Á undanförnum árum hafa ítrekað komið upp umdeild mál þar sem Útlendingastofnun hefur hafnað fólki sem sækir um að fá hér alþjóðlega vernd. Þær ástæður sem stofnunin hefur gefið hafa oft þótt hunsa fyrirliggjandi reglugerðir og framkvæmdir brottvísana harkalegar og ómannúðlegar.
Guðríður Lára Þrastardóttir er lögfræðingur og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hefur hún á undanförnum árum starfað sem teymisstjóri lögfræðinga Rauða krossins sem sér um Dyflinnar- og verndarmál.
Í þeim tilvikum þegar umsóknir einstaklinga frá ríkjum á borð við Afganistan, Palestínu og Sýrland hljóta hér efnislega meðferð eru þær nær undantekningarlaust samþykktar og fær fólk frá þessum ríkjum í kjölfarið dvalarleyfi og kennitölu.
Hafi fólk frá þessum sömu ríkjum hins vegar áður sótt um, hlotið eða verið synjað um alþjóðlega vernd í öðrum Evrópuríkjum er því hins vegar oftast nær synjað og það sent aftur til annars Evrópuríkis, jafnvel þótt þar bíði þeirra ömurlegar aðstæður eða …
Athugasemdir