Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ný kosningastefna Pírata: Útiloka ríkisstjórn án nýrrar stjórnarskrár

Ný kosn­inga­stefna Pírata kveð­ur á um að þeir úti­loka rík­is­stjórn­ar­sam­starf án stuðn­ings við nýju stjórn­arsr­kána. Pírat­ar boða skatta­lækk­an­ir til lengri tíma á neyslu og laun, en að „meng­andi og auð­ug­ir“ borgi meira. Þau boða mikla út­gjalda­aukn­ingu, en að öll út­gjöld rík­is­ins verði end­ur­skoð­uð.

Ný kosningastefna Pírata: Útiloka ríkisstjórn án nýrrar stjórnarskrár
Frambjóðendur Pírata Píratar funduðu um kosningastefnu fyrir rúmum mánuði síðan og kynna kosningastefnu sína í dag. Mynd: piratar.is

Píratar kynntu kosningastefnu sína í dag undir yfirskriftinni „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og boða þar að skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku flokksins sé „ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs“ og „þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum“. 

Í nýrri ítarlegri kosningastefnu Pírata, sem telur yfir 13 þúsund orð og ótilgreindan milljarða króna í útgjaldaaukningu, eru áform um að endurskoða „öll opinber útgjöld“ og uppræta fátækt með „skilyrðislausri grunnframfærslu“. 

Píratar flokka stefnu sína eftir innleiðingartíma í fyrstu skref, á kjörtímabilinu og til framtíðar. Boðuð er skattalækkun til framtíðar, en strax í fyrstu skrefum vilji Píratar „stigvaxandi skattkerfi þar sem lægstu skattar lækka og hæstu skattar hækka“.

Boða „velsældarhagkerfi“

Líkt og vinstri flokkarnir vilja Píratar fjármagna aukin útgjöld með því að skattleggja þá ríku. 

Ólíkt hefðbundinni vinstri stefnu boða þau hins vegar skattalækkanir á laun og neyslu til langs tíma. „Við viljum skattleggja meira af auði og arði en minna af launum og eðlilegri neyslu. Þá verður öll mengun skattlögð í rauntíma.“

Samtímis segjast Píratar ætla að endurskoða öll útgjöld, án þess að það sé útfært nánar í lýsingu á stefnunni. „Við viljum víðtæka endurskoðun á opinberum útgjöldum til að skapa rými til nýrra útgjalda,“ segja þau. 

Eitt af lykilkosningaloforðum Pírata er að persónuafsláttur verði greiddur út til þeirra sem nýta hann ekki, en fram að þessu hefur hann aðeins virkað í þá átt að lækka skatta fólks af launagreiðslum þess. Að auki verði barnabætur ekki lengur tekjutengdar, heldur fylgi þær barninu en „ekki tekjusögu foreldra“. Einnig verði frítekjumark öryrkja hækkað og þeir þar með látnir borga minni skatta af aukatekjum sem þeir vinna sér inn.

Hvað varðar aðrar fjármögnunarleiðir til að tryggja skilyrðislausa lágmarksframfærslu og skattalækkanir, er ekki að sjá tæmandi eða útreiknaða útlistun í stefnu Pírata. Þeir boða hins vegar almennt að „mengandi og auðugir bera byrðarnar“. 

Ólíkt vinstri flokkunum, sem boða velferðarsamfélag, boða Píratar „velsældarhagkerfi“. 

Eldri stefnumál Pírata eru áfram í sjávarútvegsstefnunni, meðal annars uppboð á kvóta og að allur afli fari í gegnum innlendan markað.

Hverfa frá Hálendisþjóðgarði

Í síðustu kosningastefnu, árið 2017, lögðu Píratar áherslu á Miðhálendisþjóðgarð, sem á endanum varð hluti af stefnuskrá sitjandi ríkisstjórnar, en náði ekki fram að ganga vegna andstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Þótt ekki sé rætt um hálendisþjóðgarð segjast þeir „vilja vernd miðhálendisins í lýðræðislegt ferli svo hægt sé að tryggja vernd hálendisins í þágu komandi kynslóða“. 

Græn stefnumál eru áberandi hjá Pírötum að þessu sinni. Árið 2017 vildu þau rafbílavæðingu, en nú er áhersla á „grænvæðingu atvinnulífsins“ og langtímastefna fyrir „vistvæna og kolefnishlutlausa matvælaframleiðslu“, „auk þess að girða fyrir sjálfseftirlit mengandi fyrirtækja“, svo og hringrásarhagkerfi og aðgerðir gegn mengun hafsins, auk annars.

Þjóðaratkvæði skilyrði

Þá er forsenda viðræðna við Evrópusambandið um aðild sú að fyrirfram verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla, en ekki eftir á, eins og var gert í vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á sínum tíma.

Skilyrði um nýju stjórnarskrána, sem er úrslitaatriði fyrir stjórnarsamstarfi, byggir á málefnavinnu frá því í júlí. „Píratar munu einungis taka þátt í myndun ríkisstjórnar sem skuldbindur sig til þess að kjósa um nýju stjórnarskrána á næsta kjörtímabili,“ segir í kosningastefnunni.

Ekki sami samhljómur með VG

Á sama tíma og Píratar setju nýju stjórnarskrána sem skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi hafa Vinstri græn horfið frá fyrirætlunum um að taka upp nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs. VG stefni árið 2017 að því að „ljúka vinnu“ við að klára „nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs“. Í stjórnmálaályktun nýafstaðins landsfundar var breytt stefna gagnvart stjórnarskránni, þar sem áherslan var á endurskoðun hennar í þrepum. „Halda þarf áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar. Löngu er tímabært að ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis en einnig þarf að ráðast í tímabærar breytingar á öðrum köflum.“

Því gæti þetta stefnumál Pírata sett ríkisstjórnarmyndun samkvæmt Reykjavíkurmódelinu, með Vinstri grænum, Samfylkingu og Viðreisn, í uppnám fremur en að virka til sameiningar.

Leggja niður Útlendingastofnun

Meðal annarra stefnumála eru „færri próf og minni páfagaukalærdómur“ í skólum, launahækkanir kennara og að breyta námslánum í styrki í vaxandi mæli. Þá vilja Píratar „leggja niður Útlendingastofnun í núverandi mynd og fela verkefni stofnunarinnar öðrum embættum, svo sem Þjóðskrá og sýslumönnum“ til þess að leggja áherslu á hraðari, einfaldari og notendavænni meðferð umsókna um dvalarleyfi og ríkisborgararétt.

Kosningastefna Pírata 2021 inniheldur önnur klassísk stefnumál flokksins, svo sem aukið gagnsæi, sjálfvirknivæðingu, áherslu á stuðning við nýsköpun og styrking eftirlitsstofnana.

Á endanum segjast Píratar ætla að „skapa rými til nýrra útgjalda án þess að hækka þurfi heildarskatta eða að ríkisútgjöld vaxi óstjórnlega“ með því að „kafa ofan í  opinber útgjöld og varpa ljósi á það hvort vel sé farið með peninga almennings“. Ekki er því ljóst hvað kæmi út úr slíkri endurskoðun og hvar eða hvernig næðist að hagræða á móti í þjónustu og útgjöldum ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár