Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ný kosningastefna Pírata: Útiloka ríkisstjórn án nýrrar stjórnarskrár

Ný kosn­inga­stefna Pírata kveð­ur á um að þeir úti­loka rík­is­stjórn­ar­sam­starf án stuðn­ings við nýju stjórn­arsr­kána. Pírat­ar boða skatta­lækk­an­ir til lengri tíma á neyslu og laun, en að „meng­andi og auð­ug­ir“ borgi meira. Þau boða mikla út­gjalda­aukn­ingu, en að öll út­gjöld rík­is­ins verði end­ur­skoð­uð.

Ný kosningastefna Pírata: Útiloka ríkisstjórn án nýrrar stjórnarskrár
Frambjóðendur Pírata Píratar funduðu um kosningastefnu fyrir rúmum mánuði síðan og kynna kosningastefnu sína í dag. Mynd: piratar.is

Píratar kynntu kosningastefnu sína í dag undir yfirskriftinni „Lýðræði - ekkert kjaftæði“ og boða þar að skilyrði fyrir ríkisstjórnarþátttöku flokksins sé „ný stjórnarskrá á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs“ og „þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða þarnæstu kosningum“. 

Í nýrri ítarlegri kosningastefnu Pírata, sem telur yfir 13 þúsund orð og ótilgreindan milljarða króna í útgjaldaaukningu, eru áform um að endurskoða „öll opinber útgjöld“ og uppræta fátækt með „skilyrðislausri grunnframfærslu“. 

Píratar flokka stefnu sína eftir innleiðingartíma í fyrstu skref, á kjörtímabilinu og til framtíðar. Boðuð er skattalækkun til framtíðar, en strax í fyrstu skrefum vilji Píratar „stigvaxandi skattkerfi þar sem lægstu skattar lækka og hæstu skattar hækka“.

Boða „velsældarhagkerfi“

Líkt og vinstri flokkarnir vilja Píratar fjármagna aukin útgjöld með því að skattleggja þá ríku. 

Ólíkt hefðbundinni vinstri stefnu boða þau hins vegar skattalækkanir á laun og neyslu til langs tíma. „Við viljum skattleggja meira af auði og arði en minna af launum og eðlilegri neyslu. Þá verður öll mengun skattlögð í rauntíma.“

Samtímis segjast Píratar ætla að endurskoða öll útgjöld, án þess að það sé útfært nánar í lýsingu á stefnunni. „Við viljum víðtæka endurskoðun á opinberum útgjöldum til að skapa rými til nýrra útgjalda,“ segja þau. 

Eitt af lykilkosningaloforðum Pírata er að persónuafsláttur verði greiddur út til þeirra sem nýta hann ekki, en fram að þessu hefur hann aðeins virkað í þá átt að lækka skatta fólks af launagreiðslum þess. Að auki verði barnabætur ekki lengur tekjutengdar, heldur fylgi þær barninu en „ekki tekjusögu foreldra“. Einnig verði frítekjumark öryrkja hækkað og þeir þar með látnir borga minni skatta af aukatekjum sem þeir vinna sér inn.

Hvað varðar aðrar fjármögnunarleiðir til að tryggja skilyrðislausa lágmarksframfærslu og skattalækkanir, er ekki að sjá tæmandi eða útreiknaða útlistun í stefnu Pírata. Þeir boða hins vegar almennt að „mengandi og auðugir bera byrðarnar“. 

Ólíkt vinstri flokkunum, sem boða velferðarsamfélag, boða Píratar „velsældarhagkerfi“. 

Eldri stefnumál Pírata eru áfram í sjávarútvegsstefnunni, meðal annars uppboð á kvóta og að allur afli fari í gegnum innlendan markað.

Hverfa frá Hálendisþjóðgarði

Í síðustu kosningastefnu, árið 2017, lögðu Píratar áherslu á Miðhálendisþjóðgarð, sem á endanum varð hluti af stefnuskrá sitjandi ríkisstjórnar, en náði ekki fram að ganga vegna andstöðu innan ríkisstjórnarinnar. Þótt ekki sé rætt um hálendisþjóðgarð segjast þeir „vilja vernd miðhálendisins í lýðræðislegt ferli svo hægt sé að tryggja vernd hálendisins í þágu komandi kynslóða“. 

Græn stefnumál eru áberandi hjá Pírötum að þessu sinni. Árið 2017 vildu þau rafbílavæðingu, en nú er áhersla á „grænvæðingu atvinnulífsins“ og langtímastefna fyrir „vistvæna og kolefnishlutlausa matvælaframleiðslu“, „auk þess að girða fyrir sjálfseftirlit mengandi fyrirtækja“, svo og hringrásarhagkerfi og aðgerðir gegn mengun hafsins, auk annars.

Þjóðaratkvæði skilyrði

Þá er forsenda viðræðna við Evrópusambandið um aðild sú að fyrirfram verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla, en ekki eftir á, eins og var gert í vinstri stjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna á sínum tíma.

Skilyrði um nýju stjórnarskrána, sem er úrslitaatriði fyrir stjórnarsamstarfi, byggir á málefnavinnu frá því í júlí. „Píratar munu einungis taka þátt í myndun ríkisstjórnar sem skuldbindur sig til þess að kjósa um nýju stjórnarskrána á næsta kjörtímabili,“ segir í kosningastefnunni.

Ekki sami samhljómur með VG

Á sama tíma og Píratar setju nýju stjórnarskrána sem skilyrði fyrir ríkisstjórnarsamstarfi hafa Vinstri græn horfið frá fyrirætlunum um að taka upp nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs. VG stefni árið 2017 að því að „ljúka vinnu“ við að klára „nýja stjórnarskrá sem byggir á tillögum Stjórnlagaráðs“. Í stjórnmálaályktun nýafstaðins landsfundar var breytt stefna gagnvart stjórnarskránni, þar sem áherslan var á endurskoðun hennar í þrepum. „Halda þarf áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar. Löngu er tímabært að ný ákvæði um auðlindir í þjóðareign og umhverfis- og náttúruvernd hljóti afgreiðslu Alþingis en einnig þarf að ráðast í tímabærar breytingar á öðrum köflum.“

Því gæti þetta stefnumál Pírata sett ríkisstjórnarmyndun samkvæmt Reykjavíkurmódelinu, með Vinstri grænum, Samfylkingu og Viðreisn, í uppnám fremur en að virka til sameiningar.

Leggja niður Útlendingastofnun

Meðal annarra stefnumála eru „færri próf og minni páfagaukalærdómur“ í skólum, launahækkanir kennara og að breyta námslánum í styrki í vaxandi mæli. Þá vilja Píratar „leggja niður Útlendingastofnun í núverandi mynd og fela verkefni stofnunarinnar öðrum embættum, svo sem Þjóðskrá og sýslumönnum“ til þess að leggja áherslu á hraðari, einfaldari og notendavænni meðferð umsókna um dvalarleyfi og ríkisborgararétt.

Kosningastefna Pírata 2021 inniheldur önnur klassísk stefnumál flokksins, svo sem aukið gagnsæi, sjálfvirknivæðingu, áherslu á stuðning við nýsköpun og styrking eftirlitsstofnana.

Á endanum segjast Píratar ætla að „skapa rými til nýrra útgjalda án þess að hækka þurfi heildarskatta eða að ríkisútgjöld vaxi óstjórnlega“ með því að „kafa ofan í  opinber útgjöld og varpa ljósi á það hvort vel sé farið með peninga almennings“. Ekki er því ljóst hvað kæmi út úr slíkri endurskoðun og hvar eða hvernig næðist að hagræða á móti í þjónustu og útgjöldum ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár