Paulus Noa, yfirmaður spillingarlögreglunnar Anti-corruption Commission (ACC) í Namibíu, segist ekki geta gefið upp hvort til standi að reyna að yfirheyra eða taka vitnaskýrslur af núverandi eða fyrrverandi starfsmönnum útgerðarfélagsins Samherja í tengslum við rannsókn yfirvalda þar í landi á Samherjamálinu. ACC leggur nú lokahönd á að reyna að klára rannsókn málsins fyrir miðjan desember.
Sjö Namibíumenn hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna þess, grunaðir um mútuþægni og peningaþvætti meðal annars.
Dómari í höfuðborginni Windhoek hefur gefið ACC frest fram í miðjan desember til að klára rannsókn málsins og gefið að skyn að sjömenningunum verði sleppt úr gæsluvarðhaldi að þeim tíma liðnum. „Því miður get ég ekki veitt þessar upplýsingar þar sem rannsóknin er í fullum gangi. […] Ég get ekki deilt þessum upplýsingum með fjölmiðlum, hvað við ætlum að gera, hverja við yfirheyrum,“ segir Paulus Noa, aðspurður um starfsmenn Samherja. …
Athugasemdir