„Ísland er ekki spillt land,“ segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjornmálafræði í Háskóla Íslands í fyrirsögn í svargrein sinni í sænska blaðinu Hufudstabladet við skrifum finnsk-íslenska prófessorsins Lars Lundsten um spillingu á Íslandi fyrir skömmu.
„Tveir vinstrisinnaðir akademíkerar sem virðast hafa horn í síðu föðurlands síns.“
Hannes rekur þar af hverju hann er ósammála mati Lars Lundsten um túlkanir hans á íslenskri spillingu. Í grein sinni sakar Hannes Hólmsteinn tvo ónafngreinda íslenska fræðimenn sem eru „vinstriakademíkerar“ að hans sögn um að tala niður Ísland með rannsóknum sínum á spillingu á Íslandi: „Þessir tveir Íslendingar (annar þeirra er samstarfsmaður Lundstens við Háskólann á Akureyri) eru tveir vinstrisinnaðir akademíkerar sem virðast hafa horn í síðu föðurlands síns, og það er engin skynsamleg skýring á stanslausu niðurrifi þeirra í garð Íslands.“
Annar þeirra fræðimanna sem Hannes vísar til án þess að nefna hann er líklega Þorvaldur Gylfason …
Athugasemdir