<span>Athafnamaðurinn Anton kortlagður:</span> Hvaðan koma peningarnir?
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.

Íslendingurinn sem situr í varðhaldi í tengslum við morðið í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn, Anton Kristinn Þórarinsson, hefur verið umsvifamikill í fasteignaviðskiptum og komið að stofnun fimm einkahlutafélaga á síðustu árum. Þá hefur Anton komið að sölu, byggingu og kaupum stórra fasteigna meðal annars í gegnum félög sín, félögin hafa þá til dæmis selt Antoni sjálfum fasteign.

Ein þeirra eigna sem Anton hefur fest kaup á er Haukanes 24 á Arnarnesi. Þá eign fjárfesti hann í byrjun árs 2020 og borgaði hann fyrir hana 110 milljónir króna í peningum en reif svo eignina niður og hóf byggingu á nýju húsi. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi við húsið. Við rannsókn lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði varð gerð húsleit í umræddum húsgrunni, en ekki er ljóst hvers var leitað. Daginn eftir leitina var þar steypubíll að störfum.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var Anton yfirheyrður af lögreglu seinni partinn í gær. Í dag …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Morð í Rauðagerði

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir morðið
FréttirMorð í Rauðagerði

Verj­andi í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga fyr­ir og eft­ir morð­ið

Stein­berg­ur Finn­boga­son, fyrr­ver­andi verj­andi Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar sem var færð­ur í gæslu­varð­hald vegna rann­sókn­ar á morði í Rauða­gerði, var sam­kvæmt fjar­skipta­gögn­um lög­reglu í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga í mál­inu fyr­ir og eft­ir að morð­ið var fram­ið. Vegna þessa hef­ur hann ver­ið kvadd­ur til skýrslu­töku í mál­inu og get­ur því ekki sinnt stöðu verj­anda. Stein­berg­ur hef­ur áð­ur ver­ið tal­inn af lög­reglu rjúfa mörk verj­anda og að­ila.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu