Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jólatónleikar í algleymingi

Jülevenner Emmsjé Gauta

 Hvar? Háskólabíó

 Hvenær? 22. og 23. desember

 Aðgangseyrir: 4.990–8.990 kr.

 Jülevenner Emmsjé Gauta er sannkölluð jólakeyrsla þar sem hópur skemmtikrafta sameinast. Popptónlist, leikþættir og jólastemning mun ráða ríkjum. Jülevenner Emmsjé Gauta eru meðal annars Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör. Hljómsveit Jülevenner Emmsjé Gauta skipa Magnús Jóhann Ragnarsson, Vignir Rafn Hilmarsson, Matthildur Hafliðadóttir, Rögnvaldur Borgþórsson, Þorvaldur Þór Þorvaldsson, Björn Valur Pálsson og Steingrímur Teague.

„Við náðum ekki að halda Jülevenner í fyrra svo það er tvöföld spenna fyrir gigginu í ár. Það er uppselt á flestar sýningarnar en við erum líka í streymi fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta á svæðið,“ segir Emmsjé Gauti.

Aðventudagatal Ferðafélags Íslands

Hvar? Víða

Hvenær? í desember

Verð: Ókeypis!

Til að heiðra minningu Johns Snorra Sigurjónssonar stendur Ferðafélag Íslands fyrir aðventu- og brosgöngum í desember og frá 1. desember hefur Ferðafélag Íslands birt eina hugmynd að göngu á Facebook-síðu FÍ og Instagram.
Hver ganga / viðburður er farinn á eigin vegum heiman að frá og þátttaka ókeypis. Hver ganga er létt og þægileg fyrir alla aldurshópa og í nærumhverfinu. 
Þátttakendur eru beðnir að taka myndir úr sinni göngu, merkja með #fiaðventa og deila á samfélagsmiðlum.

,,Skammdegið er erfiður tími fyrir marga og mikilvægt að nýta birtuna eins og hægt er, fara út og hreyfa sig og reyna að fá fólk með sér í göngu,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir hjá FÍ.

Emil í Kattholti

Hvar? Borgarleikhúsið

Verð: 5.900 kr.

Fallega fjölskyldusýningin um Emil í Kattholti, þar sem Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstjóri leiðir sannkallað stórskotalið leikara Borgarleikhússins og tónlistarmanna inn í Smálöndin sænsku, var frumsýnd á stóra sviðinu um síðastliðna helgi og ríkti gríðarleg ánægja meðal gesta. Kattholt er heill heimur ævintýra og nú hefur hann lifnað sem aldrei fyrr í söngvum og gleði á stóra sviði Borgarleikhússins.

KK & MUGISON í Fríkirkjunni

Hvar? Fríkirkjan

Hvenær? 15. og 16. desember kl. 10 og 22, fernir tónleikar

Miðaverð: 4.990 kr. 

KK og Mugison munu koma saman fram á tónleikum í Fríkirkjunni en báðir hafa átt stórglæsilega sólóferla ásamt því að hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með söngperlum sem margir þekkja. Þorleifur Gaukur mun koma fram með þeim og spila á slide-gítar og munnhörpu.

„Í Fríkirkjunni ætlum við að spila okkar bestu lög í bland við nokkra lélega brandara sem við höfum verið að semja saman undanfarið,“ segir Mugison.

Guðrún Árný og Egill Rafns  Jólasingalong

Hvar? Bæjarbíó, Hafnarfirði

Hvenær? 16. desember kl. 20.00

Miðaverð: 3.900 kr.

Söngkonan og píanóleikarinn Guðrún Árný og trommuleikarinn Egill Rafns verða með jóla-singalongkvöld í Bæjarbíói 16. desember. Gestir hafa mikið um lagavalið að segja og taka þannig virkan þátt og syngja með.

„Þetta er með því skemmtilegra sem við gerum. Áhorfendur geta beðið um óskalög og við erum alveg óhrædd við að vera með áhættuatriði og telja bara í. Við lofum eðalpartíi þar sem við hvetjum alla til að syngja hástöfum með,“ segir Guðrún Árný.

Hera Björk  Ilmur af jólum í 20 ár

Hvar? Hallgrímskirkja

Hvenær? 20. desember.

Miðaverð: 8.900 kr.

Söngkonan Hera Björk blæs til hátíðar- og afmælistónleikanna ILMUR AF JÓLUM í 20 ÁR í Hallgrímskirkju 20. desember en jólaplata hennar, ILMUR AF JÓLUM, fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir. Ásamt Heru Björk koma fram Páll Óskar, Hjördís Geirs, Ari Ólafs og Þórdís Petra ásamt hljómsveit, strengjakvartettinum LÝRU, kórnum VOX FELIX og félögum úr VóKal.  Saman munu þau, ásamt táknmálstúlkum frá Hraðar hendur, flytja lögin af ILMUR AF JÓLUM I & II í bland við vel valdar jólaperlur. Miðasala á TIX.is.

„Hjá mér er að rætast langþráður draumur um ILMUR AF JÓLUM í Hallgrímskirkju. Og það að fá táknmálstúlkana með í flutninginn mun klárlega lyfta þessu í hæstu hæðir. Ég hlakka því alveg extra mikið til að syngja og spila jólin inn með öllu þessu dásamlega samstarfsfólki. Við stefnum á jólagaldra af bestu sort og hlökkum til að eiga þessa stund með ykkur áhorfendum,“ segir Hera Björk.

Margrét Eir Jólatónleikar

Hvar? Fríkirkjan í Hafnarfirði

Hvenær? 22. desember

Miðaverð: 4.900 krónur

Margrét Eir kemur fram á jólatónleikum í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 22. desember ásamt hljóðfæraleikurunum Daða Birgissyni, Birki Hrafni Birgissyni og Þorgrími Jónssyni. Sérstakur gestur verður Egill Árni Pálsson tenórsöngvari. Þetta verður kvöld til að hverfa frá amstri hversdagsins og ströngum undirbúningi jólanna og njóta fallegrar tónlistar og afslöppunar. „Ég hef haldið þessa tónleika í nokkur ár og mér þykir mjög vænt um stemninguna sem myndast þarna svona rétt fyrir aðfangadag. Leyfa sér að slaka á og njóta,“ segir Margrét Eir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
1
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár