Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er um flest almennt orðað plagg sem opið er fyrir túlkunum. Mikið er fjallað um að stefnur verði mótaðar, samráð verði haft, hvötum verði beitt, haldið verði áfram vinnu að ákveðnum verkefnum, mál verði tekin til skoðunar og markmið verði sett. Helst er það í þeim þáttum sem lúta að loftslagsmálum sem greina má tilgreindar, handfastar aðgerðir.
Fyrri ríkisstjórn sömu flokka taldi sig hafa lokið tæplega þremur fjórðu þeirra aðgerða sem kynntar voru í stjórnarsáttmálanum 2017. Það kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í ágúst síðastliðnum. Þá var því enn fremur haldið fram að flestar þær aðgerðir sem út af stæðu væru komnar vel á veg. Sérstaklega var tiltekið að mat á því hvernig tekist hefði að uppfylla aðgerðir væri byggt á huglægum þáttum.
Dæmi um málefni sem stjórnin hélt fram að aðgerðum væri lokið í voru að styrkja aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi …
Athugasemdir (1)