Skortur á starfsfólki varð til þess að ekki var hægt að hólfaskipta Landakotsspítala til að draga úr líkum á COVID-19 smiti. Forsvarsmenn klínískra starfsmanna segja mönnun viðvarandi vandamál í heilbrigðiskerfinu þar sem menntað fagfólk fáist ekki í störfin vegna launakjara, vinnuaðstöðu og álags.
Landspítalinn hefur ekki kynnt opinberlega niðurstöður sínar um tildrög og þróun hópsmitsins á Landakoti, sem afhenda ber embætti landlæknis. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði við Mbl.is þann 30. október að þrjú atriði hafi komið saman sem urðu þess valdandi að smitið dreifðist svo víða. Í fyrsta lagi hafi verið um mjög smitandi afbrigði veirunnar að ræða og í öðru lagi sé húsnæði Landakots óhentugt. Fólk sé á fjölbýlum, margir sjúklingar um hvert klósett, þröng starfsmannaaðstaða og skortur á loftræstingu.
„Í þriðja lagi er það sú áskorun sem mönnun er,“ sagði Páll. „Því var haldið fram í vikunni að það hefðu orðið mistök að hólfaskipta ekki á Landakoti. …
Athugasemdir