Sjö í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á Beqiri

Lög­regla verst allra frétta af rann­sókn á morði Arm­ando Beqiri í Bú­staða­hverf­inu.

Sjö í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á Beqiri
Armando Beqiri Maðurinn sem skotinn var til bana í Bústaðahverfinu hefði orðið 33 ára þriðjudaginn 16. febrúar.

Sjö karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á morðinu á Armando Beqiri um síðustu helgi.

Beqiri var 32 ára þegar hann var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Bústaðahverfinu, en hann hefði haldið upp á 33 ára afmæli sitt þriðjudaginn 16. febrúar. Fjöldi fólks minntist hans í tilefni dagsins á Facebook-síðu hans. Beqiri lætur eftir sig eiginkonu og barn. Eiga þau von á öðru barni.

Ekki er vitað um tilefni skotárásarinnar á laugardagskvöld. Beqiri var frá Albaníu en hafði búið á Íslandi um árabil. Hann starfaði hjá fyrirtækinu Top Guard við dyravörslu og öryggisgæslu.

Allir mennirnir sem sæta gæsluvarðhaldi eru á fertugsaldri, fyrir utan einn sem er á fimmtugsaldri. Einn þeirra var handtekinn strax í kjölfar árásarinnar og úrskurðaður í gæsluvarðhald á mánudagskvöld og rennur það út í dag. Þrír til viðbótar voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglunnar sama kvöld og í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram á þriðjudag 23. febrúar. Loks voru fjórir handteknir á miðvikudag, en þrír þeirra sæta gæsluvarðhaldi fram á miðvikudag 24. febrúar samkvæmt tilkynningu lögreglu.

Ræða vopnaburð lögreglunnar

Nokkur umræða hefur átt sér stað í vikunni um vopnaburð lögreglunnar í samhengi við skotárásina. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á þriðjudag að vopnareglur lögreglunnar yrðu ræddar og hvort taka ætti þær til endurskoðunar. Þá sagði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í sama þætti á mánudag að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn í að vopnbúast.

Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata, sagði á Alþingi á miðvikudag að aukin vopnavæðing lögreglunnar hefði ekki komið í veg fyrir skotárásina. „Ég vona að lögreglan sé ekki að fara að nota þann sorglega atburð sem lóð á vogarskálar fyrir þeim málflutningi að vopnavæða lögregluna enn frekar,“ sagði hún. „Lögreglan var hvergi nálægt þegar skotárásin átti sér stað svo það myndi skila litlu að nýta árásina í að undirbyggja málflutning um frekari vopnakaup lögreglu.

Benti hún á að lögreglan ætti nú þegar hátt í 800 vopn. „Yfirmenn lögreglunnar telja að á Íslandi séu slakari reglur varðandi valdheimildir lögreglu miðað við samstarfslönd,“ sagði hún. „Það þarf ekki endilega að vera slæmt ef við skoðum málið með réttindi einstaklinga í forgrunni. Lögreglan, eins og önnur stjórnvöld, má aldrei fá óskoraðar valdheimildir til eins eða neins. Þá erum við komin ansi nálægt því að búa í lögregluríki.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Morð í Rauðagerði

Verjandi í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir morðið
FréttirMorð í Rauðagerði

Verj­andi í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga fyr­ir og eft­ir morð­ið

Stein­berg­ur Finn­boga­son, fyrr­ver­andi verj­andi Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar sem var færð­ur í gæslu­varð­hald vegna rann­sókn­ar á morði í Rauða­gerði, var sam­kvæmt fjar­skipta­gögn­um lög­reglu í sam­skipt­um við aðra sak­born­inga í mál­inu fyr­ir og eft­ir að morð­ið var fram­ið. Vegna þessa hef­ur hann ver­ið kvadd­ur til skýrslu­töku í mál­inu og get­ur því ekki sinnt stöðu verj­anda. Stein­berg­ur hef­ur áð­ur ver­ið tal­inn af lög­reglu rjúfa mörk verj­anda og að­ila.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
5
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár