Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Siggi hakkari aftur af stað og kærður fyrir að falsa skjöl

Sig­urð­ur Þórð­ar­son, öðru nafni Siggi hakk­ari, kem­ur nú að sex fé­lög­um og seg­ir lög­mað­ur und­ir­skrift sína hafa ver­ið fals­aða til að sýna fram á 100 millj­óna hluta­fé í tveim­ur fast­eigna­fé­lög­um. Siggi hakk­ari hef­ur ver­ið eitt af lyk­il­vitn­um í rann­sókn FBI á Wiki­Leaks. Við­skipta­fé­lag­ar segj­ast hafa ver­ið blekkt­ir, en að eng­inn hafi hlot­ið skaða af.

Siggi hakkari aftur af stað og kærður fyrir að falsa skjöl
Sigurður Þórðarson Siggi hakkari hefur verið í sviðsljósinu í áratug vegna afbrota, leka sem tengjast Wikileaks og uppljóstranir til FBI. Mynd: Pressphotos/Geirix

Undirskrift lögmanns á gögnum tveggja félaga sem Sigurður Þórðarson stofnaði og átti að staðfesta 100 milljón króna hlutafjárinnborgun er fölsuð. Þetta staðhæfa viðskiptafélagar Sigurðar og lögmaðurinn sem hyggst leggja fram kæru. Sigurður hefur stofnað og keypt fjölda félaga með mismunandi tilgang undanfarin ár og eru sum þeirra skráð með lögheimili í þekktum skrifstofubyggingum án þess að þar sé skrifstofur þeirra að finna. Viðskiptafélagar Sigurðar, sem Stundin ræddi við, segjast hafa verið blekktir og að um mannlegan harmleik sé að ræða. 

Nýtt nafn og ásakanir um fölsun

Sigurður, einnig þekktur sem Siggi hakkari, kom fyrst fram í sviðsljósið vegna tengsla hans við lekamál, deilur við samtökin WikiLeaks og uppljóstranir til bandarísku lögreglunnar FBI í málaferlum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Sigurður hefur síðan þá tvisvar hlotið fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum og einnig tveggja ára dóm fyrir ítrekuð fjársvik þar sem hann þurfti að endurgreiða háar upphæðir. Sigurður hefur frá því …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár