Við erum stödd í nálægri framtíð, mjög nálægri miðað við stöku vísanir í heimsfaraldurinn sem nú geisar. Í heimi bókarinnar erum við nýbyrjuð að rétta úr kútnum eftir kófið, ætli 2023 væri ekki raunhæf ágiskun?
Eldarnir er nýjasta hamfarasaga Sigríðar Hagalín Björnsdóttur, sem hóf rithöfundaferilinn með Eylandi, þar sem Ísland einangraðist frá umheiminum, fjórum árum áður en það gerðist í raunveruleikanum. Undirtitill bókarinnar er Ástin og aðrar hamfarir og eldar og ástir eru sannarlega aðalumfjöllunarefnið, mjög bókstaflega, en þetta er líka bók um kófið.
Tímaramminn er meira að segja dálítið kunnuglegur – ófremdarástand að vori setur þjóðina í uppnám, svo er lífið að mestu komið í gamla farið þegar hamfarirnar …
Athugasemdir