Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óþekki embættismaðurinn er eina pólitíska fórnarlamb fyrstu Covid-jólanna

Ein­ir sex stjórn­mála- og emb­ætt­is­menn á Ís­landi og í Sví­þjóð voru gagn­rýnd­ir fyr­ir hátt­erni sitt og brot á regl­um og til­mæl­um vegna Covid-19 yf­ir jól­in. Ein­ung­is einn þeirra, emb­ætt­is­mað­ur­inn Dan Eli­as­son, end­aði á því að segja af sér og létti þar með þrýst­ingn­um af ráð­herr­um í sænsku rík­is­stjórn­inni sem höfðu brot­ið gegn sótt­varn­ar­til­mæl­um.

Óþekki embættismaðurinn er eina pólitíska fórnarlamb fyrstu Covid-jólanna
Embættismaðurinn segir af sér Embættismaðurinn Dan Eliasson er eina fórnarlamb fyrstu Covid-jólanna í Svíþjóð á meðan fjórir stjórnmálamenn sluppu með skrekkinn líkt og Bjarni Benediktsson gerði í eina Covid-málinu sem kom upp í íslenskum stjórnmálum yfir jólin. Eliasson og Bjarni sjást hér á myndum en einnig sænsku ráðherrarnir Stefan Löfven og Morgan Johansson sem og formaður sænska stjórnmálaflokksins Liberalerna, Nyamko Sabumi.

Að minnsta kosti sex stjórnmála- og embættismenn á Íslandi og í Svíþjóð lentu í brimróti og kastljósi fjölmiðla yfir hátíðarnar fyrir að hafa brotið gegn gildandi sóttvarnarreglum eða -tilmælum vegn Covid-19. Enginn af stjórnmálamönnunum sem hlaut skömm í hattinn fyrir að brjóta gegn reglunum sagði hins vegar af sér.

Það var eingöngu sænski embættismaðurinn Dan Eliasson, forstjóri stofnunarinnar sem sér um almannavarnir, sem sagði af sér. Eliasson sagði starfi sínu lausu miðvikudaginn 6. janúar eftir að hafa ferðast til Kanaríeyja þrátt fyrir skýr fyrirmæli sænskra stjórnvalda um að ferðast ekki að óþörfu. 

Stjórnmálamennirnir vændir um tvöfalt siðgæði

Á Íslandi þurfti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að svara fyrir veru sína í fjölmennu gilli í Ásmundarsal á Freyjugötu á Þorláksmessu, þrátt fyrir skýrar reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum, á meðan forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, þurfti að útskýra hvað honum gekk til þegar hann skrapp inn í úraverslun í verslunarmiðstöðinni Gallerian í miðborg Stokkhólms. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár