Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Tveir Namibíumenn til viðbótar handteknir í rannsókn Samherjamálsins þar í landi

Tveir Namib­íu­menn til við­bót­ar eru nú í haldi lög­regl­unn­ar þar í landi vegna rann­sókn­ar Sam­herja­máls­ins. Þriðji mað­ur­inn, Marén de Klerk, fer enn­þá huldu höfði í Suð­ur-Afr­íku en hann er tal­inn hafa miðl­að pen­ing­um til Swapo-flokks­ins, ráð­andi stór­n­mála­flokks­ins í land­inu.

Tveir Namibíumenn til viðbótar handteknir í rannsókn Samherjamálsins þar í landi
Leita að þriðja manninum Yfirvöld í Namibíu leita nú að þriðja manninum sem ákæruvaldið hefur reynt að hafa hendur í hári. Þetta er lögmaðurin Maren de Klerk.

Tveir Namibíumenn til viðbótar hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn Samherjamálsins þar í landi. Mennirnir heita Phillipus Mwapopi og Otniel Shuundifonya. Mennirnir gáfu sig sjálfviljugir fram til spillingarlögreglunnar í landinu, ACC, eftir að greint hafði verið frá því í síðustu viku að lögreglan leitaði þeirra vegna rannsóknar málsins. Frá þessu er greint í namibískum fjölmiðlum í dag. 

Í byrjun síðustu viku var greint frá því að ríkissaksóknarinn í Namibíu, Martha Iwalwa, hefði lokið rannsókn Samherjamálsins, sem kallast Fishrot á ensku, sem snýst um mútugreiðslur sem útgerðarfélagið Samherji greiddi til hóps namibískra ráðamanna á árunum 2011 til 2019. Sjö menn hafa setið í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna málsins síðastlið eitt ár eftir að greint var frá málinu í Kveik og Stundinni með gögnum frá Wikileaks. 

Réttarhöldin yfir sjömenningunum í Namibíu eiga að hefjast í apríl á næsta ári. 

Möguleikinn á framsali 

Samherji neitar sök í málinu og segir að félagið túlki greiðslurnar sem það innti af hendi ekki sem mútugreiðslur: „Litið er svo á að greiðslur, í tengslum við reksturinn í Namibíu, séu lögmætar frá sjónarhóli félaga sem tengjast Samherja,“ segir Samherji á vefsíðu sinni.  Bent skal á að neitun Samherja er byggð á mati félagsins, samkvæmt því sjálfu, og er ekki bein og fyrirvaralaus neitun. 

„Litið er svo á að greiðslur, í tengslum við reksturinn í Namibíu, séu lögmætar frá sjónarhóli félaga sem tengjast Samherja“

Ekki hefur hins vegar verið greint frá því að ákæruvaldið í Namibíu hafi yfirheyrt stjórnendur Samherja en sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn félagsins eru með réttarstöðu sakborninga á Íslandi. Eins og greint var frá í haust hafa þeir verið yfirheyrðir einu sinni af embætti héraðssaksóknara. 

Greint hefur verið frá því í íslenskum fjölmiðlum að namibísk yfirvöld kunni að vilja fá stjórnendur hjá Samherja framselda til Namibíu vegna rannsóknarinnar en á það hefur verið bent að enginn samningur um framsal manna er í gildi á milli Íslands og Namibíu.

Á þetta hefur lögmaður eins af sakborningunum, Tamson Hatuikulipi, bent og sagt að mikilvægt sé í málinu að namibísk yfirvöld nái tali af Samherjamönnum vegna rannsóknarinnar: „Hitt vandamálið er að það er enginn samningur í gildi um framsal á milli Íslands og Namibíu. Þannig að ég átta mig ekki á því hvernig framsalið á að fara fram. Þannig að við munum bara áfram hafa þessar tafir á málinu á meðan sakborningarnir dúsa í gæsluvarðhaldi og grafið er undan réttlætinu,“ er haft eftir lögmanni Tamson Hatuikuliði, Richard Metcalfe, í namibískum miðlum

Miðað við það sem Metcalfe segir er það hans túlkun að ákæruvaldið í Namibíu þurfi að hafa rætt við eða yfirheyrt stjórnendur Samherja til að geta lokið rannsókninni á málinu þar í landi. 

Rætt um mögulegt framsal þriðja mannsins

Í namibískum fjölmiðlum er rætt um mögulegt framsal þriðja mannsins sem greint var frá í síðustu viku að ákæruvaldið í Namibíu vildi handtaka. Þessi maður heitir Marén de Klerk og er lögmaður sem tók þátt í viðskiptum í Samherjamálinu í landinu. Maðurinn er eigandi lögmannsstofunnar De Klerk, Horn & Coetzee Incorporateds sem kom að hluta þeirra viðskipta sem til rannsóknar eru. 

„Mér hefur verið hótað lífláti ítrekað“

Marén de Klerk yfirgaf Namibíu í byrjun ársins og hefur ekki komið aftur þangað. Hann heldur því fram að hann hafi fengið líflátshótanir frá valdamiklum aðilum í namibísku samfélagi og hefur ekki gefið sig fram við réttvísina líkt og þeir Mwapopi og Shuundifonya hafa nú gert. De Klerk er talinn hafa innt af hendi greiðslur til Swapo-flokksins sem ekki standast skoðun. Swapo-flokkurinn er allsráðandi í namibískum stjórnmálum. 

Í eiðsvarinni yfirlýsingu sem liggur fyrir dómi segir de Klerk. „Mér hefur verið hótað lífláti ítrekað og ég hef ástæðu til að ætla að valdamiklir og vel tengdir aðilar, hvers ólöglegu gjörðir kunna að verða opinberaðar með vitnisburði mínum, hafi skipulagt að minnsta kosti eitt tilræði gegn lífi mínu,“ segir í yfirlýsingunni. 

De Klerk fer nú huldu höfði í Suður-Afríku samkvæmt namibískum miðlum.  Dómsmálaráðherra Namibíu hefur sagt opinberlega að unnið sé að því að fá de Klerk framseldan til Namibíu. 

Talinn hafa greitt styrki til SwapoDe Klerk er Tallinn hafa greitt styrki til Swapo-flokksins, sem er allsráðandi í namibískum stjórnmálum. Heike Geingob, forseti landsins, kemur úr Swapo sem og sakborningarnir í Samherjamálinu.

Óljóst hvað mennirnir tveir gerðu

Samkvæmt namibískum fjölmiðlum er óljóst hvernig mennirnir tveir sem nú hafa verið handteknir tengjast Samherjamálinu og rannsókn þess. 

Annar mannanna, Mwapopi, er lögreglumaður og segir í namibískum miðlum að hann sé sagður tengjast einum sakborningi í málinu. Ekki kemur fram hvað Otniel Shuundifonya á að hafa gert í málinu. 

Eins og er þá er það einungis de Klerk sem ekki hefur verið handtekinn af þeim tíu sakborningum frá Namibíu sem eru til rannsóknar í Samherjamálinu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár