Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Konurnar sem lýstu ofbeldi styðja núverandi starfsemi Laugalands

Sjö kon­ur sem lýst hafa því að þær hafi orð­ið fyr­ir and­legu og lík­am­legu of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi segja að þær styðji starf­sem­ina þar í dag, und­ir öðr­um for­stöðu­manni. Hins veg­ar verði að gera upp við for­tíð­ina og tryggja virkt eft­ir­lit til að koma í veg fyr­ir að sag­an end­ur­taki sig.

Konurnar sem lýstu ofbeldi styðja núverandi starfsemi Laugalands
Styðja núverandi starfsemi Konurnar sem lýstu ofbeldi sem þær hefðu orðið fyrir á Laugalandi segja að þær styðji núverandi starfsemi þar, enda sé annar rekstraraðili að heimilinu í dag. Mynd: Páll Stefánsson

Konur sem stigu fram í síðasta tölublaði Stundarinnar og lýstu harðræði og ofbeldi gegn sér þegar þær dvöldu á meðferðarheimlinu að Laugalandi á árabilinu 1997 til 2007, hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þær styðji núverandi starfsemi Laugalands. Hins vegar sé ekki hægt að reka stofnanir fyrir börn nema að fortíðin sé gerð upp og tryggt sé að eftirlit sé með rekstrinum, svo ekki sé brotið á börnum sem þar dvelja.

Í síðasta tölublaði Stundarinnar voru birtar frásagnir sex kvenna af ofríki og ofbeldi sem þær lýstu að þær hefðu orðið fyrir á meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu Laugalandi, áður Varpholti, sem börn.

Konurnar lýstu því að Ingjaldur Arnþórsson, forstöðumaður heimilisins á árabilinu 1997 til 2007, hefði beitt þær bæði andlegu og líkamlegu ofbeldi, niðurrifi og að harðræði hefði verið ríkjandi þáttur í starfsemi heimilisins og því meðferðarstarfi sem þar átti að fara fram.

Gögn sem Stundin aflaði sýna að þegar árið 2000 var Barnaverndarstofu tilkynnt um meint ofbeldi og ofríki af hálfu Ingjalds. Árið 2001 fundaði umboðsmaður barna með þremur stúlkum sem dvalið höfðu á heimilinu og lýstu hinu sama. Sama ár var stjórnendum á Stuðlum og Barnaverndarstofu greint frá frásögnunum. Árið 2002 sendi umboðsmaður barna erindi á Barnaverndarstofu þar sem farið var fram á að rannsakað væri hvað til væri í frásögnunum. Engin gögn hafa komið fram sem styðja að Barnaverndarstofa hefi framkvæmt slíka rannsókn. Ingjaldur rak meðferðarheimilið á Laugalandi, og veitti því forstöðu, til ársins 2007.

„Við verðum að skapa umhverfi þar sem börn geta sagt frá ofbeldi og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig“

Núverandi rekstraraðili Laugalands, Pétur G. Broddason, hefur sagt upp samningi sínum við Barnaverndarstofu um reksturinn og tekur sú uppsögn gildi um mitt ár. Fjöldi fólks, fyrrverandi skjólstæðingar og aðstandendur þeirra einkum, hefur skorað á Barnaverndarstofu að halda rekstrinum áfram enda hafi dvölin þar á tíma Péturs hjálpað því verulega.

Frásagnirnar undirstriki mikilvægi þess að hæfir einstaklingar komi að rekstrinum

Fjórar þeirra kvenna sem stigu fram undir nafni í síðasta tölublaði Stundarinnar hafa, ásamt þremur konum til viðbótar sem dvöldu á Laugalandi í tíð Ingjaldar, sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að þær styðji núverandi starfsemi Laugalands. Þær leggja áherslu á að umfjöllun Stundarinnar um dvöl þeirra þar snúi ekki að núverandi starfsemi.

Í viðtölum við konurnar kom enda fram sú upplifun þeirra að Pétur hefði reynst þeim góður þegar þær dvöldu á Laugalandi. „Hins vegar höfum við bent á að það er ekki hægt að reka stofnanir fyrir börn nema að gera upp fortíðina og tryggja það að eftirliti með þeim sé framfylgt af óháðum aðilum. Við verðum að skapa umhverfi þar sem börn geta sagt frá ofbeldi og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig,“ segir í yfirlýsingunni, sem má lesa hér að neðan.

Við styðjum núverandi starfsemi Laugalands 

 Undanfarið hefur umræða verið um fyrirhugaða lokun á meðferðarheimilinu Laugalandi. 

Okkur þykir mikilvægt að taka það fram að umfjöllun um dvöl okkar þar snýr ekki að núverandi starfsemi Laugalands, eingöngu þegar Ingjaldur og Áslaug voru rekstraraðilar þess. 

Við viljum taka það fram að um einskæra tilviljun var að ræða að umfjöllun okkar birtist á sama tíma og fjallað var um lokun heimilisins. 

Frásagnir okkar undirstrika og sýna fram á mikilvægi þess að hæfir einstaklingar komi að rekstri Laugalands. Sú staðreynd að fyrrverandi skjólstæðingar núverandi Laugalands berjast gegn lokun þess segir allt sem segja þarf. Því miður er reynsla okkar allt önnur en við samgleðjumst þeim og það er til marks um það frábæra starf sem þar hefur verið unnið.

 Hins vegar höfum við bent á að það er ekki hægt að reka stofnanir fyrir börn nema að gera upp fortíðina og tryggja það að eftirliti með þeim sé framfylgt af óháðum aðilum. Við verðum að skapa umhverfi þar sem börn geta sagt frá ofbeldi og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

Það er mótsagnakennt að þegar hjón sem beittu börn ofbeldi réðu þar ríkjum var ekkert gert en nú þegar meðferðarheimilinu er rekið af einstaklingum sem hafa veitt ólögráða stúlkum bæði öryggi og skjól, vill ríkið loka því.  

Alexandra Magnúsdóttir

Brynja Skúladóttir 

Gígja Skúladóttir

Harpa Særós Magnúsdóttir

Hrafnhildur Jóhannesdóttir

Kolbrún Þorsteinsdóttir

Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík 

 

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu