Starfsmaður Landakots, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir að litlu sem engu hafi verið breytt eftir að hópsmit kom þar upp í vor sem hafi orðið til þess að veiran dreifðist eins mikið og raun bar vitni í seinna hópsmitinu nú í lok októbermánaðar.
Auk þess segir hann að illa hafi verið staðið að einangrun sjúklingsins sem smitaðist fyrstur. „Kvöldið áður en fyrsti sjúklingurinn greinist er hann settur í varnareinangrun vegna einkenna, sem á að vera háttað eins og um smit sé að ræða. Það var síðan viðurkennt í kjölfarið að illa hafi verið staðið að henni. Ég held að þess vegna hafi smitin dreifst.“
Þá segir hann að illa hafi verið staðið að stuðningi við þá starfsmenn sem sýktust. „Ég hef upplifað áfallastreitu eftir að ég sýktist en ég var einn þeirra sem smitaðist. Ég fékk engar upplýsingar frá Landakoti þangað til nokkrum dögum seinna.“
Athugasemdir