Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Starfsmaður segir lítið hafa breyst eftir fyrra smitið á Landakoti

„Ég hef upp­lif­að áfall­a­streitu,“ seg­ir starfs­mað­ur á Landa­koti sem smit­að­ist af Covid. Hann seg­ir lít­ið hafa breyst frá fyrra hópsmit­inu þar til ann­að hópsmit kom upp í haust og varð sex sjúk­ling­um að ald­ur­tila.

Starfsmaður segir lítið hafa breyst eftir fyrra smitið á Landakoti

Starfsmaður Landakots, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að litlu sem engu hafi verið breytt eftir að hópsmit kom þar upp í vor sem hafi orðið til þess að veiran dreifðist eins mikið og raun bar vitni í seinna hópsmitinu nú í lok októbermánaðar.

Auk þess segir hann að illa hafi verið staðið að einangrun sjúklingsins sem smitaðist fyrstur. „Kvöldið áður en fyrsti sjúklingurinn greinist er hann settur í varnareinangrun vegna einkenna, sem á að vera háttað eins og um smit sé að ræða. Það var síðan viðurkennt í kjölfarið að illa hafi verið staðið að henni. Ég held að þess vegna hafi smitin dreifst.“

Þá segir hann að illa hafi verið staðið að stuðningi við þá starfsmenn sem sýktust. „Ég hef upplifað áfallastreitu eftir að ég sýktist en ég var einn þeirra sem smitaðist. Ég fékk engar upplýsingar frá Landakoti þangað til nokkrum dögum seinna.“

Níu sjúklingar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hvað gerðist á Landakoti?

Aðstæður á Landakoti aldrei ræddar í ríkisstjórn
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Að­stæð­ur á Landa­koti aldrei rædd­ar í rík­is­stjórn

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra seg­ir að al­mennt megi full­yrða að ráð­herra beri ekki refs­ábyrgð á at­höfn­um und­ir­manna sinna. Verði nið­ur­staða at­hug­un­ar land­lækn­is á hópsmit­inu á Landa­koti sú að van­ræksla stjórn­enda Land­spít­al­ans hafi vald­ið hópsmit­inu tel­ur Svandís því ekki að hún beri ábyrgð þar á.
Svandís segir stjórnendur Landspítala bera ábyrgðina á Landakoti
FréttirHvað gerðist á Landakoti?

Svandís seg­ir stjórn­end­ur Land­spít­ala bera ábyrgð­ina á Landa­koti

Það er ekki á ábyrgð heil­brigð­is­ráð­herra að stýra mönn­un inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins né held­ur ber ráð­herra ábyrgð á starfs­um­hverfi starfs­fólks spít­al­ans, seg­ir í svari Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar. Ábyrgð­in sé stjórn­enda Land­spít­al­ans.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár