Síðustu ár hefur landlæknir ítrekað bent á að staða mála á bráðamóttöku Landspítala sé óásættanleg og uppfylli ekki faglegar kröfur. Enn á ný er komin upp alvarleg staða á bráðamóttöku, hjúkrunarfræðinga vantar á 500 vaktir þar í sumar og starfsfólk lýsir viðvarandi álagi svo að fólk hverfi frá störfum eða lendi í kulnun.
Aðspurð að því hvað sé til ráða varðandi þá alvarlegu stöðu sem ríkir nú á bráðamóttöku Landspítalans segir Alma D. Möller landlæknir að það „þýði auðvitað ekkert að gefast upp“. Að hennar mati er vandi bráðamóttökunnar tvíþættur. Annars vegar telur hún að ekki hafi verið haldið nógu vel utan um þá stöðu sem fjölgun aldraðra og hækkun lífaldurs á Íslandi hafi skapað, það sem hún kallar „útskriftarvandi“ Landspítalans. Þar vísar Alma til þess fráflæðisvanda sem hefur skapast vegna þess hve erfitt hefur verið að útskrifa sjúklinga af legudeildum Landspítala, einkum eldra fólk. Af þeim sökum sé skortur …
Athugasemdir