Í gögnum frá Barnaverndarstofu er lúta að meðferðarheimilinu Laugalandi, sem áður var rekið í Varpholti, á árabilinu 1997 til 2007, á meðan Ingjaldur Arnþórsson veitti því forstöðu, kemur meðal annars fram að Ingjaldur viðurkenndi að hann hefði rifið í og hrint stúlku sem vistuð var á Laugalandi. Af lýsingum að dæma var það ofbeldi fullkomlega tilefnislaust. Barnaverndarstofa taldi Ingjald hafa gengið „nokkru lengra en tilefni var til“.
Starfsmenn barnaverndarnefnda sveitarfélaganna kvörtuðu þá yfir samskiptum við Ingjald, sem hefði meðal annars haldið því fram við foreldra 14 ára stúlku, sem hann var að hitta í fyrsta sinn, að hún væri að selja sig fyrir fíkniefni.
Átta konur hafa stigið fram í Stundinni og lýst því að Ingjaldur hafi beitt þær andlegu og líkamlegu ofbeldi meðan þær voru vistaðar á Laugalandi og í Varpholti á árunum 1997 til 2007. Ríkisstjórn Íslands samþykkti í síðasta mánuði að rannsaka ætti hvort börn sem vistuð …
Athugasemdir