Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

KS hættir að selja Teyg og slítur öllu samstarfi við Arnar Grant

Frá­sagn­ir af of­beldi af hálfu Arn­ars Grant ollu því að Kaup­fé­lag Skag­firð­inga ákvað að hætta fram­leiðslu á jurta­pró­tíndrykkn­um Teyg og taka hann strax úr sölu. Arn­ar þró­aði og mark­aðs­setti drykk­inn í sam­starfi við Kaup­fé­lag­ið.

KS hættir að selja Teyg og slítur öllu samstarfi við Arnar Grant
Slíta öllu samstarfi við Arnar Grant Kaupfélag Skagfirðinga hefur slitið öllu samstarfi við Arnar Grant og tekið jurtapróteindrykkinn Teyg úr framleiðslu og sölu.

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur ákveðið að taka jurtapróteindrykkinn Teyg úr sölu, hætta framleiðslu hans og slíta öllu samstarfi við Arnar Grant sem þróaði drykkinn í samstarfi við fyrirtækið ásamt Ívari Guðmundssyni, útvarpsmanni. Er þetta gert eftir að Vítalía Lazareva greindi frá brotum Arnars gegn sér.

„Þetta verður bara tekið úr sölu með öllu. Það tekur nokkra daga, við erum hættir að selja Teyg og hættir að dreifa vörunni, við erum að tæma hillur, við erum búin að loka Facebook-síðunni og Instagram-síðunni fyrir þessa vöru og erum að kúpla okkur algjörlega út úr þessu,“ segir Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga sem framleiðir drykkinn.

Kaupfélag Skagfirðinga á vörumerkið Teyg að fullu en samstarfið við Arnar og Ívar fólst í þróun og markaðssetningu á vörunni. „Nú er bara kominn upp algjör forsendubrestur í því samstarfi og við kærum okkur ekkert um að halda því áfram,“ segir Magnús

„Við erum hættir að selja Teyg og hættir að dreifa vörunni, við erum að tæma hillur“
Magnús Freyr Jónsson
framkvæmdastjóri Mjólkursamlags KS
Búið að loka síðunniÞegar leitað er að Facebook-síðu drykksins Teygs sést að búið er taka síðuna niður. Instagram-síða drykksins er þó enn aðgengileg.

Magnús segir að Kaupfélaginu hafi borist upplýsingar um ásakanir Vítalíu Lazarevu á hendur Arnari strax eftir að hún birti þær á Instagram-síðu sinni síðasta haust. „Við vissum af þessu þarna í október og fylgdumst með. Maður áttaði sig kannski ekki á því hversu alvarlegt málið væri fyrr en í síðustu viku en þegar við sáum umfang málsins þá var sjálfgert að taka þessa ákvörðun.“

Magnús segir að þegar sé byrjað að fjarlægja Teyg úr hillum verslana, þar sem sölumenn fyrirtækisins sjái um að raða sjálfir í hillur muni það ganga fljótt fyrir sig en annars staðar gæti liðið eilítið lengri tími þar til Teygur verði horfinn úr hillum verslana.

Magnús segir að ákvörðunin um að hætta sölu Teygs þýði fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið. Hann vill ekki leggja mat á hversu mikið það tjón verði en það hlaupi á milljónum króna. Að svo komnu máli er ekki búið að taka ákvörðun um hvort Kaupfélag Skagfirðing markaðssetji vöruna undir nýju nafni eða hefji framleiðslu á sambærilegri vöru.

Vítalía Lazareva birti í október á síðast ári færslur á Instagram þar sem hún lýsti brotum Arnars á sér, í félagi við aðra menn. Hún nafngreindi fjóra menn auk Arnars. Annars vegar er um að ræða brot gegn henni sem áttu sér stað í heitum potti í sumarbústaðaferð í desember 2020 þar sem hún segir þrjá menn ásamt Arnari hafa gengið yfir mörk sín. Hinir mennirnir þrír eru Hreggviður Jónsson, Þórður Már Jóhannesson og Ari Edwald. Sá fyrstnefndi vék 6. janúar sem stjórnarformaður Veritas Capital. Sama dag rak stjórn Festis Þórð Má úr stöðu stjórnarformanns og Ari Edwald fór í leyfi frá störfum sem forstjóri Íseyjar útflutnings. Stjórn Íseyjar rak síðan Ara í gær.

Í hinu tilfellinu er um að ræða golferð á síðasta ári. Vítalía ber að þar hafi Arnar ásamt Loga Bergmann fjölmiðlamanni brotið gegn sér. Því hefur Logi neitað. Ekki hefur náðst í Arnar til þessa og ekki náðist í hann við gerð þessarar fréttar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    K S,lætur ekki tengja sig við nei misjamt á þeim bæ er siðferðið ofar öllu,svo við tölum nú ekki um mangildið.
    0
  • Thorunn Ravn skrifaði
    Þessi dúddi hlýtur að vera skaðabótaskyldur við KS…..
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár