Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gengst við samskiptum við Pál

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra seg­ist hafa ver­ið í sam­skipt­um við Pál Stein­gríms­son, skip­stjóra Sam­herja og einn með­lima „skæru­liða­deild­ar“ fyr­ir­tæk­is­ins. Ráð­herr­ann svar­aði ekki spurn­ing­um Stund­ar­inn­ar um sam­skipt­in þeg­ar greint var frá þeim á þriðju­dag.

Gengst við samskiptum við Pál
Samherji Kristján Þór hefur talsverð tengsl við útgerðarfélagið Samherja og töluðu „skæruliðar“ fyrirtækisins um hann sem sinn mann. Mynd: Davíð Þór

Sjávarútvegsráðherrann Kristján Þór Júlíusson staðfestir í samtali við RÚV að hann hafi átt í samskiptum við Pál Steingrímsson, skipstjóra Samherja. Hann neitar því þó að hafa verið í sambandi við hina svokölluðu „skæruliðadeild“ fyrirtækisins, sem Páll þó tilheyrði.

Stundin greindi frá því á þriðjudag að skæruliðadeildin hafi talað um Kristján Þór sem sinn mann og að Páll hafi leitað hjá honum ráða. 

Stundin og Kjarninn hafa undanfarna viku fjallað um og afhjúpað starfsemi þessarar skæruliðadeildar Samherja, sem samanstóð af Páli, Þorbirni Þórðarsyni, almannatengslaráðgjafa útgerðarinnar, og Örnu McClure, innanhúslögmanni fyrirtækisins.

Þau voru lykilfólk í þeirri áróð­ur­svél sem stjórn­end­ur út­gerð­ar­inn­ar Sam­herja ræstu eft­ir upp­ljóstran­ir um mútu­greiðsl­ur til namib­ískra stjórn­mála­manna.

„Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag“

„Ég hef verið í samskiptum við Pál Steingrímsson sem ég þekki bara frá því að hann var nemandi í Stýrimannaskólanum á Dalvík eins og aðra íbúa í Norðausturkjördæmi. Ég hef aldrei verið í samskiptum við neina skæruliðadeild og hef ekki hugsað mér að taka upp slíkt verklag,“ segir Kristján Þór í samtali við RÚV.

Stundin leitaði viðbragða Kristjáns Þórs á þriðjudag, áður en fjallað var um samskipti hans og Páls. Þeim spurningum sem beint var til ráðherrans hefur ekki enn verið svarað.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

„Skæruliðar“ Samherja

„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Fréttir

Þor­steinn svar­ar engu um dylgj­ur í af­sök­un­ar­beiðni

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki ætla að svara um efni af­sök­un­ar­beiðni sem fyr­ir­tæki hans birti óund­ir­rit­aða á vef­síðu sinni um helg­ina. Stund­in beindi til hans sömu spurn­ingu og lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafði kraf­ið Lilju Dögg Al­freðs­dótt­ur mennta­mála­ráð­herra svara um nokkr­um vik­um fyrr. Í af­sök­un­ar­beiðn­inni er full­yrt að um­fjöll­un hafi ver­ið „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um“.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár