Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

KS hættir að selja Teyg og slítur öllu samstarfi við Arnar Grant

Frá­sagn­ir af of­beldi af hálfu Arn­ars Grant ollu því að Kaup­fé­lag Skag­firð­inga ákvað að hætta fram­leiðslu á jurta­pró­tíndrykkn­um Teyg og taka hann strax úr sölu. Arn­ar þró­aði og mark­aðs­setti drykk­inn í sam­starfi við Kaup­fé­lag­ið.

KS hættir að selja Teyg og slítur öllu samstarfi við Arnar Grant
Slíta öllu samstarfi við Arnar Grant Kaupfélag Skagfirðinga hefur slitið öllu samstarfi við Arnar Grant og tekið jurtapróteindrykkinn Teyg úr framleiðslu og sölu.

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur ákveðið að taka jurtapróteindrykkinn Teyg úr sölu, hætta framleiðslu hans og slíta öllu samstarfi við Arnar Grant sem þróaði drykkinn í samstarfi við fyrirtækið ásamt Ívari Guðmundssyni, útvarpsmanni. Er þetta gert eftir að Vítalía Lazareva greindi frá brotum Arnars gegn sér.

„Þetta verður bara tekið úr sölu með öllu. Það tekur nokkra daga, við erum hættir að selja Teyg og hættir að dreifa vörunni, við erum að tæma hillur, við erum búin að loka Facebook-síðunni og Instagram-síðunni fyrir þessa vöru og erum að kúpla okkur algjörlega út úr þessu,“ segir Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga sem framleiðir drykkinn.

Kaupfélag Skagfirðinga á vörumerkið Teyg að fullu en samstarfið við Arnar og Ívar fólst í þróun og markaðssetningu á vörunni. „Nú er bara kominn upp algjör forsendubrestur í því samstarfi og við kærum okkur ekkert um að halda því áfram,“ segir Magnús

„Við erum hættir að selja Teyg og hættir að dreifa vörunni, við erum að tæma hillur“
Magnús Freyr Jónsson
framkvæmdastjóri Mjólkursamlags KS
Búið að loka síðunniÞegar leitað er að Facebook-síðu drykksins Teygs sést að búið er taka síðuna niður. Instagram-síða drykksins er þó enn aðgengileg.

Magnús segir að Kaupfélaginu hafi borist upplýsingar um ásakanir Vítalíu Lazarevu á hendur Arnari strax eftir að hún birti þær á Instagram-síðu sinni síðasta haust. „Við vissum af þessu þarna í október og fylgdumst með. Maður áttaði sig kannski ekki á því hversu alvarlegt málið væri fyrr en í síðustu viku en þegar við sáum umfang málsins þá var sjálfgert að taka þessa ákvörðun.“

Magnús segir að þegar sé byrjað að fjarlægja Teyg úr hillum verslana, þar sem sölumenn fyrirtækisins sjái um að raða sjálfir í hillur muni það ganga fljótt fyrir sig en annars staðar gæti liðið eilítið lengri tími þar til Teygur verði horfinn úr hillum verslana.

Magnús segir að ákvörðunin um að hætta sölu Teygs þýði fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið. Hann vill ekki leggja mat á hversu mikið það tjón verði en það hlaupi á milljónum króna. Að svo komnu máli er ekki búið að taka ákvörðun um hvort Kaupfélag Skagfirðing markaðssetji vöruna undir nýju nafni eða hefji framleiðslu á sambærilegri vöru.

Vítalía Lazareva birti í október á síðast ári færslur á Instagram þar sem hún lýsti brotum Arnars á sér, í félagi við aðra menn. Hún nafngreindi fjóra menn auk Arnars. Annars vegar er um að ræða brot gegn henni sem áttu sér stað í heitum potti í sumarbústaðaferð í desember 2020 þar sem hún segir þrjá menn ásamt Arnari hafa gengið yfir mörk sín. Hinir mennirnir þrír eru Hreggviður Jónsson, Þórður Már Jóhannesson og Ari Edwald. Sá fyrstnefndi vék 6. janúar sem stjórnarformaður Veritas Capital. Sama dag rak stjórn Festis Þórð Má úr stöðu stjórnarformanns og Ari Edwald fór í leyfi frá störfum sem forstjóri Íseyjar útflutnings. Stjórn Íseyjar rak síðan Ara í gær.

Í hinu tilfellinu er um að ræða golferð á síðasta ári. Vítalía ber að þar hafi Arnar ásamt Loga Bergmann fjölmiðlamanni brotið gegn sér. Því hefur Logi neitað. Ekki hefur náðst í Arnar til þessa og ekki náðist í hann við gerð þessarar fréttar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    K S,lætur ekki tengja sig við nei misjamt á þeim bæ er siðferðið ofar öllu,svo við tölum nú ekki um mangildið.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Þessi dúddi hlýtur að vera skaðabótaskyldur við KS…..
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
2
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár