Óskar Harðarson, framkvæmdastjóri Mikluborgar fasteignasölu, segir ekkert athugavert við kaup Antons Kristins Þórarinssonar á Haukanesi 24 í Garðabæ og þar að auki hafi engar viðvörunarbjöllur kviknað við viðskiptin varðandi peningaþvætti. Engu að síður voru viðskiptin áhættusöm samkvæmt áhættumati Félags fasteignasala og því hefði átt að skoða þau nánar, sem ekki var gert. Lögreglufulltrúi í fjármunabrotadeild lögreglunnar segir stöðuna á fasteignamarkaði minnka hvata fasteignasala til að tilkynna viðskipti með tilliti til mögulegs peningaþvættis.
Eins og Stundin hefur áður fjallað um seldi Anton athafnamanninum Magnúsi Ármanni og eiginkonu hans eign sína, Frjóakur 9 í Garðabæ, en fasteignamat þeirrar eignar hljóðar upp á rúmar 250 milljónir. Óljóst er hvað Magnús greiddi fyrir eignina en ljóst er þó að Anton lánaði Magnúsi við afsal 120 milljónir sem hann átti að greiða rúmum mánuði síðar. Fullyrt er í fjölmiðlum að söluverð hússins hafi verið 360 milljónir króna. …
Athugasemdir