Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Óþekki embættismaðurinn er eina pólitíska fórnarlamb fyrstu Covid-jólanna

Ein­ir sex stjórn­mála- og emb­ætt­is­menn á Ís­landi og í Sví­þjóð voru gagn­rýnd­ir fyr­ir hátt­erni sitt og brot á regl­um og til­mæl­um vegna Covid-19 yf­ir jól­in. Ein­ung­is einn þeirra, emb­ætt­is­mað­ur­inn Dan Eli­as­son, end­aði á því að segja af sér og létti þar með þrýst­ingn­um af ráð­herr­um í sænsku rík­is­stjórn­inni sem höfðu brot­ið gegn sótt­varn­ar­til­mæl­um.

Óþekki embættismaðurinn er eina pólitíska fórnarlamb fyrstu Covid-jólanna
Embættismaðurinn segir af sér Embættismaðurinn Dan Eliasson er eina fórnarlamb fyrstu Covid-jólanna í Svíþjóð á meðan fjórir stjórnmálamenn sluppu með skrekkinn líkt og Bjarni Benediktsson gerði í eina Covid-málinu sem kom upp í íslenskum stjórnmálum yfir jólin. Eliasson og Bjarni sjást hér á myndum en einnig sænsku ráðherrarnir Stefan Löfven og Morgan Johansson sem og formaður sænska stjórnmálaflokksins Liberalerna, Nyamko Sabumi.

Að minnsta kosti sex stjórnmála- og embættismenn á Íslandi og í Svíþjóð lentu í brimróti og kastljósi fjölmiðla yfir hátíðarnar fyrir að hafa brotið gegn gildandi sóttvarnarreglum eða -tilmælum vegn Covid-19. Enginn af stjórnmálamönnunum sem hlaut skömm í hattinn fyrir að brjóta gegn reglunum sagði hins vegar af sér.

Það var eingöngu sænski embættismaðurinn Dan Eliasson, forstjóri stofnunarinnar sem sér um almannavarnir, sem sagði af sér. Eliasson sagði starfi sínu lausu miðvikudaginn 6. janúar eftir að hafa ferðast til Kanaríeyja þrátt fyrir skýr fyrirmæli sænskra stjórnvalda um að ferðast ekki að óþörfu. 

Stjórnmálamennirnir vændir um tvöfalt siðgæði

Á Íslandi þurfti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að svara fyrir veru sína í fjölmennu gilli í Ásmundarsal á Freyjugötu á Þorláksmessu, þrátt fyrir skýrar reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum, á meðan forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, þurfti að útskýra hvað honum gekk til þegar hann skrapp inn í úraverslun í verslunarmiðstöðinni Gallerian í miðborg Stokkhólms. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár