Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Verðbólgan eykst - húsnæðislán hækka

40 millj­óna króna verð­tryggt hús­næð­is­lán hækk­aði um 156 þús­und krón­ur í sept­em­ber og 1,4 millj­ón­ir króna á einu ári. Verð­lag hef­ur hækk­að um 3,9 pró­sent á einu ári.

Verðbólgan eykst - húsnæðislán hækka
Miðborg Reykjavíkur Fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka, en óvíst er hvort þróunin haldi í við vaxandi verðbólgu. Mynd: Shutterstock

Á síðustu tveimur mánuðum hefur verðtryggt, 40 milljóna króna fasteignalán hækkað um 340 þúsund krónur vegna vaxandi verðbólgu. Það getur haft veruleg áhrif á eignastöðu fólks næstu misserin hvort það hafi verðtryggð eða óverðtryggð húsnæðislán, en flest eru með verðtryggð lán. 

Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að vísitala neysluverðs, sem mælir verðbólgu, hækkaði um 0,39% í septembermánuði einum og sér, en 3,5 prósent síðustu 12 mánuði. Verðbólgan er meiri en Seðlabankinn hefur spáð.

Ársverðbólga, mælikvarðinn sem oftast er horft til, hefur farið úr 1,7% í janúar í 3,5% nú og munar miklu fyrir fasteignaeigendur fyrir verðtryggð lán. Hækkun 40 milljóna króna láns er 1,4 milljón króna síðasta árið. Á móti greiðir lántaki án verðtryggingar hærri vexti. Óverðtryggt lán upp á 40 milljónir króna hefur um 20 þúsund krónum hærri greiðslubyrði á mánuði í núverandi vaxtaumhverfi, eða um 240 þúsund krónum á ári.

Verðbólgan yfir spá

Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og því er verðbólgan 1 prósentustigi þar yfir. Ástæðan er gengisfall krónunnar. Hún hefur fallið um rúmlega 13 prósent gagnvart helstu gjaldmiðlum mælt í gengisvísitölu frá ársbyrjun. Þessu hefur fylgt að verðlag hækkar. Í september hækkuðu húsgögn, heimilisbúnaður og fleira um 4%. Hluti hækkunar verðbólgunnar í september getur talist árstíðarbundin, undir lok útsölu. En verðbólgan í september nú er ferfalt meiri en í sama mánuði í fyrra og tvöfalt meiri en árið þar áður.

Verðbólgan er nú meiri en Seðlabankinn spáði í vor. Í Peningamálum Seðlabankans í ágúst sagði að verðbólga þá væri þegar orðin meiri en spáð hefði verið. „Spáð er að verðbólga verði um 3% að meðaltali út þetta ár en mikill slaki í þjóðarbúinu og lítil alþjóðleg verðbólga gera það að verkum að hún hjaðnar snemma á næsta ári þegar áhrif gengislækkunarinnar hafa fjarað út.“ Var verðbólguspáin fyrir síðari hluta árs því hækkuð í 3% úr 2,3%. Hækkunin á spánni jafngildir hækkun á verðtryggðu láni um 280 þúsund krónur. Hækkunin ein og sér jafngildir meira en hálfum útborguðum miðgildismánaðarlaunum.

Í spá Seðlabankans eru líkindamörk. Þannig er gert ráð fyrir því að næstu þrjú árin geti verðbólgan verið allt frá neikvæðri upp í 5%, en slík verðbólga myndi hafa í för með sér töluverða eignatilfærslu frá húsnæðiseigendum ef fasteignaverð hækkar ekki sem henni nemur. Enn sem komið er hefur fasteignaverð hins vegar haldið áfram að hækka í Covid-kreppunni. Raunverð fasteigna, það er að segja verðhækkun umfram verðbólgu, hækkaði um 1,9% á einu ári frá ágúst í fyrra fram á sama mánuð í ár.

Að sama skapi hafa laun hækkað um 6,4% á milli ára að meðaltali að nafnvirði, sem vegur almennt upp á móti verðhækkunum.

Flótti yfir í óverðtryggð lán

Þrátt fyrir að „yfirgnæfandi meirihluti nýrra íbúðalána“ sé nú óverðtryggður, eins og segir í síðustu skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika, eru húsnæðislán landsmanna enn að stærstum hluta verðtryggð og hækka því í réttu hlutfalli við vaxandi verðbólgu. Um mitt þetta ár voru 67% húsnæðislána almennings verðtryggð. Óverðtryggðum lánum fylgir sú áhætta að greiðslubyrði hækkar strax með vaxtahækkunum, en meginvextir Seðlabankans eru nú í sögulegri lægð, aðeins 1%.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri nefndi þau sjónarmið á fundi um fjármálastöðugleika í síðustu viku að yngra fólk ætti að taka verðtryggð lán, en eldra fólk, yfir fertugu, óverðtryggð.

„Verðtrygging og breytilegir vextir eru í raun spegilmynd af hvoru öðru að einhverju leyti. Og það má alveg halda því fram að hvernig lánaform fólk er með ætti að ráðast af aldri og stöðu á vinnumarkaði. Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili. Það er í rauninni inntak lagasetningar, sem var lögð til, varðandi það að enginn yfir fertugu ætti að taka verðtryggð lán, sem dæmi. Af því að verðtryggð lán eru þannig að höfuðstóllinn er ekki greiddur niður mjög hratt.“

Hétu því að halda verðbólgu niðri

Þetta er endurómað í fjármálastöðugleikaskýrslunni, þar sem bent er á að það geti aukið stöðugleika að dreifa áhættunni. „Betri dreifing skulda heimila milli ólíkra vaxtaviðmiða, verðtryggðra og óverðtryggðra, fastra og fljótandi, dregur úr áhættu vegna skuldsetningar heimilanna í heild sinni.“

„Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verðbólga fari hér úr böndunum“

Þrátt fyrir að gengisfall krónunnar, sem fylgir óvissuástandi líkt og nú stendur yfir, auki vanalega verðbólgu, hefur Seðlabankinn heitið því að halda böndum á verðbólgunni. Þannig sagði Þórarinn G. Pétursson, framkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabankans, í mars síðastliðnum að hugsanlega færi verðbólga aðeins yfir verðbólgumarkmið Seðlabankans, en það yrði ekki mikið. „Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af því að verðbólga fari hér úr böndunum eins og gerst hefur í fortíðinni. Við munum passa upp á það.“

Bein áhrifin verðbólgu á almenning eru tvöföld, því um leið og verðlag hækkar fara verðtryggð fasteignalán einnig hækkandi. Hækkun launa og fasteignaverðs hafa hins vegar mótáhrif.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-kreppan

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár