Vinna við rannsókn á því hvort konur sem vistaðar voru á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, hafi sætt illri meðferð, andlegu eða líkamlegu ofbeldi er komin á fullt skrið. Þegar hafa verið tekin viðtöl við fjölda kvenna en alls voru um 70 manns vistuð á meðferðarheimilinu á því tímabili sem er til rannsóknar, árunum 1997 til 2007.
Tugur kvenna hefur stigið fram í Stundinni og lýst því að þær hafi verið beittar harðræði og ofbeldi á meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu. Bera þær einkum að Ingjaldur Arnþórsson, sem veitti heimilinu forstöðu á nefndum tíma, hafi beitt ofbeldinu. Þá hefur Stundin greint frá því að Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, hafi oftar en einu sinni verið upplýstur um ofbeldið.
Fór að hágráta í viðtalinu
Brynja Skúladóttir er ein kvennanna sem þegar hafa farið í viðtal hjá stofnuninni. „Ég sagði frá í miklum smáatriðum og gat mjög vel lýst því kerfisbundna ofbeldi …
Athugasemdir