Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Varar við verðtryggðum húsnæðislánum

Ólaf­ur Mar­geirs­son hag­fræð­ing­ur var­ar við verð­trygg­ing­unni og áhrif­um henn­ar á fjár­hags­legt heil­brigði. „Reyn­ið sem allra allra mest að taka óverð­tryggð lán,“ seg­ir hann.

Varar við verðtryggðum húsnæðislánum
Reykjavík Mynd: Shutterstock

Ólafur Margeirsson hagfræðingur varar eindregið við verðtryggðum húsnæðislánum. Samkvæmt útreikningum hans eru verðtryggðu lánin óhagstæðari. Um 67% allra húsnæðislána eru verðtryggð, þótt mikil tilfærsla hafi verið yfir í óverðtryggð lán undanfarið.

Ólafur hefur afgerandi ráðeggingar að færa lántakendum. „Fyrir ykkar eigin fjárhagslega heilbrigði: reynið sem allra allra mest að taka óverðtryggð lán frekar en verðtryggð,“ segir hann á Facebook-síðu sinni.

Hærri vextir verðtryggðra lána

Samkvæmt greiningu Ólafs hafa raunvextir óverðtryggðra fasteignalána bankanna verið 4,4% frá aldamótum, en raunvextir verðtryggðra lána verið 4,6%. Þetta segir þó ekki alla söguna því niðurstaðan er mjög mismunandi eftir tímabilum. Þannig voru raunvextir óverðtryggðra lána 10,4% árið 2007, en verðtryggðra lána 5,2% sama ár. Á móti voru óverðtryggðu lánin með raunvexti á bilinu 0,7% til 2,2% árin 2009 til 2012, sömu ár og verðtryggðu lánin voru með 3,8% til 5,6% raunvexti.

„Sé reiknað aftur til ársins 2001 hafa raunvextir óverðtryggðra lána að jafnaði verið lægri en raunvextir verðtryggðra lána, sama hvað allar hagfræðikenningar segja um að því eigi að vera öfugt farið. Þá er kostnaður af slíkum lánum vitanlega fyrirsjáanlegri þar sem fylgni kostnaðar af óverðtryggðum lánum er óháðari verðbólgu en kostnaður verðtryggðra lána,“ segir Ólafur. 

Hann bendir á að greiðslubyrðin af verðtryggðum lánum sé lægri en kostnaðurinn af þeim í upphafi lánstímans. „Skiljanlega vill fólk taka slík lán og reynir að gera það.“

Munur á lánumÓverðtryggð lán voru mun óhagstæðari þegar vextir hækkuðu verulega árin fyrir efnahagshrunið.

Vaxandi verðbólga

Undanfarin misseri hafa flestir lántakendur tekið óverðtryggð lán og stór hluti af því er endurfjármögnun úr verðtryggðum lánum. Árið 2010 voru aðeins 10% húsnæðislána bankanna óverðtryggð, en nú eru þau ríflega þriðjungur lána.

Verðbólga hefur farið vaxandi á árinu vegna gengisfalls krónunnar við óvissu og brotthvarf ferðamanna í Covid-faraldrinum. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en ársverðbólga mælist nú 3,5%. Hún var aðeins 1,7% í janúar. Þetta þýðir að 40 milljón króna verðtryggt fasteignalán hefur hækkað um 1,4 milljónir króna á einu ári, en greiðslubyrðin af óverðtryggðu láni er hærri sem nemur um 240 þúsund krónum á ári. Spáð er enn aukinni verðbólgu út árið. Greining Landsbankans gerir ráð fyrir að hún verði komin upp í 3,9% í desember.

Helsta áhættan fyrir þá sem taka óverðtryggð húsnæðislán er að Seðlabankinn og bankarnir hækki vexti og þá hækki greiðslubyrði meira en af verðtryggðum lánum, en meginvextir Seðlabankans eru nú í sögulegu lágmarki, aðeins 1%.

Ósammála því að ungt fólk eigi að taka verðtryggt

Ólafur MargeirssonDoktor í hagfræði segir varað erlendis við lánum eins og verðtryggðu fasteignalánunum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri viðraði þau sjónarmið á fundi um fjármálastöðugleika á dögunum að ungt fólk ætti að frekar að taka verðtryggð lán, en eldra fólk. „Verðtrygging og breytilegir vextir eru í raun spegilmynd af hvoru öðru að einhverju leyti. Og það má alveg halda því fram að hvernig lánaform fólk er með ætti að ráðast af aldri og stöðu á vinnumarkaði. Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili,“ sagði hann.

Ólafur segist í samtali við Stundina hins vegar vara við verðtryggðu lánunum almennt. „Já, langflestir lántakar ættu að forðast verðtryggð lán, óháð aldri. Verðtryggð lán eru dæmi um lán með neikvæðri afborgun, á ensku negative amortization, og það er margoft búið að vara við slíkum lánum utan Íslands, bæði fyrir lántakann sjálfan, á grundvelli neytendaverndar, og út frá sjónarmiðinum um að viðhalda fjármálalegum stöðugleika. Lán með neikvæðri afborgun, til dæmis verðtryggð lán, eru í raun aðeins fyrir mjög agaða fjárfesta sem eru fjárhagslega vel að sér og með óreglulegar tekjur.“

Ólafur segir að búast megi við því að óverðtryggð lán verði áfram álitlegur kostur. 

„Vextir óverðtryggðra lána ættu því að vera frekar stöðugir næstu misserin“

„Miðað við árferði sem má búast við: Vextir á óverðtryggðum lánum sveiflast í takt við stýrivexti Seðlabankans en ekki í takt við verðbólgu. Þannig er fylgni heildarkostnaðar verðtryggðra lána, það er summa vaxta og verðbóta, og verðbólgu nær algjör meðan fylgnin er veikari milli heildarkostnaðar óverðtryggðra lána og verðbólgu, einfaldlega vegna þess að vaxtakostnaður óverðtryggðra lána fylgir fyrst og fremst stýrivöxtum Seðlabankans og stýrivextir Seðlabankans stjórnast helst af verðbólguvæntingum og gengi hagkerfisins en ekki núverandi verðbólgu. Seðlabankinn benti á í nýjustu Peningamálum að sumir markaðsaðilar búist ekki við stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum fyrr en á síðari hluta ársins 2022 vegna slakans í hagkerfinu, jafnvel þótt verðbólga gæti látið á sér kræla til skamms tíma vegna gengisveikingar krónunnar. Vextir óverðtryggðra lána ættu því að vera frekar stöðugir næstu misserin gangi þær væntingar eftir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
1
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
2
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.
Formaður VR kallar lífeyrissjóðina siðlausa plágu í samfélaginu
8
Fréttir

Formað­ur VR kall­ar líf­eyr­is­sjóð­ina sið­lausa plágu í sam­fé­lag­inu

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son seg­ir að það sé „alltaf að koma bet­ur og bet­ur í ljós að líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru plága í ís­lensku sam­fé­lagi“. Vís­ar hann til þess að sjóð­irn­ir beri fyr­ir síg laga­legri óvissu, er kem­ur að því að koma til móts við stöðu Grind­vík­inga með sama hætti og við­skipta­bank­arn­ir hafa ákveð­ið að gera.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
1
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
3
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Guðbjörg færir eignarhluti í Ísfélaginu yfir á syni sína fjóra
4
Fréttir

Guð­björg fær­ir eign­ar­hluti í Ís­fé­lag­inu yf­ir á syni sína fjóra

Fjór­ir syn­ir Guð­bjarg­ar Matth­ías­dótt­ur í Ís­fé­lag­inu eru nú orðn­ir stærstu eig­end­ur út­gerð­ar­inn­ar. Með þessu fet­ar Guð­björg í fót­spor eig­enda Sam­herja en stofn­end­ur þess fé­lags færðu stærst­an hluta bréfa sinn yf­ir á börn­in sín fyr­ir nokkr­um ár­um. Fjöl­skylda Guð­bjarg­ar ætl­ar að selja bréf í Ís­fé­lag­inu fyr­ir 9,4 millj­arða við skrán­ingu fé­lags­ins á hluta­bréfa­mark­að.
Tortólasnúningur Hreiðars á Íslandi afhjúpaðist í Danmörku
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Tor­tóla­snún­ing­ur Hreið­ars á Ís­landi af­hjúp­að­ist í Dan­mörku

Sami mað­ur sá um fé­lag Hreið­ars Más Sig­urðs­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Kaupþings, sem af­hjúp­að­ist í Pana­maskjöl­un­um og fyr­ir Önnu Lísu Sig­ur­jóns­dótt­ur, eig­in­konu hans, og tvær aðr­ar kon­ur sem gift­ar eru fyrr­ver­andi lyk­il­stjórn­end­um bank­ans. Ný gögn sýna hvernig pen­ing­ar úr af­l­ands­fé­lög­um á Tor­tóla flæddu í gegn­um sjóðs­stýr­inga­fé­lag Ari­on banka og inn í ís­lenska ferða­þjón­ustu.
Ummæli um þingkonu til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
6
Fréttir

Um­mæli um þing­konu til skoð­un­ar hjá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í svari lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar um það hvort það sam­ræm­ist vinnu­regl­um lög­regl­unn­ar að gefa það upp við Nú­tím­ann í hvers­kon­ar ástandi Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir var í þeg­ar lög­regl­an hand­tók hana á skemmti­stað, seg­ir að það sé með öllu óheim­ilt að gefa slík­ar upp­lýs­ing­ar upp og það verði nú tek­ið til skoð­un­ar hjá lög­reglu hvort slík­ar upp­lýs­ing­ar hafi ver­ið gefn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Allir fiskarnir sárugir eða dauðir hjá Arctic Fish: „Það hefur enginn séð svona áður“
2
VettvangurLaxeldi

All­ir fisk­arn­ir sárug­ir eða dauð­ir hjá Arctic Fish: „Það hef­ur eng­inn séð svona áð­ur“

Veiga Grét­ars­dótt­ir, kaj­akræð­ari og nátt­úru­vernd­arsinni, tók mynd­bönd af lús- og bakt­eríuétn­um löx­um í sjókví­um Arctic Fish í Tálkna­firði. Hún vissi ekki hvernig ástand­ið í kví­un­um væri þeg­ar hún byrj­aði að mynda við­brögð Arctic Fish við laxal­úsafar­aldri í firð­in­um nú í haust. Karl Stein­ar Ósk­ars­son, hjá MAST seg­ir sam­bæri­leg­ar að­stæð­ur aldrei hafa kom­ið upp í ís­lensku sjókvía­eldi.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Baneitrað samband á bæjarskrifstofunum
5
RannsóknÍsland í mútum

Ban­eitr­að sam­band á bæj­ar­skrif­stof­un­um

Ásak­an­ir um mút­ur, fjár­kúg­un og fjár­svik hafa ít­rek­að kom­ið upp í tengsl­um við bygg­ingu þriggja stærstu íþrótta­mann­virkja Kópa­vogs­bæj­ar. Verktaki sem fékk millj­arða verk hjá Kópa­vogs­bæ greiddi fyr­ir skemmti­ferð maka og emb­ætt­is­manna bæj­ar­ins, sem mælt höfðu með til­boði verk­tak­ans. Fjár­svikakæra gegn hon­um og starfs­manni bæj­ar­ins var felld nið­ur. „Það hefði átt að rann­saka þetta sem mút­ur,“ seg­ir bæj­ar­full­trúi og furð­ar sig á með­ferð bæj­ar­stjóra á mál­inu, sem var ekki eins­dæmi.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
7
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
10
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár