Áherslumál Sjálfstæðisflokksins hafa helst ratað inn í þau frumvörp um breytingar á stjórnarskránni sem líklegast er að lögð verði fram áður en kjörtímabilinu lýkur næsta haust. Flest kosningaloforð Vinstri grænna og Framsóknarflokks sem varða stjórnarskrána munu annaðhvort ekki vera tekin fyrir á kjörtímabilinu eða eru sett til hliðar.
Þetta má skilja á verklagi við endurskoðun stjórnarskrárinnar og þeim frumvarpsdrögum um breytingar á henni sem þegar hafa verið kynnt í samráðsgátt stjórnvalda. Formenn stjórnmálaflokkanna á Alþingi hafa fundað reglulega um stjórnarskrána frá upphafi kjörtímabils og hafa fjögur frumvarpsdrög verið kynnt almenningi. Fjalla þau um umhverfisvernd, íslenska tungu, stöðu forseta og ríkisstjórnar og loks um auðlindaákvæði.
Einnig stóð til að taka fyrir ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu, en samkvæmt heimildum Stundarinnar er ólíklegt að frumvarpsdrög um þessi atriði komi fram. Óeining er um ákvæði um framsal valdheimilda meðal formannanna og þær tillögur …
Athugasemdir