„Þess er alltaf gætt, í öllum viðskiptum í rekstri Alvogen og Alvotech, að Róbert Wessman hagnist ekki á kostnað félaganna og sérstakar reglur gilda um viðskipti tengdra aðila sem alltaf er fylgt,“ segir upplýsingafulltrúi fjárfestingarsjóðs Róberts Wessman, Aztiq Fund, í svari sínu um viðskipti lyfjafyrirtækjanna við félög í eigu Róberts sem eiga fasteignir og selja vín. Bæði Alvogen og Alvotech, sem Róbert Wessman stofnaði og á stóran hlut í, auk þess sem hann er forstjóri Alvogen og stjórnarformaður Alvotech, eiga í viðskiptum við önnur félög sem eru í eigu Róberts Wessman og spurði Stundin fjárfestinn að því hvort armslengdarsjónarmiða væri gætt í þessum viðskiptum. „Er armslengdarsjónarmiða almennt séð gætt í rekstri Alvogen og Alvotech? Nánar tiltekið: Er þess gætt að hagsmunir og viðskipti Róberts Wessman sjálfs tengist ekki hagsmunum og viðskiptum Alvogen og Alvotech?“ spurði blaðið að.
Meðal þessara viðskipta er leiga Alvotech á um 50 íbúðum í eigu fasteignafélags …
Athugasemdir