Útgerðarfélagið Samherji skipti um endurskoðanda eftir að rannsókn hóftst hjá embætti skattrannsóknarstjóra á skattskilum félagsins í kjöflar umfjöllunar fjölmiðla um Namibíumálið. Eins og Stundin greindi frá síðla árs í fyrra er KPMG ekki lengur endurskoðandi Samherja hf. eða eignarhaldsfélagsins Samherji Holding ehf., sem heldur utan um eignarhluti í Eimskipafélaginu og í erlendri starfsemi Samherja, meðal annars á Kýpur og Namibíu.
Í úrskurði í héraðsdómi og Landsrétti um gagnaöflun embættis skattrannsóknarstjóra vegna rannsóknar á reksti félags í skattaskjólinu Belís í Mið-Ameríku er fjallað um þetta og jafnvel þó engin nöfn á fyrirtækjum eða einstaklingum komi fram þá má fullyrða að um sé að ræða Samherja og félög tengd starfsemi þess út frá þeim upplýsingum sem þó koma þar fram.
Í úrskurðinum segir að einhver aðili, mögulega endurskoðendafyrirtæki, hafi í fyrra afhent skattrannsóknarstjóra gögn sem varða rannsóknina á Samherja. Með málaferlunum …
Athugasemdir