Ljónið var raunsæisleg unglingasaga þar sem fantasían kraumaði undir, saga sem gerðist í Reykjavík ársins 2017 og kom út árið 2018. Í fyrra kom svo Nornin, sem var hreinn dystópískur vísindaskáldskapur sem gerist á Íslandi ársins 2096 í heimi sem loftslagshamfarir og stríð hafa skekið svo harkalega að hann er nánast óþekkjanlegur. Í báðum sögum er hins vegar gefið undir fótinn með handanheim, heim sem er á bak við skáp í gömlu húsi. Nú er svo komið að lokabindinu – hvernig mun þetta allt saman enda?
Textavísunin í Ljónið, nornina og skápinn eftir C.S. Lewis er augljós – en Hildur Knútsdóttir ákveður að skýra lokabindi þessa þríleiks Skóginn en ekki Skápinn, enda er skógurinn ekki bara hluti sögusviðsins, hann er líka ógnvaldur sögunnar.
Athugasemdir (2)