Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gengst við samskiptum við Pál

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra seg­ist hafa ver­ið í sam­skipt­um við Pál Stein­gríms­son, skip­stjóra Sam­herja og einn með­lima „skæru­liða­deild­ar“ fyr­ir­tæk­is­ins. Ráð­herr­ann svar­aði ekki spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um sam­skipt­in þeg­ar greint var frá þeim á þriðju­dag.

Gengst við samskiptum við Pál
Samherji Kristján Þór hefur talsverð tengsl við útgerðarfélagið Samherja og töluðu „skæruliðar“ fyrirtækisins um hann sem sinn mann. Mynd: Davíð Þór

Sjávarútvegsráðherrann Kristján Þór Júlíusson staðfestir í samtali við RÚV að hann hafi átt í samskiptum við Pál Steingrímsson, skipstjóra Samherja. Hann neitar því þó að hafa verið í sambandi við hina svokölluðu „skæruliðadeild“ fyrirtækisins, sem Páll þó tilheyrði.

Stundin greindi frá því á þriðjudag að skæruliðadeildin hafi talað um Kristján Þór sem sinn mann og að Páll hafi leitað hjá honum ráða. 

Stundin og Kjarninn hafa undanfarna viku fjallað um og afhjúpað starfsemi þessarar skæruliðadeildar Samherja, sem samanstóð af Páli, Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa útgerðarinnar, og Örnu McClure, innanhúslögmanni fyrirtækisins.

Þau voru lykilfólk í þeirri áróð­ur­svél sem stjórn­end­ur út­gerð­ar­inn­ar Sam­herja ræstu eft­ir upp­ljóstran­ir um mútu­greiðsl­ur til namib­ískra stjórn­mála­manna.

„Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag“

„Ég hef verið í samskiptum við Pál Steingrímsson sem ég þekki bara frá því að hann var nemandi í Stýrimannaskólanum á Dalvík eins og aðra íbúa í Norðausturkjördæmi. Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag,“ segir Kristján Þór í samtali við RÚV.

Stundin leitaði viðbragða Kristjáns Þórs á þriðjudag, áður en fjallað var um samskipti hans og Páls. Þeim spurningum sem beint var til ráðherrans hefur ekki enn verið svarað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

„Skæruliðar“ Samherja

„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Fréttir

Þor­steinn svar­ar engu um dylgj­ur í af­sök­un­ar­beiðni

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki ætla að svara um efni af­sök­un­ar­beiðni sem fyr­ir­tæki hans birti óund­ir­rit­aða á vef­síðu sinni um helg­ina. Stund­in beindi til hans sömu spurn­ingu og lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafði kraf­ið Lilju Dögg Al­freðs­dótt­ur mennta­mála­ráð­herra svara um nokkr­um vik­um fyrr. Í af­sök­un­ar­beiðn­inni er full­yrt að um­fjöll­un hafi ver­ið „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um“.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár