Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins

Hér­aðs­dóm­ur mun taka mál Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til efn­is­með­ferð­ar. Mál­flutn­ingi hans um að meint kyn­ferð­is­leg áreitni hans sé ekki refsi­verð sam­kvæmt spænsk­um lög­um er hafn­að.

Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Jón Baldvin Hannibalsson Frávísun í máli ráðherrans fyrrverandi hefur verið felld úr gildi. Mynd: pressphotos.biz

Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, til efnismeðferðar. Landsréttur felldi á föstudag úr gildi frávísunarúrskurð héraðsdóms í málinu.

Jóni Baldvini er gefið að sök að hafa laugardaginn 16. júní 2018 á heimili sínu í Salobreña á Spáni strokið utanklæða rass Carmenar, sem var gestur á heimili hans. Greindi Stundin í upphafi árs 2019 frá framburði hennar og fleiri kvenna um kynferðislega áreitni. Krefur hún Jón Baldvin um eina milljón í miskabætur, en hann krafðist frávísunar og málsvarnalauna úr ríkissjóði.

Héraðsdómur vísaði málinu frá í byrjun árs. Í munnlegum málflutningi hafði Vilhjálmur Vilhjálmsson, verjandi Jóns Baldvins, talið þýðingu á spænskri lagagrein gefa það í skyn að ákvæðið ætti ekki við um þann verknað sem Jón Baldvin er sakaður um. Ekki lægi fyrir „gild yfirlýsing frá þar til bærum spænskum yfirvöldum“ um að háttsemin væri refsiverð samkvæmt spænskum lögum, en refsa skal íslenskum ríkisborgara eftir íslenskum hegningarlögum fyrir verknað framinn erlendis ef brotið er framið á stað sem refsivald annars ríkis nær til að þjóðarétti og var þá jafnframt refsivert eftir lögum þess ríkis. Héraðssaksóknari kærði frávísunarúrskurðinn til Landsréttar.

Þrír dómarar Landsréttar úrskurðuðu í málinu á föstudag og felldu frávísun héraðsdóms úr gildi. „Þótt íslensk þýðing hins spænska lagaákvæðis sem liggur fyrir í málinu sé ekki hnökralaus verður af orðalagi þess ráðið að það taki til kynferðislegrar áreitni í skilningi 1. mgr. 199. gr. almennra hegningarlaga, sem samkvæmt lögskýringargögnum felst meðal annars í hvers konar snertingu á líkama annarrar manneskju sem er andstæð góðum siðum og samskiptaháttum,“ segir í úrskurði Landsréttar.

Málið fer því aftur til héraðsdóms, sem tekur málið til efnismeðferðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

MeToo sögur um Jón Baldvin

Dóttir Þóru: Stolt af því að hafa rofið þögnina
Fréttir

Dótt­ir Þóru: Stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina

„Ég er stolt af því að hafa rof­ið þögn­ina með því að koma dag­bók mömmu á fram­færi sem og bréf­inu sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi henni,“ seg­ir Val­gerð­ur Þor­steins­dótt­ir, dótt­ir Þóru Hreins­dótt­ur en Stund­in fjall­aði um bréf­ið og dag­bók­ina á dög­un­um. Pabbi Val­gerð­ar sem var í sam­búð með Þóru fyr­ir um fjöru­tíu ár­um, eig­in­kona hans og syst­ir Val­gerð­ar segja að frið­helgi einka­lífs Þóru sé rof­in og van­virt.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.
Þegar konur eru stimplaðar geðveikar
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þeg­ar kon­ur eru stimpl­að­ar geð­veik­ar

„Þetta á ekk­ert er­indi við al­menn­ing, frek­ar en geð­veiki dótt­ur minn­ar,“ voru við­brögð Jóns Bald­vins við birt­ingu bréfa sem hann skrif­aði til ungr­ar stúlku í fjöl­skyld­unni. Í til­raun til að varpa at­hygl­inni frá sér benti hann á dótt­ur sína, sem svar­aði fyr­ir sig og var fyr­ir vik­ið dreg­in fyr­ir dóm af föð­ur sín­um. „Ég gat ekki sætt mig við að vera út­mál­uð geð­veik.“

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár