Talsmenn Róberts Wessman fjárfestis hafa verið tvísaga um eignarhaldið á lyfjaverksmiðju Alvotech í Vatnsmýrinni sem fjárfestirinn á í gegnum íslensk, sænsk og lúxemborgísk eignarhaldsfélög auk sjóðs í skattaskjólinu Jersey.
Nú segir núverandi upplýsingafulltrúi fjárfestingarfélags hans á Íslandi að alltaf hafi staðið til að félag í eigu Róberts Wessman myndi eiga húsið. Árið 2014 sagði þáverandi upplýsingafulltrúi Róberts að eignarhald hans á húsinu væri ,,tímabundin ráðstöfun” .
Alvotech tapar en fasteignafélagið græðir
Núverandi eigandi hússins er Fasteignafélagið Sæmundur ehf. og gerir það félag ekkert annað en að eiga og leigja út lyfjaverksmiðjuna til Alvotech. Þetta félag er í eigu eignarhaldsfélags í Svíþjóð sem sjóður á Jersey á endanlega. Í fyrra greiddi þetta sænska félag 11.3 milljarða króna í arð út úr félaginu og til hluthafanna, sem á endanum er sjóðurinn á Jersey.
Félagið hagnaðist …
Athugasemdir