„Norsk laxeldisfyrirtæki leita stöðugt eftir nýjum stöðum til að stunda laxeldi á. Þau hafa farið lengra norður í Noregi og svo til annarra landa eins og til Síle og Íslands,“ segir Norðmaðurinn Simen Sætre, sem er blaðamaður og annar af höfundum nýrrar bókar um laxeldi sem komin er út í Noregi. Bókin heitir Den Nye Fisken: Om temmingen av laksen och alt det forunderlige som fulgte. Hinn höfundurinn heitir Kjetil Östli og er einnig blaðamaður. „Ísland er nýja bardagasvæðið fyrir laxeldisiðnaðinn,“ segir Simen: „Landið markar nýju landamærin í greininni, það er eitt af löndunum sem iðnaðurinn hefur flutt til, með sama hætti og Síle á sínum tíma.“
Um er að ræða að minnsta kosti aðra af tveimur bókum um laxeldisævintýri Norðmanna sem komið hafa út á liðnum árum. Hin bókin er eftir norsku blaðakonuna Kjersti Sandvik, Under overflaten. …
Athugasemdir (1)