Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Skora á Katrínu að axla ábyrgð og segja af sér

Stjórn­ar­skrár­fé­lag­ið „for­dæm­ir fram­göngu Al­þing­is gagn­vart lýð­ræð­inu“ og vill að Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra axli ábyrgð á því að hafa stað­fest nið­ur­stöð­ur þing­kosn­inga „þrátt fyr­ir al­var­leg brot á kosn­inga­lög­um“.

Skora á Katrínu að axla ábyrgð og segja af sér
Katrín Jakobsdóttir Við kynningu á nýrri ríkisstjórn og stjórnarsáttmála á Kjarvalsstöðum í gær. Mynd: Heiða Helgadóttir

Stjórnarskrárfélagið fordæmir Alþingi og forsætisráðherrann Katrínu Jakobsdóttur fyrir að samþykkja kosninganiðurstöðu þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum. 

Framundan er að kosningaúrslitin og brot á kosningalögum verði kærð til Mannréttindadómstóls Evrópu. Horft er til þess að þingmenn samþykktu sjálfir eigin kjör, þrátt fyrir að fyrir lægi að kosningalög hefðu verið brotin í Norðvesturkjördæmi.

„Ákvörðun Alþingis heggur stórt og varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart sjálfu löggjafarvaldinu, enda óumdeilt að umfangsmikil lögbrot áttu sér stað í talningu og meðferð atkvæða í Norðvesturkjördæmi,“ segir í yfirlýsingunni.

Katrín segi af sér

Stjórnarskrárfélagið skorar á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að brotið hefði verið gegn rétti borgara til frjálsra kosninga, líkt og Sigríður Andersen sagði af sér eftir niðurstöðu um brot hennar á stjórnsýslulögum í Landsréttarmálinu. Minnt er á að ef ný stjórnarskrá hefði verið tekin upp á grundvelli frumvarpi þjóðkjörins stjórnlagaráðs, hefðu þingmenn ekki þurft að taka sjálfir afstöðu til lögmætis eigin kjörs.

„Brot Alþingis gegn lögum og grundvallarforsendum lýðræðisins er enn alvarlegra í ljósi þess að í nær 9 ár hefur þingið hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að tillögur stjórnlagaráðs skuli vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Þar er úreltu fyrirkomulagi um að Alþingi úrskurði um eigin kosningar breytt og séð til þess að úrskurði um lögmæti kosninga megi vísa til dómstóla,“ segir í yfirlýsingu stjórnarskrárfélagsins.

„Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu“
Yfirlýsing Stjórnarskrárfélagsins

„Það að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í bráðum áratug, eykur enn á alvarleika þess að láta sérhagsmuni þingmanna ganga framar landslögum og þeim ríku hagsmunum sem þjóðin hefur af því að geta treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu. Þessi valdtaka þingsins gengur þvert á þá grundvallarreglu að þjóðin sé uppspretta alls opinbers valds.“

Katrín OddsdóttirFormaður Stjórnarskrárfélagsins og fyrrverandi meðlimur í stjórnlagaráði, sem áður hét Stjórnlagaþing, áður en Hæstiréttur úrskurðaði að kosningar til Stjórnlagaþings væru ólöglegar.

Ný ríkisstjórn horfir áfram fram hjá þjóðaratkvæðagreiðslu

Í nýjum stjórnarsáttmála er ekki litið til þess að fylgja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og því haldið opnu hvernig farið verður með stjórnarskrárbreytingar. 

„Ríkisstjórnin mun setja af stað vinnu sérfræðinga um ákvæði stjórnarskrár um Alþingi, kosningar og kjördæmaskipan, dómstóla og eftir atvikum önnur ákvæði, svo sem mannréttindaákvæði. Efnt verður til samstarfs við fræðasamfélagið um umræðu og umfjöllun um stjórnarskrárbreytingar. Framhald vinnu við stjórnarskrárbreytingar verður metið í framhaldinu,“ segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur.

Þá segir að áfram verði haldið „vinnu við endurskoðun kosningalaga samhliða innleiðingu breytinga og nýs fyrirkomulags Landskjörstjórnar.“

„Valdi fylgir ábyrgð,“ segir í yfirlýsingu Stjórnarskrárfélagsins. „Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók á móti 43.423 staðfestum undirskriftum kjósenda þann 20. október 2020 þar sem þess var krafist að úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá árið 2012 yrðu virt. Líkt og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur forsætisráðherra haft þessar undirskriftir að engu. Af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er augljóst að áfram skal haldið á sömu braut og af sömu vanvirðingu við lýðræðislega stjórnarhætti og áður.“

Áður hafði Katrín Jakobsdóttir boðað samráð flokksformanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar og lagt fram frumvarp sem náði ekki lengra en inn í nefnd, líkt og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, gagnrýndi við þingsetningu í síðustu viku.

Yfirlýsing stjórnarskrárfélagsins

Samþykkt einróma á aðalfundi 28. nóvember

Aðalfundur Stjórnarskrárfélagsins skorar á forsætisráðherra að segja af sér. Stjórnarskrárfélagið fordæmir framgöngu Alþingis gagnvart lýðræði í landinu og skorar á forsætisráðherra að taka fulla ábyrð á þeirri afstöðu sinni að greiða atkvæði með því að nýliðnar alþingiskosningar skyldu standa, þrátt fyrir alvarleg brot á kosningalögum.

Í ljósi atburða síðustu daga skorar félagið á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að segja af sér ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að með staðfestingu kosninganna hafi Ísland gerst brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu.

Ákvörðun Alþingis heggur stórt og varanlegt skarð í traust kjósenda gagnvart sjálfu löggjafarvaldinu, enda óumdeilt að umfangsmikil lögbrot áttu sér stað í talningu og meðferð atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Öryggisreglurnar sem brotnar voru eiga að tryggja að almenningur geti treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Brot Alþingis gegn lögum og grundvallarforsendum lýðræðisins er enn alvarlegra í ljósi þess að í nær 9 ár hefur þingið hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um að tillögur stjórnlagaráðs skuli vera grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Þar er úreltu fyrirkomulagi um að Alþingi úrskurði um eigin kosningar breytt og séð til þess að úrskurði um lögmæti kosninga megi vísa til dómstóla.

Það að Alþingi hafi hunsað niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í bráðum áratug, eykur enn á alvarleika þess að láta sérhagsmuni þingmanna ganga framar landslögum og þeim ríku hagsmunum sem þjóðin hefur af því að geta treyst niðurstöðum lýðræðislegra kosninga. Alþingi hefur með öðrum orðum tekið sér vald umfram það sem borgarar þessa lands vilja veita þinginu. Þessi valdtaka þingsins gengur þvert á þá grundvallarreglu að þjóðin sé uppspretta alls opinbers valds.

Valdi fylgir ábyrgð. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, tók á móti 43.423 staðfestum undirskriftum kjósenda þann 20. október 2020 þar sem þess var krafist að úrslit kosninganna um nýja stjórnarskrá árið 2012 yrðu virt. Líkt og úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar hefur forsætisráðherra haft þessar undirskriftir að engu. Af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er augljóst að áfram skal haldið á sömu braut og af sömu vanvirðingu við lýðræðislega stjórnarhætti og áður.

Með því að greiða því atkvæði að niðurstöður kosninga í Norðvesturkjördæmi skuli standa þrátt fyrir alvarlega annmarka og lögbrot hefur Katrín Jakobsdóttir gerst samábyrg meiri hluta þingsins. Þess vegna skorar Stjórnarskrárfélagið á hana að segja tafarlaust af sér embætti ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu að hún hafi með atkvæði sínu tekið þátt í að gera Ísland brotlegt gegn rétti borgara landsins til frjálsra kosninga.

Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu svokallaða. Rétt er að Katrín Jakobsdóttir geri slíkt hið sama ef ákvörðun Alþingis fer í bága við Mannréttindasáttmálann. Æðsta handhafa framkvæmdavaldsins ber að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Samþykkt einróma á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins þann 28. nóvember 2021

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurveig Eysteins skrifaði
    já hún verður að segja af sér ef dómstól ervrópu dæmir hana ....hún er að fara framhjá dómsmálum.... spilltasta lamd í heimi....
    0
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Látið ykkur dreyma.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár