Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Óþekki embættismaðurinn er eina pólitíska fórnarlamb fyrstu Covid-jólanna

Ein­ir sex stjórn­mála- og emb­ætt­is­menn á Ís­landi og í Sví­þjóð voru gagn­rýnd­ir fyr­ir hátt­erni sitt og brot á regl­um og til­mæl­um vegna Covid-19 yf­ir jól­in. Ein­ung­is einn þeirra, emb­ætt­is­mað­ur­inn Dan Eli­as­son, end­aði á því að segja af sér og létti þar með þrýst­ingn­um af ráð­herr­um í sænsku rík­is­stjórn­inni sem höfðu brot­ið gegn sótt­varn­ar­til­mæl­um.

Óþekki embættismaðurinn er eina pólitíska fórnarlamb fyrstu Covid-jólanna
Embættismaðurinn segir af sér Embættismaðurinn Dan Eliasson er eina fórnarlamb fyrstu Covid-jólanna í Svíþjóð á meðan fjórir stjórnmálamenn sluppu með skrekkinn líkt og Bjarni Benediktsson gerði í eina Covid-málinu sem kom upp í íslenskum stjórnmálum yfir jólin. Eliasson og Bjarni sjást hér á myndum en einnig sænsku ráðherrarnir Stefan Löfven og Morgan Johansson sem og formaður sænska stjórnmálaflokksins Liberalerna, Nyamko Sabumi.

Að minnsta kosti sex stjórnmála- og embættismenn á Íslandi og í Svíþjóð lentu í brimróti og kastljósi fjölmiðla yfir hátíðarnar fyrir að hafa brotið gegn gildandi sóttvarnarreglum eða -tilmælum vegn Covid-19. Enginn af stjórnmálamönnunum sem hlaut skömm í hattinn fyrir að brjóta gegn reglunum sagði hins vegar af sér.

Það var eingöngu sænski embættismaðurinn Dan Eliasson, forstjóri stofnunarinnar sem sér um almannavarnir, sem sagði af sér. Eliasson sagði starfi sínu lausu miðvikudaginn 6. janúar eftir að hafa ferðast til Kanaríeyja þrátt fyrir skýr fyrirmæli sænskra stjórnvalda um að ferðast ekki að óþörfu. 

Stjórnmálamennirnir vændir um tvöfalt siðgæði

Á Íslandi þurfti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að svara fyrir veru sína í fjölmennu gilli í Ásmundarsal á Freyjugötu á Þorláksmessu, þrátt fyrir skýrar reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum, á meðan forsætisráðherra Svíþjóðar, Stefan Löfven, þurfti að útskýra hvað honum gekk til þegar hann skrapp inn í úraverslun í verslunarmiðstöðinni Gallerian í miðborg Stokkhólms. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár