúss­ar ætla að koll­varpa lýð­ræð­is­lega kjör­inni rík­is­stjórn leik­ar­ans Volodomyrs Zelen­sky. Við upp­haf inn­rás­ar­inn­ar tal­aði hann beint til rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar.

Volodomyr Zelensky Talar til rússnesku þjóðarinnar.

„Þeir segja ykkur að Úkraína ógni Rússlandi. Það var ekki þannig, er ekki þannig og verður ekki þannig,“ sagði Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar við upphaf innrásar rússneska hersins í Úkraínu.

Zelensky telur sig vera helsta skotmark rússneska innrásarhersins sem nú hefur hafið innreið sína í Kyiv, höfuðborg Úkraínu. Zelensky mætir innrás á þeim forsendum Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta að nasistar séu við völd í Úkraínu, en sjálfur er Zelensky Gyðingur. 

ZelenskyGamanleikarinn og leikstjórinn stendur nú frammi fyrir mestu alvöru sem þjóðarleiðtogi getur staðið andspænis.

Zelensky, sem komst óvænt til valda eftir að hafa verið leikari í sjónvarpsþætti, þar sem hann fór með hlutverk forseta, klæddi sig í morgun úr jakkafötunum í herklæðnað. Allir karlmenn á aldrinum 18 til 60 ára hafa verið kvaddir í herinn. Úkraínsk stjórnvöld beina því til almennra borgara að það sé auðvelt að búa til bensínsprengjur, svokallaða molotov-kokkteila. En …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Forseti Úkraníu virðist veruleikafirrtur. Bendi honum á þennan fyrirlestur: https://www.youtube.com/watch?v=JrMiSQAGOS4&t=1s og svo á bréf Alþjóðastofnuninar Friðar 2000 sem honum var sent í síðasta mánuði með tillögum að friðsamlegri lausn. Hvorki hann né Íslenskir ráðamenn sem einnig fengu bréf svöruðu, þeir voru samtaka í stríðsáróðri frá USA með hótunum og efnahagslegu stríði gegn Rússum. Með þeim áróðri var þessi atburðarrás fyrirsjáanleg eins og sagði í bréfi Friðar 2000.
    -1
  • Sigurður Þórarinsson skrifaði
    Já já, svona rétt eins og þegar ,,siðuð" vesturveldi kollvörpuðu ríkisstjórn hr. Viktor Yanukovych í byrjun árs 2014... af því hann þótti of jákvæður í garð Rússa???

    https ://off-guardian. org/2022/02/24/timeline-euromaidan-the-original-ukraine-crisis/

    Hr. Zelensky hefur síðan algerlega hunsað Minsk - sáttmálann I og II frá 2014 og 2015, en segist samt aldrei hafa viljað ,,efna til átaka." Sem er eflaust rétt. Annars er alls ekkert sem réttlætir ólögmætt árásarstríð Rússaveldis á Úkraínu og undirritaður viðurkennir fúslega að hafa aldrei búist við því að svo færi, datt það bara ekki í hug. Hélt hreinlega að þetta væri enn ein þvælan komandi frá bandarískum leyniþjónustustofnunum (annað eins hefur nú gerst). Það reyndist hins vegar kolrangt og biðst velvirðingar á því. Kv
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
1
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Lenti í fæðingunni sem hún óttaðist mest
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Lenti í fæð­ing­unni sem hún ótt­að­ist mest

„Það erf­ið­asta var að það var ekki hlustað á mig þeg­ar ég sagði: Það er eitt­hvað óeðli­legt í gangi,“ seg­ir Sigrún Lilja Guð­jóns­dótt­ir, sem gekk í gegn­um mjög erf­iða fæð­ingu með eft­ir­mál­um á borð við lífs­hættu­leg­an blóð­missi, sýk­ingu, að­gerð og fæð­ing­ar­þung­lyndi. Hún kall­ar eft­ir því að bet­ur sé hlustað á kon­ur sem segja frá óeðli­leg­um sárs­auka og að ókeyp­is neyð­ar­þjón­ustu sé kom­ið á fyr­ir þær sem lenda í al­var­legu fæð­ing­ar­þung­lyndi.
Veikindi kvenna afskrifuð: „Hún er bara móðursjúk“
5
ÚttektMóðursýkiskastið

Veik­indi kvenna af­skrif­uð: „Hún er bara móð­ur­sjúk“

Ein var köll­uð fík­ill þeg­ar hún lýsti óbæri­leg­um lík­am­leg­um kvöl­um. Svo var hún sögð með heilsu­kvíða. Önn­ur var sögð ímynd­un­ar­veik. Sú þriðja áhyggjurófa. Dótt­ir henn­ar, sem var með ógreint heila­æxli, fékk sama við­ur­nefni. Sög­ur þess­ara kvenna, kvenna sem hafa mætt skiln­ings­leysi inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins þrátt fyr­ir al­var­leg­an heilsu­brest, eru sagð­ar í nýj­um hlað­varps­þátt­um Heim­ild­ar­inn­ar: Móð­ur­sýkiskast­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár