Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Saga höfuðpaursins í Samherjamálinu: Einn ríkasti maður Namibíu sem talinn var eiga tæpa 9 milljarða

James Hatuikulipi, sak­born­ing­ur í Sam­herja­mál­inu í Namib­íu, er sagð­ur vera helsti arki­tekt við­skipt­anna við ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­ið. Hann hef­ur sank­að að sér eign­um upp á 9 millj­arða króna á liðn­um ára­tug­um og er Sam­herja­mál­ið bara eitt af spill­ing­ar­mál­un­um sem namib­íska blað­ið The Nami­bi­an seg­ir að hann hafi auðg­ast á.

Saga höfuðpaursins í Samherjamálinu: Einn ríkasti  maður Namibíu sem talinn var eiga tæpa 9 milljarða
Í vélsleðaferð í Eyjafirði James Hatuikulipi sést hér í miðjunni á milli Sacky Shangala og Tamson Hatuikulipi í einni af heimsóknum sínum til Íslands á þeim árum sem þeir voru handgengnir útgerðinni. Samherji bauð þeim í vélsleðaferð í Eyjafirði.

James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibíska ríkisfyrirtæisins Fishcor og höfupaurinn í Samherjamálinu í Namibíu, var einn ríkasti maður landsins þegar greint var frá málinu í nóvember í fyrra og hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Hautikulipi var talinn eiga eignir upp á milljarð Namibíudollara, eða tæplega 9 milljarða íslenskra króna. 

Þessar eignir er Hatuikulipi sagður hafa sankað að sér í gegnum árin vegna „tengsla sinna við pólitískt vald“ í Namibíu þar sem hann hafi komið á samstarfsverkefnum á milli fyrirtækja sinna og annarra fyrirtækja, sem jafnvel voru í ríkiseigu, þar sem markmiðið var að hann myndi græða sjálfur. Spillingin og aðstöðubraskið sem Hatuikulipi er grunaður um er víðtækara en svo að það snúist bara um Samherjamálið og greiðslur frá íslenska útgerðarfélaginu.

Frá þessu er greint í fréttaskýringarmyndbandi namibíska blaðsins The Namibian sem ber yfirskriftina „Fishrot mastermind: The rise and fall of James Hatuikulipi“ og í grein með sama heiti. 

Réttarhöldin hefjast í aprílRáttarhöldin yfir James, sem sést hér fyrir miðjun með hvíta COVID-grímu, og félögum hans hefjast í apríl 2021.

Sá eini sem tengdist öllum

James Hatuikulipi er einn af lykilmönnunum í rannsókn Samherjamálsins sem nú stendur yfir í Namibíu og einnig á Íslandi. Rannsóknin á Íslandi er skemmra á veg komin en í Namibíu og hún beinist að starfsmönnum Samherja en ekki að Namibíumönnunum.

Samkvæmt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara í Samherjamálinu, var James lykilmaður í því að skipuleggja hvernig stór hluti mútugreiðslnanna frá Samherja, sem nú eru til rannsóknar, áttu að renna til félags í Dubaí sem hann var skráður fyrir, Tundavala Invest. Þetta Dubaífélag tók við greiðslunum frá Samherja í þeim hluta málsins sem kallast Namgomar þar sem ætluð misnotkun á milliríkjasamningi Namibíu við Angóla, til að tryggja Samherja kvóta, er til rannsóknar.

Í grein The Namibian er það haft ónafngreindum heimildarmanni að James Hatuikulipi sé sá eini af sakborningunum í málinu sem tengist öllum hinum sem skipta máli í þessari sögu. „Hann er sá eini í þessu máli sem tengist öllum hinum sögupersónunum í því.“

James er líka lykilmaður í þeim hluta rannsóknar Samherjamálsins sem snýst um kvótaúthlutanir frá ríkifyrirtækinu Fishcor, sem sér um kvótaúthlutanir fyrir hið opinbera í Namibíu, þar sem hann var stjórnarformaður þess félags. James er einnig talinn hafa misnotað aðstöðu sína þar til að tryggja Samherja kvóta gegn mútugreiðslum.

James er því bæði lykilmaður í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýst um Namgomar-kvótann sem Samherji fékk og í þeim hluta sem snýst um Fishcor. 

Myndin sem The Namibian dregur upp af James er því sá að hann hafi verið aðalmaðurinn í ráðabrugginu sem er til rannsóknar: Miðpunktur málsins; sá sem allir þræðirnir í því liggja til og frá.

„Heimur hans féll saman þann 27. nóvember í fyrra. þegar hann var handtekinn fyrir meinta spillingu, fjársvik og peningaþvætti.“

Launin bara hluti af ætluðum eignum

Í myndbandinu, sem er rúmlega 13 mínútna langt, er teiknuð upp örmynd af lífshlaupi James Hatukulipi og sagt að fall hans hafi verið hátt.

The Namibian segir að James hafi verið með 30 milljónir namibíudollara, eða rúmlega 255 milljónir íslenskra króna, í árslaun en eitt af því sem hann gerði var að stýra fjárfestingarfélaginu Investec. Þessi laun sem James fékk með vinnu sinni voru hins vegar aðeins hluti af eignasafni hans miðað við  það sem The Namibian segir: „Heimur hans féll saman þann 27. nóvember í fyrra. þegar hann var handtekinn fyrir meinta spillingu, fjársvik og peningaþvætti," segir í blaðinu.

Hatuikulipi hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá og hefur ríkissaksóknari Namibíu tekið ákvörðun um að ákæra hann og viðskiptafélaga hans fyrir mútuþægni og fleiri brot í Samherjamálinu. Réttarhöldin gegn þeim hefjast í apríl á næsta ári.

Eins og greint var frá í umfjöllunum Kveiks, Stundarinnar, Al Jazeera og Wikileaks í nóvember í fyrra liggja fyrir heimildir sem sýna að félagið Tundavala Invest í Dubaí, sem kalla má aðalfélag Namibíumannanna í þeim hluta Samherjamálsins sem kenndur er við Namgomar-viðskiptin, greiddi út tæplega 2,3 milljónir dollara, um 300 milljónir íslenskra króna, af bankareikningi sínum í Masreq-bankanum þar í landi inn á persónulegan bankareikning James Hatuikulipi í Dubaí. James tók þessa peninga svo út af bankareikningi sínum í fjórum millifærslum.

Þetta voru peningar sem bárust til Tundavala frá Samherja frá því í janúar 2016 og þar til í febrúar 2019. Ekki liggja fyrir heimildir um hvað varð um peningana, tæplega 2 milljónir dollara,  sem bárust til Tundavala frá félögum Samherja á Kýpur frá því í september 2014 og þar til í ársbyrjun 2016.

Undirskilið í umfjöllun The Namibian er að slíkar greiðslur, meðal annars frá Samherja, hafi átt stóran þátt í því að byggja upp auð James Hatuikulipi og gera hann að einum ríkasta manni Namibíu. 

Í greininni segir að stór hluti eigna James í Namibíu hafi verið haldlagður í kjölfar Samherjamálsins.

Byggði íbúðir í MadrídJames er sagður hafa byggt íbúðir í Madríd á Spáni fyrir 12,5 milljarða króna. Myndin sýnir La Puerta del Sol í spænsku höfuðborginni.

Gortaði sig af 12,5 milljarða íbúðum í Madríd

Í myndbandi The Namibian kemur fram að James Hatuikulipi hafi í fyrra, áður en hann var handtekinn eftir umfjöllun fjölmiðla um Samherjamálið, gortað sig af því að hann stæði fyrir byggingu íbúða í Madríd á Spáni fyrir 80 milljónir evra eða tæplega 12,5 milljarða íslenskra króna. Miðað við umfjöllun The Namibian voru íbúðirnar sem James sagðist vera að byggja voru í úthverfi sem „margir fótboltamenn búa í“. Ekki er tekið fram hvaða hverfi um ræðir í Madríd. 

Ef þetta er satt hefur James fjárfest að hluta fyrir þá peninga sem hann hefur eignast í slíkum viðskiptum fyrir utan Namibíu

Sagður hafa sótt jakkaföt forsetansÍ greininni kemur fram að James hafi flutt sérsaumuð jakkaföt Hage Geingob frá London til Namibíu þegar forsetinn gifti sig árið 2015. Þetta er nefnt til sýna tengsl James við Swapo-flokkinn.

Djúp tengsl við Swapo-flokkinn

James Hatuikulipi er 45 ára gamall, fæddur árið 1975, og var faðir hans, Tauno Hatuikulipi, þátttakandi í frelsisbaráttu Namibíu í gegnum frelsishreyfinguna Swapo. Faðir James lést hins vegar með „dularfullum hætti“ þegar James var einungis sex mánaða gamall samkvæmt The Namibian. 

Þessi frelsishreyfing varð síðar að ráðandi stjórnmálaflokknum í landinu eftir að landið fékk loks sjálfstæði frá Suður-Afríku árið 1990. Swapo-flokkurinn er því sambærilegur flokkur og ANC, flokkur Nelson Mandela, í Suður-Afríku. Frá því landið fékk sjálfstæði hefur Swapo alltaf fengið meirihluta í kosningum í landinu.

Samkvæmt umfjöllun The Namibian byrjaði James að rækta tengsl sín við Swapo-flokkinn fyrir um 20 árum. Frændi hans, Tamson Hatuikulipi, var sá maður sem fyrst um sinn stuðlaði að því að Samherji gat komist í þá stöðu að fá kvóta með þeim hætti sem nú er til rannsóknar í Namibíu og á Íslandi. Tamson giftist dóttur Bernhard Esau sjávarútvegsráðherra og byggði valdastaða hans í Namibíu á þeim tengslum. James kom því að Samherjamálinu í gegnum Tamson annars vegar og svo Esau hins vegar vegna þess að pólitísk áhrif Tamson byggðu alfarið á tengslunum við sjávarútvegsráðherrann. 

James er sagður hafa haft það sem ákveðið lokamarkmið með gjörðum sínum að eignast sína eigin einkaþotu með tíð og tíma og að þetta hafi drifið hann áfram í sókn sinni eftir völdum og þeim auði sem með þeim fylgdi í ljósi aðstöðubrasks James. Þessi völd og þessi auðlegð byggja á tengslum James við Swapo-flokkinn sem hann hefur ræktað í gegnum árin, samkvæmt namibíska blaðinu.

Bara hluti sögunnarSá hluti spillingarsögu James Hatuikulipi sem The Namibian teiknar upp snýst bara að hluta um Samherjamálið og greiðslur frá útgerðinni. James sést hér í eiturgrænum jakka við hlið Þorsteins Más Baldvinssonar í Hafnarfjarðarhöfn í einni Íslandsheimsókninni.

Snýst um meira en Samherjamálið

Samherjamálið og greiðslur Samherja til James og félaga hans er hins vegar eingöngu hluti af þeirri spillingarsögu James sem The Namibian teiknar upp. Aðrir hlutar þessarar sögu hafa ekki beint með Ísland eða Samherja að gera þó þeir hafi það óbeint í ljósi þess að það var Samherjamálið sem felldi James Hatuikulipi, svo vísað sé í túlkun The Namibian. 

Orðrétt segir í grein The Namibian að auk tengsla sinna við sjávarútveginn í Namibíu liggi viðskiptahagsmunir James á ýmsum öðrum sviðum: „Hagsmunir Hatuikulipi liggja í byggingu járnbrauta, fasteignum, veisluþjónustubransanum og í fjármálageiranum. Við fyrstu sýn virðast fyrirtæki hans vera rekin með eðlilegum hætti, með skrifstofum, starfsfólki og fjölþættri starfsemi út um allt land. En, við nánari skoðun, kemur í ljós að viðskiptaveldi James var fyrst og fremst byggt á því að hann notaðist við tengsl sín við pólitísk völd.“

The Namibian nefnir tvö dæmi um þetta. Annað dæmið snýst fyrirtæki sem Hatuikulipi stýrði sem fékk úthlutað verki  frá namibíska ríkinu  upp á 120 milljón Namibíudollara árið 2004. Hins vegar fékk annað fyrirtæki hans 150 milljón Namibíudollara verki árið 2011 en það snerist um að gera við gamla járnbrautarteina.

Sú rannsókn á James Hatuikulipi sem nú stendur yfir fyrir að hafa tekið við mútugreiðslum frá Samherja virðist því bara vera toppurinn á ísjakanum og hluti af miklu lengri og stærri spillingarsögu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
4
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár