Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Konurnar sem lýstu ofbeldi styðja núverandi starfsemi Laugalands

Sjö kon­ur sem lýst hafa því að þær hafi orð­ið fyr­ir and­legu og lík­am­legu of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi segja að þær styðji starf­sem­ina þar í dag, und­ir öðr­um for­stöðu­manni. Hins veg­ar verði að gera upp við for­tíð­ina og tryggja virkt eft­ir­lit til að koma í veg fyr­ir að sag­an end­ur­taki sig.

Konurnar sem lýstu ofbeldi styðja núverandi starfsemi Laugalands
Styðja núverandi starfsemi Konurnar sem lýstu ofbeldi sem þær hefðu orðið fyrir á Laugalandi segja að þær styðji núverandi starfsemi þar, enda sé annar rekstraraðili að heimilinu í dag. Mynd: Páll Stefánsson

Konur sem stigu fram í síðasta tölublaði Stundarinnar og lýstu harðræði og ofbeldi gegn sér þegar þær dvöldu á meðferðarheimlinu að Laugalandi á árabilinu 1997 til 2007, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þær styðji núverandi starfsemi Laugalands. Hins vegar sé ekki hægt að reka stofnanir fyrir börn nema að fortíðin sé gerð upp og tryggt sé að eftirlit sé með rekstrinum, svo ekki sé brotið á börnum sem þar dvelja.

Í síðasta tölublaði Stundarinnar voru birtar frásagnir sex kvenna af ofríki og ofbeldi sem þær lýstu að þær hefðu orðið fyrir á meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, sem börn.

Konurnar lýstu því að Ingjaldur Arnþórsson, forstöðumaður heimilisins á árabilinu 1997 til 2007, hefði beitt þær bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi, niðurrifi og að harðræði hefði verið ríkjandi þáttur í starfsemi heimilisins og því meðferðarstarfi sem þar átti að fara fram.

Gögn sem Stundin aflaði sýna að þegar árið 2000 var Barnaverndarstofu tilkynnt um meint ofbeldi og ofríki af hálfu Ingjalds. Árið 2001 fundaði umboðsmaður barna með þremur stúlkum sem dvalið höfðu á heimilinu og lýstu hinu sama. Sama ár var stjórnendum á Stuðlum og Barnaverndarstofu greint frá frásögnunum. Árið 2002 sendi umboðsmaður barna erindi á Barnaverndarstofu þar sem farið var fram á að rannsakað væri hvað til væri í frásögnunum. Engin gögn hafa komið fram sem styðja að Barnaverndarstofa hefi framkvæmt slíka rannsókn. Ingjaldur rak meðferðarheimilið á Laugalandi, og veitti því forstöðu, til ársins 2007.

„Við verðum að skapa umhverfi þar sem börn geta sagt frá ofbeldi og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig“

Núverandi rekstraraðili Laugalands, Pétur G. Broddason, hefur sagt upp samningi sínum við Barnaverndarstofu um reksturinn og tekur sú uppsögn gildi um mitt ár. Fjöldi fólks, fyrrverandi skjólstæðingar og aðstandendur þeirra einkum, hefur skorað á Barnaverndarstofu að halda rekstrinum áfram enda hafi dvölin þar á tíma Péturs hjálpað því verulega.

Frásagnirnar undirstriki mikilvægi þess að hæfir einstaklingar komi að rekstrinum

Fjórar þeirra kvenna sem stigu fram undir nafni í síðasta tölublaði Stundarinnar hafa, ásamt þremur konum til viðbótar sem dvöldu á Laugalandi í tíð Ingjaldar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þær styðji núverandi starfsemi Laugalands. Þær leggja áherslu á að umfjöllun Stundarinnar um dvöl þeirra þar snúi ekki að núverandi starfsemi.

Í viðtölum við konurnar kom enda fram sú upplifun þeirra að Pétur hefði reynst þeim góður þegar þær dvöldu á Laugalandi. „Hins vegar höfum við bent á að það er ekki hægt að reka stofnanir fyrir börn nema að gera upp fortíðina og tryggja það að eftirliti með þeim sé framfylgt af óháðum aðilum. Við verðum að skapa umhverfi þar sem börn geta sagt frá ofbeldi og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig,“ segir í yfirlýsingunni, sem má lesa hér að neðan.

Við styðjum núverandi starfsemi Laugalands 

 Undanfarið hefur umræða verið um fyrirhugaða lokun á meðferðarheimilinu Laugalandi. 

Okkur þykir mikilvægt að taka það fram að umfjöllun um dvöl okkar þar snýr ekki að núverandi starfsemi Laugalands, eingöngu þegar Ingjaldur og Áslaug voru rekstraraðilar þess. 

Við viljum taka það fram að um einskæra tilviljun var að ræða að umfjöllun okkar birtist á sama tíma og fjallað var um lokun heimilisins. 

Frásagnir okkar undirstrika og sýna fram á mikilvægi þess að hæfir einstaklingar komi að rekstri Laugalands. Sú staðreynd að fyrrverandi skjólstæðingar núverandi Laugalands berjast gegn lokun þess segir allt sem segja þarf. Því miður er reynsla okkar allt önnur en við samgleðjumst þeim og það er til marks um það frábæra starf sem þar hefur verið unnið.

 Hins vegar höfum við bent á að það er ekki hægt að reka stofnanir fyrir börn nema að gera upp fortíðina og tryggja það að eftirliti með þeim sé framfylgt af óháðum aðilum. Við verðum að skapa umhverfi þar sem börn geta sagt frá ofbeldi og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Það er mótsagnakennt að þegar hjón sem beittu börn ofbeldi réðu þar ríkjum var ekkert gert en nú þegar meðferðarheimilinu er rekið af einstaklingum sem hafa veitt ólögráða stúlkum bæði öryggi og skjól, vill ríkið loka því.  

Alexandra Magnúsdóttir

Brynja Skúladóttir 

Gígja Skúladóttir

Harpa Særós Magnúsdóttir

Hrafnhildur Jóhannesdóttir

Kolbrún Þorsteinsdóttir

Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
2
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.
Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
4
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
5
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár