Innrás Rússa í Úkraínu dregur skýrar línur í alþjóðamálum. Óttast er að þriðju heimsstyrjöldina leiði af átökunum, enda hefur Pútín hótað öllu illu ef komið verður til hjálpar Úkraínu. Önnur sviðsmynd er að nýtt kalt stríð hefjist.
Kínversk yfirvöld standa með Rússum, að því leyti að þau vilja ekki kalla augljósa innrás Rússa innrás. Þau segja stöðuna flókna og kenna Bandaríkjunum um að hafa blásið í glóðir stríðs.
„Varðandi skilgreininguna á innrás, ég held að við ættum að horfa aftur til yfirstandandi ástands í Úkraínu. Úkraínuspurningin hefur flókinn sögulegan bakgrunn sem heldur áfram í dag. Þetta er ekki endilega það sem allir vilja sjá,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðherrans. „Þetta er kannski munurinn á Kína og ykkur vesturlandabúum. Við hröpum ekki að ályktunum,“ sagði hún.
Pútín hitti Xi Jinping
Fyrir þremur vikum hitti Pútín Xi Jinping, því sem næst einráðan forseta Kína, í fyrsta sinn í tvö ár. …
Athugasemdir (1)