Ákvarðanir um endurákvörðun skatta, fjársektir og mögulega saksókn gegn einstaklingum í skattahluta Samherjamálsins í Namibíu verða teknar samhliða. Skattahluti Samherjamálsins var sendur frá embætti skattrannsóknarstjóra til embættis héraðssaksóknara fyrr á árinu og er nú þar til rannsóknar. Ekki var búið að fullrannsaka þennan hluta málsins hjá embætti skattarannsóknarstjóra jafnvel þó búið væri að taka skýrslur af einhverjum hlutaðeigandi í rannsókn málsins þar. Þetta herma heimildir Stundarinnar.
Ástæðan fyrir því að endurákvörðun skatta, og eða ákvörðun um sektir, í slíkum málum á sér stað samhliða mögulegri saksókn gegn einstaklingum er fordæmisgildi dóms í máli Jóns Ásgeirs Jóhannesar og Tryggva Jónssonar úr Baugsmálinu. Dómurinn féll í Mannréttindadómstól Evrópu árið 2017. Samkvæmt honum braut íslenska ríkið gegn mannréttindum Jóns Ásgeirs og Tryggva með því að dæma þá í skilorðsbundið fangelsi fyrir meint skattalagabrot eftir að þeir höfðu greitt sekt …
Athugasemdir (3)