Bragi Guðbrandsson, fyrrverandi forstjóri Barnaverndarstofu, beitti sér af hörku í þágu Ingjalds Arnþórssonar, þáverandi forstöðumanns meðferðarheimilisins Laugalands, þegar fjallað var um ásakanir á hendur honum árið 2007. Kvað svo rammt að því að Bragi sagðist ekki myndi tjá sig framar við DV, en blaðið hafði fjallað um málefni Ingjalds og Laugalands. Þá hvatti hann félagsmálaráðherra til að tjá sig ekki um málefni Ingjalds. Bragi hvatti enn fremur til þess að félagsmálaráðuneytið aflaði ekki frekari upplýsinga um ásakanir á hendur Ingjaldi og um málefni Laugalands.
Í ágústmánuði árið 2007 varð mikil umræða um málefni Ingjalds og Laugalands. Upphafið að þeim má mögulega rekja til þess að Haukur Arnþórsson, bróðir Ingjalds, fór að hreyfa við málum sökum þess að hann hafði áhyggjur af framgöngu bróður síns í garð bæði Áslaugar Brynjarsdóttur, eiginkonu hans, en þau hjón voru …
Athugasemdir