Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ný kosningastefna Pírata: Útiloka ríkisstjórn án nýrrar stjórnarskrár

Ný kosn­inga­stefna Pírata kveð­ur á um að þeir úti­loka rík­is­stjórn­ar­sam­starf án stuðn­ings við nýju stjórn­arsr­kána. Pírat­ar boða skatta­lækk­an­ir til lengri tíma á neyslu og laun, en að „meng­andi og auð­ug­ir“ borgi meira. Þau boða mikla út­gjalda­aukn­ingu, en að öll út­gjöld rík­is­ins verði end­ur­skoð­uð.

Ný kosningastefna Pírata: Útiloka ríkisstjórn án nýrrar stjórnarskrár
Frambjóðendur Pírata Píratar funduðu um kosningastefnu fyrir rúmum mánuði síðan og kynna kosningastefnu sína í dag. Mynd: piratar.is

Píratar kynntu kosningastefnu sína í dag undir yfirskriftinni „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og boða þar að skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku flokksins sé „ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs“ og „þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum“. 

Í nýrri ítarlegri kosningastefnu Pírata, sem telur yfir 13 þúsund orð og ótilgreindan milljarða króna í útgjaldaaukningu, eru áform um að endurskoða „öll opinber útgjöld“ og uppræta fátækt með „skilyrðislausri grunnframfærslu“. 

Píratar flokka stefnu sína eftir innleiðingartíma í fyrstu skref, á kjörtímabilinu og til framtíðar. Boðuð er skattalækkun til framtíðar, en strax í fyrstu skrefum vilji Píratar „stigvaxandi skattkerfi þar sem lægstu skattar lækka og hæstu skattar hækka“.

Boða „velsældarhagkerfi“

Líkt og vinstri flokkarnir vilja Píratar fjármagna aukin útgjöld með því að skattleggja þá ríku. 

Ólíkt hefðbundinni vinstri stefnu boða þau hins vegar skattalækkanir á laun og neyslu til langs tíma. „Við viljum skattleggja meira af auði og arði en minna af launum og eðlilegri neyslu. Þá verður öll mengun skattlögð í rauntíma.“

Samtímis segjast Píratar ætla að endurskoða öll útgjöld, án þess að það sé útfært nánar í lýsingu á stefnunni. „Við viljum víðtæka endurskoðun á opinberum útgjöldum til að skapa rými til nýrra útgjalda,“ segja þau. 

Eitt af lykilkosningaloforðum Pírata er að persónuafsláttur verði greiddur út til þeirra sem nýta hann ekki, en fram að þessu hefur hann aðeins virkað í þá átt að lækka skatta fólks af launagreiðslum þess. Að auki verði barnabætur ekki lengur tekjutengdar, heldur fylgi þær barninu en „ekki tekjusögu foreldra“. Einnig verði frítekjumark öryrkja hækkað og þeir þar með látnir borga minni skatta af aukatekjum sem þeir vinna sér inn.

Hvað varðar aðrar fjármögnunarleiðir til að tryggja skilyrðislausa lágmarksframfærslu og skattalækkanir, er ekki að sjá tæmandi eða útreiknaða útlistun í stefnu Pírata. Þeir boða hins vegar almennt að „mengandi og auðugir bera byrðarnar“. 

Ólíkt vinstri flokkunum, sem boða velferðarsamfélag, boða Píratar „velsældarhagkerfi“. 

Eldri stefnumál Pírata eru áfram í sjávarútvegsstefnunni, meðal annars uppboð á kvóta og að allur afli fari í gegnum innlendan markað.

Hverfa frá Hálendisþjóðgarði

Í síðustu kosningastefnu, árið 2017, lögðu Píratar áherslu á Miðhálendisþjóðgarð, sem á endanum varð hluti af stefnuskrá sitjandi ríkisstjórnar, en náði ekki fram að ganga vegna andstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Þótt ekki sé rætt um hálendisþjóðgarð segjast þeir „vilja vernd miðhálendisins í lýðræðislegt ferli svo hægt sé að tryggja vernd hálendisins í þágu komandi kynslóða“. 

Græn stefnumál eru áberandi hjá Pírötum að þessu sinni. Árið 2017 vildu þau rafbílavæðingu, en nú er áhersla á „grænvæðingu atvinnulífsins“ og langtímastefna fyrir „vistvæna og kolefnishlutlausa matvælaframleiðslu“, „auk þess að girða fyrir sjálfseftirlit mengandi fyrirtækja“, svo og hringrásarhagkerfi og aðgerðir gegn mengun hafsins, auk annars.

Þjóðaratkvæði skilyrði

Þá er forsenda viðræðna við Evrópusambandið um aðild sú að fyrirfram verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla, en ekki eftir á, eins og var gert í vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á sínum tíma.

Skilyrði um nýju stjórnarskrána, sem er úrslitaatriði fyrir stjórnarsamstarfi, byggir á málefnavinnu frá því í júlí. „Píratar munu einungis taka þátt í myndun ríkisstjórnar sem skuldbindur sig til þess að kjósa um nýju stjórnarskrána á næsta kjörtímabili,“ segir í kosningastefnunni.

Ekki sami samhljómur með VG

Á sama tíma og Píratar setju nýju stjórnarskrána sem skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi hafa Vinstri græn horfið frá fyrirætlunum um að taka upp nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs. VG stefni árið 2017 að því að „ljúka vinnu“ við að klára „nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs“. Í stjórnmálaályktun nýafstaðins landsfundar var breytt stefna gagnvart stjórnarskránni, þar sem áherslan var á endurskoðun hennar í þrepum. „Halda þarf áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar. Löngu er tímabært að ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis en einnig þarf að ráðast í tímabærar breytingar á öðrum köflum.“

Því gæti þetta stefnumál Pírata sett ríkisstjórnarmyndun samkvæmt Reykjavíkurmódelinu, með Vinstri grænum, Samfylkingu og Viðreisn, í uppnám fremur en að virka til sameiningar.

Leggja niður Útlendingastofnun

Meðal annarra stefnumála eru „færri próf og minni páfagaukalærdómur“ í skólum, launahækkanir kennara og að breyta námslánum í styrki í vaxandi mæli. Þá vilja Píratar „leggja niður Útlendingastofnun í núverandi mynd og fela verkefni stofnunarinnar öðrum embættum, svo sem Þjóðskrá og sýslumönnum“ til þess að leggja áherslu á hraðari, einfaldari og notendavænni meðferð umsókna um dvalarleyfi og ríkisborgararétt.

Kosningastefna Pírata 2021 inniheldur önnur klassísk stefnumál flokksins, svo sem aukið gagnsæi, sjálfvirknivæðingu, áherslu á stuðning við nýsköpun og styrking eftirlitsstofnana.

Á endanum segjast Píratar ætla að „skapa rými til nýrra útgjalda án þess að hækka þurfi heildarskatta eða að ríkisútgjöld vaxi óstjórnlega“ með því að „kafa ofan í  opinber útgjöld og varpa ljósi á það hvort vel sé farið með peninga almennings“. Ekki er því ljóst hvað kæmi út úr slíkri endurskoðun og hvar eða hvernig næðist að hagræða á móti í þjónustu og útgjöldum ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár