Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi útgerðarinnar Brim, er sá einstaklingur sem hefur yfirráð yfir stærstum hluta kvóta á Íslandi. Í gegnum flókið eignarhald á Útgerðarfélagi Reykjavíkur og Brim, tveggja af stærstu útgerðarfélögum landsins, fer hann með forræði yfir 7,77 prósent alls kvóta á landinu. Það er margfalt það sem næstu einstaklingar á lista yfir kvótahæsta fólk landsins hefur yfir að ráða, sem eru Samherjaerfingjarnir Katla og Baldvin Þorsteinsbörn.
Þegar Guðmundur svarar í síma hefur hann samtalið á að óska eftir upplýsingum um menntun blaðamannsins, spyr hvernig fólk fái vinnu sem blaðamenn og hvort þeir þurfi ekki að vera löggiltir blaðamenn, líkt og skipstjórar, læknar eða lögfræðingar. Þegar honum er sagt að nú sé komið að honum að svara spurningum grípur hann orðið: „Bíddu, bíddu, bíddu. Þá kemur ein spurning í viðbót: Ertu undir eið blaðamanns? Agnes Bragadóttir var mikil vinkona mín. Ég reifst oft við hana fyrir 20 til 30 árum síðan …
er gaman að vera í útgerð“
Það er alltaf gaman að vera á ofurlaunum - sama hvað fengist er við.