Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Flóttafólk verr sett með vernd í Grikklandi

Guðríð­ur Lára Þrast­ar­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur hjá Rauða kross­in­um, seg­ir að Út­lend­inga­stofn­un eigi að hætta brott­flutn­ingi hæl­is­leit­enda til Grikk­lands. Ís­land standi sig nokk­uð vel í mála­flokkn­um, en evr­ópska kerf­ið sé „handónýtt“. Rauði kross­inn hvet­ur fólk til að ger­ast Leið­sögu­vin­ir ný­kom­inna hæl­is­leit­enda.

Flóttafólk verr sett með vernd í Grikklandi
Guðríður Lára Þrastardóttir Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir að hluti verkefna Útlendingastofnunar ætti betur heima hjá sveitarfélögunum þar sem hann snúi að félagsþjónustu. Mynd: Heida Helgadottir

Á undanförnum árum hafa ítrekað komið upp umdeild mál þar sem Útlendingastofnun hefur hafnað fólki sem sækir um að fá hér alþjóðlega vernd. Þær ástæður sem stofnunin hefur gefið hafa oft þótt hunsa fyrirliggjandi reglugerðir og framkvæmdir brottvísana harkalegar og ómannúðlegar.

Guðríður Lára Þrastardóttir er lögfræðingur og talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum. Hefur hún á undanförnum árum starfað sem teymisstjóri lögfræðinga Rauða krossins sem sér um Dyflinnar- og verndarmál. 

Í þeim tilvikum þegar umsóknir einstaklinga frá ríkjum á borð við Afganistan, Palestínu og Sýrland hljóta hér efnislega meðferð eru þær nær undantekningarlaust samþykktar og fær fólk frá þessum ríkjum í kjölfarið dvalarleyfi og kennitölu.

Hafi fólk frá þessum sömu ríkjum hins vegar áður sótt um, hlotið eða verið synjað um alþjóðlega vernd í öðrum Evrópuríkjum er því hins vegar oftast nær synjað og það sent aftur til annars Evrópuríkis, jafnvel þótt þar bíði þeirra ömurlegar aðstæður eða …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár