Að minnsta kosti sex stjórnmála- og embættismenn á Íslandi og í Svíþjóð lentu í brimróti og kastljósi fjölmiðla yfir hátíðarnar fyrir að hafa brotið gegn gildandi sóttvarnarreglum eða -tilmælum vegn Covid-19. Enginn af stjórnmálamönnunum sem hlaut skömm í hattinn fyrir að brjóta gegn reglunum sagði hins vegar af sér.
Það var eingöngu sænski embættismaðurinn Dan Eliasson, forstjóri stofnunarinnar sem sér um almannavarnir, sem sagði af sér. Eliasson sagði starfi sínu lausu miðvikudaginn 6. janúar eftir að hafa ferðast til Kanaríeyja þrátt fyrir skýr fyrirmæli sænskra stjórnvalda um að ferðast ekki að óþörfu.
Stjórnmálamennirnir vændir um tvöfalt siðgæði
Á Íslandi þurfti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að svara fyrir veru sína í fjölmennu gilli í Ásmundarsal á Freyjugötu á Þorláksmessu, þrátt fyrir skýrar reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum, á meðan forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, þurfti að útskýra hvað honum gekk til þegar hann skrapp inn í úraverslun í verslunarmiðstöðinni Gallerian í miðborg Stokkhólms. …
Athugasemdir