Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Siggi hakkari aftur af stað og kærður fyrir að falsa skjöl

Sig­urð­ur Þórð­ar­son, öðru nafni Siggi hakk­ari, kem­ur nú að sex fé­lög­um og seg­ir lög­mað­ur und­ir­skrift sína hafa ver­ið fals­aða til að sýna fram á 100 millj­óna hluta­fé í tveim­ur fast­eigna­fé­lög­um. Siggi hakk­ari hef­ur ver­ið eitt af lyk­il­vitn­um í rann­sókn FBI á Wiki­Leaks. Við­skipta­fé­lag­ar segj­ast hafa ver­ið blekkt­ir, en að eng­inn hafi hlot­ið skaða af.

Siggi hakkari aftur af stað og kærður fyrir að falsa skjöl
Sigurður Þórðarson Siggi hakkari hefur verið í sviðsljósinu í áratug vegna afbrota, leka sem tengjast Wikileaks og uppljóstranir til FBI. Mynd: Pressphotos/Geirix

Undirskrift lögmanns á gögnum tveggja félaga sem Sigurður Þórðarson stofnaði og átti að staðfesta 100 milljón króna hlutafjárinnborgun er fölsuð. Þetta staðhæfa viðskiptafélagar Sigurðar og lögmaðurinn sem hyggst leggja fram kæru. Sigurður hefur stofnað og keypt fjölda félaga með mismunandi tilgang undanfarin ár og eru sum þeirra skráð með lögheimili í þekktum skrifstofubyggingum án þess að þar sé skrifstofur þeirra að finna. Viðskiptafélagar Sigurðar, sem Stundin ræddi við, segjast hafa verið blekktir og að um mannlegan harmleik sé að ræða. 

Nýtt nafn og ásakanir um fölsun

Sigurður, einnig þekktur sem Siggi hakkari, kom fyrst fram í sviðsljósið vegna tengsla hans við lekamál, deilur við samtökin WikiLeaks og uppljóstranir til bandarísku lögreglunnar FBI í málaferlum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Sigurður hefur síðan þá tvisvar hlotið fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum og einnig tveggja ára dóm fyrir ítrekuð fjársvik þar sem hann þurfti að endurgreiða háar upphæðir. Sigurður hefur frá því …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár