Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Forsetinn gagnrýnir þingmenn vegna stjórnarskrárinnar

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti lýsti von­brigð­um með að þing­mönn­um hefði ekki tek­ist að klára breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hafði lagt áherslu á sátt á þingi, en ekk­ert varð úr um­bót­um á stjórn­ar­skrá.

„Þess í stað réðust örlög stjórnarskrárfrumvarps í einhverju nefndarherbergi hér handan Austurvallar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti í ræðu sinni við upphaf þingsetningar rétt í þessu, nú tæpum tveimur mánuðum eftir alþingiskosningar.

Guðni ávarpaði sérstaklega í ræðu sinni að hann hefði fyrir ári síðan lýst „þeirri von að unnt yrði að taka hófsamar tillögur að breytingu stjórnarskrár til efnislegrar afgreiðslu og leiða umræður til lykta í þessum sal“.

„Svo fór ekki,“ bætti hann við.

„Vonandi gengur betur á þessu kjörtímabili að ræða og ráðast í skynsamlegar umbætur á stjórnarskrá Íslands, rétt eins og henni hefur áður verið breytt í tímans straumi. Má þar sem fyrr horfa til ákveða um umhverfi, auðlindir og íslenska tungu, auk breytinga á þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar,“ sagði Guðni.

Að lokum virtist Guðni vísa til þess að stjórnarskráin gæfi ekki sem besta leiðsögn um hvernig taka bæri á lögmæti kosninga. „Verkefni hér næstu daga benda líka til þess að í fleira megi rýna í þessum efnum.“

Þingmenn munu sjálfir greiða atkvæði um hvort þeir telji kosninguna lögmæta, sömu kosningu og þeir voru sjálfir kjörnir í.

Í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 var samþykkt að leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarsrká. Stjórnarskráin kveður hins vegar á um að Alþingi þurfi að samþykkja stjórnarskrá. Það hefur ekki gengið eftir. Þá var kveðið á um það í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að vinnu með stjórnarskrána yrði haldið áfram á því kjörtímabili sem nú er lokið. Svo fór að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra náði ekki sátt um breytingar á stjórnarskrá og lagði ein flokksformanna fram frumvarp um stjórnarskrárbreytingar í janúar síðastliðnum.

Hún kvaðst þá bjartsýn á að ná fram breytingunum. „Ég vona að umræðan í þinginu verði til þess allavega að leiða fram aukna samstöðu um þessi mál,“ sagði hún í samtali við RÚV. Enn hefur ekki verið kynntur nýr stjórnarsáttmáli og því ekki ljóst hvort þar skapist þingmeirihluti um breytingarnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    þessir trúðar hafa ekkert umboð til eins né neins enda patt úr í skurði . . . ég lýsi þennan gjörning ólögmætann . . .
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Svei þeirri pólitík í stjórnarskrármálinu sem ræður för og lætur stjórnast af öðrum hagsmunum en þjóðarinnar.
    0
  • Íslenska spillingin er sannarlega varin af þingbófum Alþingis.

    Engar breytingar eru leyfðar á gömlu Grtánu af íslensku Mafíunni...lesist útgerðarmafíunni og leppum þeirra í Kerfinu.

    Veljum því sjálfstæðisflokkinn XD ...spillingin er góð.
    0
  • ÁHG
    Árni Hafþór Guðnýjarson skrifaði
    Er kall greyið örlítið að hysja uppum sig buxurnar, hélt kanski að hann væri að hjálpa fjölþreifna bílstjóranum að bóna bíllin.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
5
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár