Undirskrift lögmanns á gögnum tveggja félaga sem Sigurður Þórðarson stofnaði og átti að staðfesta 100 milljón króna hlutafjárinnborgun er fölsuð. Þetta staðhæfa viðskiptafélagar Sigurðar og lögmaðurinn sem hyggst leggja fram kæru. Sigurður hefur stofnað og keypt fjölda félaga með mismunandi tilgang undanfarin ár og eru sum þeirra skráð með lögheimili í þekktum skrifstofubyggingum án þess að þar sé skrifstofur þeirra að finna. Viðskiptafélagar Sigurðar, sem Stundin ræddi við, segjast hafa verið blekktir og að um mannlegan harmleik sé að ræða.
Nýtt nafn og ásakanir um fölsun
Sigurður, einnig þekktur sem Siggi hakkari, kom fyrst fram í sviðsljósið vegna tengsla hans við lekamál, deilur við samtökin WikiLeaks og uppljóstranir til bandarísku lögreglunnar FBI í málaferlum gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Sigurður hefur síðan þá tvisvar hlotið fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn drengjum og einnig tveggja ára dóm fyrir ítrekuð fjársvik þar sem hann þurfti að endurgreiða háar upphæðir. Sigurður hefur frá því …
Athugasemdir