Lífeyrissjóðurinn Gildi hyggst fjárfesta í laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi fyrir rúmlega 3 milljarða króna. Þá ætlar sjóðsstýringarfyrirtækið Stefnir að setja rúmlega 1 milljarða króna í félagið og norski milljarðamæringurinn Edvin Austbø setur hálfan milljarð króna í félagið.
Samhliða þessum fjárfestingum selja stórir hluthafar í Arnarlaxi, eins og norska félagið Pactum AS og íslenskt félag stjórnarformanns Arnarlax, Kjartans Ólafssonar, sig út úr félaginu að hluta til en þessir aðilar eiga samtals tæp 12 prósent af hlutafénu í Arnarlaxi. Pacta, sem á 6.8 prósent, selur rúman helming af hlutafé sínu og Kjartan selur rúman fimmtung en hann á 4.8 prósent í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu móðurfélags Arnarlax, Salmar AS, til norsku kauphallarinnar.
Í tilkynningunni er tekið fram að samhliða þessu skipti Arnarlax AS, norskt eignarhaldsfélag Arnarlax á Íslandi, um nafn og heiti nú Icelandic Salmon AS.
Viðskiptin er liður í skráningu nins nýnefnda félags, Icelandic Salmon AS, á Merkur-hlutabréfamarkaðinn í Noregi …
Athugasemdir