Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ársskýrslur Laugalands í hróplegu ósamræmi við lýsingar kvennanna

Lýst er léttu and­rúms­lofti og ánægju stúlkna með dvöl á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og Laugalandi í árs­skýrsl­um. Fjöldi kvenna hef­ur hins veg­ar lýst ótta­stjórn­un og end­ur­teknu of­beldi á með­an á vist­un þeirra stóð.

Ársskýrslur Laugalands í hróplegu ósamræmi við lýsingar kvennanna
Algjört ósamræmi Lýsingar í ársskýrslum meðferðarheimilisins eru fjarri lýsingum kvennanna sem þar dvöldu. Ingjaldur Arnþórsson, forstöðumaður í Varpholti og síðar Laugalandi, sem konurnar bera að hafi beitt sig ofbeldi, ritaði ársskýrslurnar.

Í ársskýrslum meðferðarheimilisins sem rekið var í Varpholti og síðar Laugalandi í Eyjafirði er lögð mikil áhersla á að létt andrúmsloft hafi ríkt á heimilinu, stúlkur sem þar voru vistaðar hafi verið ánægðar og glaðar með dvölina og meðferðin hafi almennt skilað miklum árangri. Þær lýsingar er alls ekki í takti við upplifun fjölda kvenna sem hafa lýst, meðal annars opinberlega í Stundinni, því að þær hafi mátt sæta ofríki og andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu.

Stundin óskaði eftir að fá afhentar ársskýrslur meðferðarheimilisins á árabilinu 1997 til 2007 og hefur fengið þær sem fundust í hendur. Ársskýrslum fyrir árin 2004 og 2007 virðist ekki hafa verið skilað. Í það minnsta finnast þær ekki hjá Barnaverndarstofu sem hefur ekki skýringu á reiðum höndum á því hvers vegna svo sé.

Talað um góðan anda en stúlkurnar lýsa andlegu ofbeldi sem daglegu brauði

Í ársskýrslunum er starf heimilisins yfir hvert ár rakið en þær eru undirritaðar af Ingjaldi Arnþórssyni, forstöðumanni meðferðarheimlisins á þessum tíma, og Áslaugu Brynjarsdóttur eiginkonu hans, utan sú síðasta sem er aðeins undirrituð af Ingjaldi. Almennt er yfirbragð skýrslnanna mjög jákvætt og hvergi minnst á atvik eða ofbeldi,  sem konur sem voru vistaðar á heimilinu hafa að undanförnu lýst. „Góður vinnuandi hefur hefur verið í húsinu á árinu 2003, þrátt fyrir nokkur strok og ýmis vandamál hefur þessi góði vinnuandi haldið sér allt árið og gert alla vinnu mikið mun skemmtilegri og léttari,“ segir þannig í ársskýrslu fyrir árið 2003.

Sjö konur hafa þegar stigið fram í Stundinni og lýst því að þau hjón, einkum þó Ingjaldur, hafi beitt þær harðræði og ofbeldi á meðan að þær dvöldu á meðferðarheimilinu.

„Hann tók mig hálstaki og hélt fast. Mér fannst eins og það væri að líða yfir mig“
Alexandra Magnúsdóttir

Meðal þeirra er Alexandra Magnúsdóttir, sem ekki kom fram undir nafni í síðasta tölublaði Stundarinnar, en er nú tilbúin til að stíga fram. Alexandra var vistuð á Laugalandi árið 2003, hið sama ár og góður vinnuandi átti að hafa haldið sér allt árið og gert alla vinnu skemmtilega og létta. Alexandra, sem þá var þrettán ára gömul, lýsir því að andlegt ofbeldi hafi verið daglegt brauð og gerendurnir hafi verið þau Ingjaldur og Áslaug. Alexandra lýsti því einnig í sama viðtali að Ingjaldur hefði ráðist harkalega á hana. Tilefnið var lítið, saklaus sms-skilaboð sem hún hafði sent strák. Ingjaldur hellti sér yfir Alexöndru á fundi, fyrir framan allar stúlkurnar. „Ég fór að hlæja og bað hann að slaka á, þetta væri ekki alvarlegt mál og þá trylltist hann. Hann tók mig hálstaki og hélt fast. Mér fannst eins og það væri að líða yfir mig. Svo sleppti hann og ég settist í sófann í algjöru sjokki. 

Ein stelpan sem var á fundinum pissaði í sig af hræðslu. Allar stelpurnar horfðu niður, litu ekki á mig. Allar hræddar.“

„Starfið innan trúfélagsins virðist vera sérstaklega siðferðisstyrkjandi og styður meðferðina á frábæran máta“
Úr ársskýrslu Varpholts fyrir árið 1998.

Tiltekið er í fyrstu ársskýrslunum að batastarf innan heimilsins byggi á sporakerfi AA samtakanna. Í ársskýrslu fyrir árið 1998 er einnig nefnt, undir liðnum batastarf, að einu sinni í viku taki börnin sem vistuð eru á meðferðarheimilinu þátt í unglingastarfi Hvítasunnukirkjunnar. „Starfið innan trúfélagsins virðist vera sérstaklega siðferðisstyrkjandi og styður meðferðina á frábæran máta,“ segir í skýrslunni. Konur sem Stundin hefur rætt við hafa lýst mjög blendum tilfinningum til þessa starfs, annars vegar á þann veg að þær hafi verið fegnar hverju tækifæri til að komast út af heimilinu, en hins vegar hafi þeim þótt verið að troða upp á þær guðstrú sem þær hafi ekki haft neinn áhuga á. Í skýrslunni segir einnig um starfið í Hvítasunnukirkjunni að það hafi leitt til „ótrúlegra siðferðisbreytinga“ á börnunum „eða eins og ein stúlkan sagði „það er engin leið að ljúga að ykkur þegar maður er að koma af bænastund“.“

Árið eftir, í ársskýrslu ársins 1999, kemur fram að stúlkunum sem vistaðar voru í Varpholti hafi verið algjörlega í sjálfsvald sett að sækja unglingastarf Hvítasunnukirkjunnar. Það rímar illa við lýsingar þeirra kvenna sem Stundin hefur rætt við sem hafa sagt að þær hafi ekki haft neitt val um annað en að taka þátt í trúarstarfinu.

Fyrst talað um árekstra árið 2000

Í ársskýrslu ársins 2000 er fjallað um flutninga meðferðarheimilisins frá Varpholti að Laugalandi það haust. Er þar nefnt að vegna flutninganna hafi verið mikið álag á starfsfólk og unglingana sem voru í meðferð. „Má hiklaust telja að eitthvað af þeim árekstrum sem urðu á milli starfsfólks og unglinga megi rekja til ofþreytu,“ segir í skýrslunni og er þar í fyrsta skipti minnst á árekstra á heimilinu.

Þá er jafnframt nefnt í sömu skýrslu í fyrsta skipti að stúlkur hafi strokið af heimlinu, alls þrjár talsins. Er meðal annars nefnt að margar stúlkur hafi verið innskrifaðar á svipuðum tíma „sem orsakaði mikla [svo] undirferli og strok sem að öðrum kosti hefði verið hægt að komast hjá.“ Í seinni ársskýrslum er einnig fjallað um strok, sem áttu sér stað á hverju ári, utan að árið 2006 er ekki fjallað sérstaklega um slíkt. Er í öllum tilvikum fjallað um strok á þann hátt að um sé að ræða hluta af því ferli að sætta sig við vistunina á meðferðarheimilinu. Konurnar sem Stundin hefur rætt við hafa hins vegar sumar hverjar lýst því að þær hafi með því að gera stroktilraunir verið að flýja ofríki og ofbeldi það sem þær segja að hafi verið viðvarandi á heimilinu.

„Hann náði mér aftur og dró mig að stiganum og henti mér niður“
Dagný Rut Magnúsdóttir

Dagný Rut Magnúsdóttir lýsti því í viðtali í síðasta tölublaði Stundarinnar að hún hefði reynt strok. Foreldrar hennar hefðu komið á Laugaland og átt fund með Ingjaldi. „Um leið og þau voru farin trompaðist hann og það urðu átök okkar á milli. Þetta voru mikil átök. Hann hélt mér niðri en ég náði að slíta mig lausa en hann náði mér aftur og dró mig að stiganum og henti mér niður. Ég lenti með höfuðið á vegg og vankaðist. Hann hélt áfram að öskra á mig, sagði að þetta væri mér að kenna og dró mig inn í herbergi og skellti hurðinni á eftir sér.

Þá er einnig nefnt að sex stúlkur hafi verið útskrifaðar á árinu 2000. Af þeim hafi fimm farið í fósturvistun til eins árs á Akureyri. Ástæður þess eru sagðar ýmsar og ólíkar en voru þó einnig sagðar allar snúast um erfiðleika foreldra við að fá unglingana til að hlýða og fara eftir reglum. Konurnar sem stigið hafa fram í Stundinni hafa meðal annars sagt að þær vilji fá skýringar á því hvernig hafi staðið á því að þær hafi verið sendar í fóstur að aflokinni meðferð en ekki verið sendar heim til foreldra sinna. Brynja Skúladóttir, ein kvennana, segir við Stundina að hún muni fara fram á svör við þessu á fundi með Heiðu Björg Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, sem fór fram í dag.

Lýsa ítrekuðum læknisheimsóknum til kvensjúkdómalæknis

Í ársskýrslu fyrir árið 2001 er í fyrsta skipti fjallað um læknisþjónustu sem stúlkurnar njóta. Þar er meðal annars nefnt að nær allar stúlkurnar hafi þurft að hitta heimilislækni og kvensjúkdómalækni. Konur sem vistaðar voru á Laugalandi og Stundin hefur rætt við hafa margar lýst því að þær hafi ítrekað verið sendar til kvensjúkdómalæknis án þess að hafa óskað þess og án þess að fá neinar skýringar á því af hverju þörf hafi verið talin á því. „Við vorum líka sendar í skoðun til kvensjúkdómalæknis til að útiloka að við værum þungaðar eða með kynsjúkdóm,“ sagði Gígja Skúladóttir í viðtali í síðasta tölublaði Stundarinnar.  

„Undirferli og lygar verða minni“
Úr ársskýrslu Laugalands fyrir árið 2000.

Í skýrslunni fyrir árið 2000 er einnig greint frá því að frá árinu 1999 hafi eingöngu stúlkur verið vistaðar á meðferðarheimilinu, með einni undantekningu, og hafi það breytt meðferðarbragnum. Einbeiting og þátttaka í meðferðarstarfi sé betri „og undirferli og lygar verða minni.“ Þessi lýsing er síðan endurtekin með sömu orðum í öllum síðari skýrslum.

Tiltekið er að í ársbyrjun 20001 hafi verið tekið í notkun fjögurra þrepa kerfi í meðferðinni og látið af því að það sé mikil framför. Stundin hefur áður greint frá því að í því þrepakerfi fólst meðal annars að allar stúlkurnar sem komu í vistun á Laugalandi byrjuðu á 1. þrepi og meginreglur á því þrepi voru að þær fengu ekki afhent dót sitt eða fatnað fyrr en þær voru komnar upp á næsta þrep. Þær fengu ekki að nota snyrtivörur, þær fengu ekki vasapeninga, tóku ekki þátt í dagskrá og var aðeins heimilt að dvelja á efri hæð meðferðarheimilisins. Þær máttu þá aðeins taka við einu símtali á viku frá foreldrum, sem starfsmaður hlustaði á. Konurnar sem Stundin hefur rætt við hafa allar lýst umræddu þrepakerfi sem niðurbrjótandi, tilviljunarkennt hafi verið hvað þurfti til að hægt væri að komast upp um þrep og því hafi óspart verið hótað að þær yrðu færðar niður um þrep létu þær ekki í einu og öllu að vilja Ingjaldar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár