Einn af lykilstjórnendum Samherjasamstæðunnar, Haraldur Grétarsson, framkvæmdastjóri þýsks dótturfélags Samherja, DFFU, segir að hann hafi eingöngu ákveðið að hætta hjá félaginu af persónulegum ástæðum. Haraldur segir aðspurður að ákvörðun sín tengist ekki með nokkrum hætti þeim rannsóknum á viðskiptaháttum Samherja sem nú standa yfir á Íslandi, Namibíu og í Noregi. Rannsóknirnar snúa að mútugreiðslum í Namibíu, sem Samherji greiddi til að komast yfir kvóta í Namibíu, sem greint var frá í nóvember árið 2019, en einnig að peningaþvætti og skattalagabrotum.
Samherji greindi sjálfur frá starfslokum Haraldar á heimasíðu sinni þann 4. janúar en ástæða starfslokanna var ekki mjög skýr í þeirri umfjöllun.
Haraldur: Persónuleg ákvörðun
Haraldur hefur unnið hjá Samherja frá árinu 1992, þegar hann var 24 ára gamall, og er því að ná 30 ára …
Athugasemdir